BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Karitas framlengir

12.01.2024 image

Færum ykkur fleiri frábærar fréttir á þessum föstudegi en leikmaðurinn öflugi Karitas Tómasdóttir framlengir samning sinn við Breiðablik út árið 2024.

Karitas kom frá Selfossi árið 2021 og hefur spilað 71 leik með Blikum og skorað í þeim 20 mörk.

Þessi öflugi miðjumaður hefur verið liðinu gríðarlega mikilvæg á síðustu árum og eru gleðitíðindi að hún taki slaginn með okkur í sumar.

Til baka