BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Öruggur sigur á FH í baráttunni um Evrópusæti

30.09.2023 image

Í dag fór fram síðasti heimaleikur kvennaliðs Breiðabliks þegar FH mætti á svæðið. FH sem hefur komið hvað mest á óvart í sumar og því mátti eiga von á spennandi og skemmtilegum leik. Fyrri leikir liðanna hefur verið hörkuskemmtun, Blikarnir unnu heimaleikinn 3-2 en útileikurinn fór 1-1.

En mikið undir, því baráttan um annað sætið er hörð, sigur því gríðarlega mikilvægur. Engin sérstök mæting en hrós á vasklega trommusveit sem studdi vel við bakið á stelpunum.

Leikurinn byrjaði rólega, fyrir utan gott færi hjá FH á fyrstu mínútu, en landsliðsmarkvörðurinn okkar varði vel. Annars einkenndist af stöðubaráttu eða alveg þangað til Agla María komst ein í gegn en markvörður FH varði vel. Skömmu síðar átti Hafrún fína sendingu fyrir en aðeins of framarlega fyrir Katrínu. En allavega Blikar mun betri aðilinn þegar hálfleikurinn er hálfnaður, pressan skilaði sér, því á á 28. mínútu átti Clara góða sendingu á Birtu sem átti flotta fyrstu snertingu og lagði boltann með föstu skoti í fjarhornið, óverjandi fyrir markvörð FH.

Þetta mark gaf okkar konum aukin kraft og það mátti ekki miklu muna að Hafrún tvöfaldaði forystuna tveim mínutum síðar.

Þegar um 10 mínútur voru eftir leni Agla María og Shaina í samstuði sem endaði með að það þurfti að bera Shainu af vellinum, sendum henni hér með okkar bestu batakveðjur.

Leikurinn jafnaðist nokkuð eftir þetta, en eins og þruma úr heiðskýru lofti jöfnuðu FH stelpur undir lok hálfleiksins eftir klafs í teignum út frá hornspyrnu. 1-1 í hálfleik, þar sem okkar stelpur voru ívið sterkari.

Seinni hálfleikur byrjaði rólega, Blikar þó aðeins líklegri en án þess þó að skapa sér neitt. Þegar um hálftími lifði leiks, fóru FH konur að gera sig óþarflega mikið gildandi á vallarhelmingi Blika, samt engin afgerandi færi samt. Telma alveg á tánum og engin hætta þannig lagað séð.

Á 66 mínútu leiksins komust Blikarnir aftur yfir þegar Agla María skallaði góða fyrirgjöf Andreu Rutar í mark FH.

Eftir þetta batnaði okkar leikur til muna og þegar 20 mínútur voru eftir átti Clara skemmtilega vippu sem endaði í markinu og staðan orðin 3-1.

Á 80. mínútu þurfti Katrín Ásbjörns að fara út af vegna meiðsla og inn á kom Sara Svanhildur inn á í sínum fyrsta Bestu deildar leik sínum, til hamingju með það Sara!

Annars dofnaði yfir leiknum eftir að Blikarnir komust í 3-1 og endaði leikurinn þannig. Öruggur og sanngjarn sigur hjá Breiðablik.

Lokaleikur Breiðabliks á þessu Íslandsmóti er á móti ríkjandi Íslandsmeistrum, Val. Sá leikur verður á Origo vellinum föstudaginn 6. október klukkan 19:15, það gæti orðið úrslitaleikur um að komast í Evrópukeppnina, þanng það þarf að mæta og styðja stelpurnar!

Kristinn

Til baka