BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Einar á toppnum í Bestu deildinni

25.07.2025 image

Blikastelpur spiluðu gegn Þrótti á Kópavogsvelli kvöld en um var að ræða toppslaginn í Bestu deildinni. Liðin voru í efstu tveimur sætunum en Breiðablik ofar á markamun þegar deildin fór í Em hlé fyrr í sumar. Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið að þreifa fyrir sér en Þróttarar ývið kraftmeiri án þess að skapa sér neitt á sama tíma náðu Blikar nokkrum álitlegum sóknum án þess að gera sér neitt mat úr því. Augljóst var að liðin voru aðeins ryðguð eftir landsleikja hléð.   

Á 21. mínútu náðu Þróttarar góðri sókn en Rollins skallaði rétt yfir og Þróttur var aftur á ferðinni með álitlega sókn á 23. mínútu. Þetta virtist kveikja í Blikastúlkum sem fengu hornspyrnu á 25. mínútu sem Samantha skorar úr með skalla. Þær voru svo aftur mættar einungis tveim mínútum síðar þar sem Aglamaría á sendingu inn fyrir á Birtu sem setur hann í netið og staðan orðin 2-0 og Aglamaría komin með 2 stoðsendingar. Við þetta hresstist leikur Þróttara og þær náðu næstu mínútur nokkuð góðum tökum á leiknum án þess þó að skapa sér hættuleg færi.

Á 43. mínútu ná Blikakonur góðri skyndisókn þar sem Barbára átti frábæra sendingu inn í teig þar sem boltinn berst til Berglindar Bjargar sem hamrar honum í netið. Þetta mark kom nokkur á móti gangi leiksins eins og hann hafði verið en mjög sterkt fyrir Blikastelpur að ná inn þessu marki fyrir hálfleik og þægileg forysta 3-1 í hálfleik.

Þóttarar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti en Blikastelpur vörðust vel og neituðu þeim um að komst inn í leikinn eð góðri varnarvinnu. Á 56. mínútu átti Rollins góðan skalla yfir fyrir Þrótt en allt kom fyrir ekki. Á 65. mínútu kom svo Áslaug Munda inn fyrir Barbáru Sól og fór í vinstri bakvörðin. Við þetta hresstist leikur Blika vinstra megin á vellinum og á 68.mínútu prjónar Áslaug munda sig upp völlinn og nær skoti á mark Þróttar en Mollie ver. Blikastúlkur áttu nokkrar álitlegar sóknir næstu mínúturnar og á 72. mínútu hefðu þær geta bætt við en Berglind Björg á þá skot í stöng eftir virkilega góða sókn. Á 75. mínútu koma svo inn þær Karítas og Hrafnhildur Ása fyrir þær Öglumaríu og Kristínu Dís. Á 80. mínútu kemur svo Edith inn fyrir Berglindi Björg.

Blikakonur sigldu þessum sigri fagmannlega í höfn hefðu þó geta bætt við einu marki enn á 84. mínútu þegar Birta fékk dauðafæra en inn fór boltinn ekki. Sanngjarn sigur Blikakvenna sem sitja einar á toppnum. Áhorfendur á leiknum voru 311 sem er hreinlega hneyksli þegar um toppleik í Bestu deild kvenna er að ræða. Og eigum við einfaldlega að gera betur. 

Næsti leikur hjá stelpunum er undanúrslitaleikur í Mjólkurbikarkeppninni á fimmtudaginn kemur og er á tækifæri til að sýna stelpunum okkar stuðning.

-B

@breidablikfc

WE ARE BACK BABY ????

♬ original sound - Breidablik FC

Til baka