BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sjaldan er ein báran stök

19.08.2023 image

Það er óhjákvæmilegt í íþróttum að tapa leikjum af og til, stundum tapast þeir "vel" ef svo má að orði komast og stundum illa, jafnvel mjög illa.  Afreksíþróttamenn eru oftast nær dæmdir eftir því hvernig þeir bregðast við áföllum - ekki af tapinu sjálfu.  Og öllu afreksfólki er hollast að horfa inn á við - ekki leita skýringa á óförum hjá öðrum í kringum sig eða í umhverfinu heldur hjá sjálfum sér!

Það er stundum horft til boxara í þessu samhengi.  Þegar hann hefur verið slegin niður, jafnvel ítrekað, þá getur hann ekki treyst á neinn nema sjálfan sig til þess að rísa upp og svara fyrir sig.  Hann þarf að finna innri kraft til þess - í raun og veru er ekkert annað sem dugir.  Bjargræðið kemur að innan eins og segir í bók allra bóka og það á víst við ansi víða.

En að leiknum.  Við erum enn að glíma við forföll lykilmanna og vorum löskuð eftir leikinn á föstudaginn var

Fyrri hálfleikurinn var erfiður og óöryggi yfir liðinu, sem líklega er skiljanlegt.  Varnarleikurinn hélt samt ágætlega lengst af og leikmenn voru að leggja sig fram, en takturinn í liðinu var samt hægur og illa gekk að komast upp völlinn og í álitlegar stöður og andstæðingurinn fékk of mikið rými til að athafna sig sem að lokum endaði með tveimur mörkum og staðan því 2-0 í hálfleik.

Stelpunum til hróss var annað upp á teningnum í seinni hálfleik og meiri neisti í liðinu því vissulega voru tvær leiðir til að mæta inn í seinni hálfleikinn og liðið svaraði vel fyrir sig á köflum og vonandi getur endurreisnin farið á gang á þeim grunni sem var lagður í seinni hálfleik, sérstaklega síðustu 20 mínútum leiksins.  Andrea minnkaði muninn með stórkostlegu marki, frábær sending frá Elínu á Öglu Maríu sem lagði hann frábærlega fyrir Andreu sem smellhitti boltann úr D-boganum, óverjandi.

Agla María minnkaði síðan muninn undir lokin með marki eftir hornspyrnu og skyndilega glitti í magnaða endurkomu í leik sem virtist tapaður! 

En eins og segir í fyrirsögninni, þá er sjaldan ein báran stök og í stað þess að koma inn jöfnunarmarki þá náði Stjarnan skyndisókn og lokaði leiknum.

B11

Til baka