BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Bestadeild kvenna 2025- síðasti heimaleikur fyrir úrslitakeppnina

17.09.2025 image

Stelpurnar okkar mæta Þór/KA á heimavelli næstkomandi laugardag klukkan 14:00.

Okkar konur eru í mjög þægilegri stöðu fyrir úrslitakeppnina með 11 stiga forystu eftir góðan útisigur á FHL 1-5 um síðustu helgi. Það verður gott að fara með þetta forskot inn í keppnina en að sama skapi mikilvægt að halda haus og klára alla leiki. 

Stelpurnar í Þór/KA hafa oft verið okkar konum erfiðar og eru leikir þessara liða oftar en ekki mikil skemmtun.  Stelpurnar í Þór/KA sitja sem stendur í 7 sæti með 21 stig en með sigri á móti okkur gætu þær komist í efri hlutann og þar með í úrslitakeppnina sem er auðvitað þeirra markmið. 

Mikið skarð hefur verið höggvið í þeirra raðir en þeirra allra besti leikmaður undanfarin ár Sandra María Jessen gekk til liðs við Köln í Þýskalandi í lok ágúst og er alveg ljóst að þær munu sakna hennar mikið. Það er hins vegar þannig að þegar einn fer eru aðrir leikmenn tilbúnir til að stíga upp og því eigum við von á hörkuleik næstkomandi laugardag.

Við hvetjum alla Blika til að koma á völlinn og styðja stelpurnar okkar því þær eiga það svo sannarlega skilið. 

-B


 

Til baka