BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

05.01.2021

Takk fyrir, Sonný Lára!

Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir liðið eftir afar farsælan feril hjá félaginu.


05.12.2020

Hrikalegt stolt af stelpunum

Þegar hið óvenjulega Íslandsmót var blásið af í haust var meistaraflokkur kvenna löngu búinn að sanna að þar fór besta lið sumarsins. Mögnuð mulningsvél sem ekkert mátti sín gegn. Þær virtust í betra formi en hin liðin, betur samæfðar, með betra upplegg og toppstykkin í góðu lagi.


01.11.2020

Breiðablik Íslandsmeistari í Pepsi MAX 2020

Knattspyrnusamband Íslands hefur tekið ákvörðun um að Íslandsmótum í knattspyrnu sé lokið árið 2020. 


16.02.2020

Steini segir frá drauma-Kópavogsvelli!

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Blikum, er annar viðmælandi Blikahornsins


09.10.2019

Blikar á ferð og flugi

Blikar eru á ferð og flugi með kvennalandsliðunum þessa dagana.


23.09.2019

Steini framlengir við Breiðablik!

Breiðablik tilkynnir með mikilli ánægju að Þorsteinn Halldórsson hefur skrifað undir nýjan samning og mun halda áfram þjálfun kvennaliðs félagsins í knattspyrnu næstu þrjú árin.


01.04.2019

Sonný Lára framlengir!

Landsliðsmarkvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin félaginu til næstu tveggja ára.


24.03.2019

Agla María framlengir!

Íþróttakona Kópavogs 2018, landsliðskonan Agla María Albertsdóttir, hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin félaginu til næstu þriggja ára.


22.02.2019

Elín Helena skrifar undir samnig

Elín Helena Karlsdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


13.02.2019

Breiðablik Faxaflóameistarar 2019

Blikar urðu Faxaflóameistarar 2019


28.01.2019

Berglind Björg á leið á lán til PSV

Breiðablik hefur náð samkomulagi við hollenska félagið PSV Eindhoven um að Berglind Björg Þorvaldsdóttir fari út á láni næstu þrjá mánuði. Hún mun snúa aftur til Blika fyrir fyrsta leik í Pepsi-deildinni þann 2. maí.


25.01.2019

Esther Rós Arnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning

Esther Rós Arnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er hún nú samningsbundin félaginu til næstu tveggja ára.


22.01.2019

Sóley María Steinarsdóttir gengur til liðs við Breiðablik

Sóley María Steinarsdóttir gengur til liðs við Breiðablik


04.01.2019

Sex Blikar í landsliðshóp

Jón Þór Hauks­son, landsliðsþjálf­ari kvenna í knatt­spyrnu, valdi í dag fyrsta landsliðshóp sinn eft­ir að hann var ráðinn landsliðsþjálf­ari í októ­ber. Ísland mæt­ir Skotlandi í vináttu­leik 21. janú­ar.


24.12.2018

Hildur Antons framlengir

Hildur Antonsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin félaginu til næstu þriggja ára.


23.12.2018

Steini tilnefndur sem þjálfari ársins

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, er einn þriggja er koma til greina sem þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna árið 2018.


22.12.2018

Andrea Rán framlengir

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik. Samningurinn gildir til þriggja ára.


19.11.2018

Heiðdís Lillýar framlengir

Heiðdís Lillýardóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er hún nú samningsbundin félaginu til næstu þriggja ára.


09.11.2018

Áslaug Munda framlengir

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin til næstu þriggja ára.


06.11.2018

Alexandra Jóhanns framlengir

Alexandra Jóhannsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við félagið og er nú samningsbundin til næstu þriggja ára


26.10.2018

Karólína Lea framlengir

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin til næstu þriggja ára


23.10.2018

Fjolla Shala framlengir

Fjolla Shala hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik. Samningurinn gildir til þriggja ára.20.08.2018

Sterkur Blikasvipur í landsliðinu

Það hefur heldur betur verið ástæða til þess að gleðjast yfir kvennaliði Breiðabliks síðustu daga. Eftir að hafa orðið bikarmeistari í 12. sinn á föstudagskvöld undirstrikuðu Blikastelpur styrk sinn með því að vera mest áberandi af öllum liðum þegar íslenski landsliðshópurinn var tilkynntur í dag.


17.08.2018

Breiðablik bikar­meist­ari í 12. sinn

Breiðablik tryggði sér bikar­meist­ara­titil kvenna í knatt­spyrnu þegar liðið hafði bet­ur gegn Stjörn­unni, 2:1, í úr­slita­leik þeirra á Laug­ar­dals­velli. Þetta er 12. bikar­meist­ara­tit­ill Breiðabliks og er nú liðið aðeins ein­um titli á eft­ir Val yfir flesta slíka í kvenna­flokki.


02.07.2018

Átta mörk í átta liða úrslitum!

Breiðablik flaug áfram í Mjólkurbikar kvenna eftir góða heimsókn til ÍR í Breiðholtinu á laugardaginn.


06.06.2018

Blikar að keppa fyrir U19 kvenna!

Fimm Blikar eru nú staddir í Póllandi þar sem leikið er í milliriðli undankeppni EM 2018


25.05.2018

Breiðablik enn í efsta sæti og Berglind Björg með 100 mörk!

Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Pepsi-deild kvenna eft­ir 1:0-sig­ur á ÍBV í fjórðu um­ferð deild­ar­inn­ar á Kópa­vogs­velli í gær. Þá skoraði Berglind Björg sitt 100 mark fyrir Breiðablik!


16.05.2018

Blikar með fullt hús!

Frábær byrjun Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna heldur áfram. Stelpurnar eru á toppnum með fullt hús og flest mörk skoruð!


15.05.2018

Nágrannaslagur hjá Blikum!

Blikastelpurnar eru í eldlínunni í kvöld þegar liðið heimsækir HK/Víking í Kórinn í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar.


07.05.2018

Draumabyrjun hjá stelpunum

Frábær úrslit í fyrsta leik sumarsins, sem að minnti þó meira á vetrarkvöld. 6-2 lokatölur fyrir Breiðablik gegn Stjörnunni.


25.04.2018

Æfingarleikur við Keflavík 24.4.2018

Stelpurnar spila æfingarleik við Keflavík í Reykjaneshöllinni í kvöld kl.19:00


06.04.2018

Þrír Blikar í landsliðshópnum gegn Slóveníu

Þrír leikmenn Breiðabliks eru með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem í dag mætir Slóveníu á útivelli í undankeppni HM 2019.19.03.2018

Félagsfundur um aðstöðumál knattspyrnudeildar Breiðabliks

Knattspyrnudeild Breiðabliks boðar til félagsfundar þriðjudaginn 20. mars n.k. kl. 20:00 á 2. hæð í Smáranum. Tilefni fundarins er alvarlegur aðstöðuvandi knattspyrnudeildar Breiðabliks yfir vetrarmánuðina sem deildin hefur glímt við um nokkurt skeið.


16.03.2018

Berglind Björg skrifar undir nýjan þriggja ára samning!

Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út tímablið 2020. Berglind er fædd árið 1992 og er einn reyndasti leikmaður ungs liðs Breiðabliks. Þar að auki hefur Berglind einnig spilað 31 A landsliðsleik á undanförnum árum.


08.03.2018

Blikar áberandi gegn silfurþjóð EM

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann frækinn sigur á Danmörku, silfurliði Evrópumótsins í fyrra, í leik um 9. sætið í Algarve-bikarnum í Portúgal í gær.


07.03.2018

Kvennakvöld Breiðabliks 9.mars

Kvennakvöld knattspyrnudeildar Breiðabliks fer fram föstudaginn 9.mars. Frábær dagskrá og stórkostleg skemmtun framundan.


01.02.2018

Ásta Eir framlengir

Ásta Eir Árnadóttir hefur skrifað undir nýjan samning til þriggja ára við Breiðablik.


01.02.2018

Ásta Eir framlengir

Ásta Eir Árnadóttir hefur skrifað undir nýjan samning til þriggja ára við Breiðablik.


28.01.2018

Agla María snýr heim

Hin unga og efnilega landsliðskona, Agla María Albertsdóttir, hefur gert tveggja ára samning við Breiðablik


11.01.2018

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir gengur til liðs við Blika

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur skrifað undir samning við Breiðablik.


03.01.2018

Markvörðurinn efnilegi Telma Ívarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning

Markvörðurinn efnilegi Telma Ívarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir til þriggja ára


14.12.2017

Sandra Sif framlengir

Sandra Sif Magnúsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir út tímablið 2020


11.12.2017

Sonný Lára skrifar undir nýjan samning

Besti markvörður Íslands, Sonný Lára Þráinsdóttir, hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik.


11.12.2017

Ingibjörg Sigurðardóttir til Djurgarden

Ingibjörg Sigurðardóttir hefur gert samning við Djurgarden í Svíþjóð um að spila með félaginu næstu 2 árin


29.11.2017

Fjolla Shala spilaði í sigri Kosovó

Kosovó og Svartfjallaland áttust við í vináttuleik síðastliðinn sunnudag þar sem Fjolla Shala spilaði sinn fyrsta leik fyrir Kosovo.


29.11.2017

Guðrún Gyða Haralz framlengir

Guðrún Gyða Haralz hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir til þriggja ára.


28.11.2017

Rakel Hönnudóttir til LB07

Breiðablik og LB07 í Svíþjóð hafa komist að samkomulagi um félagsskipti Rakelar Hönnudóttur til LB07 í Svíþjóð.


23.11.2017

Fjolla Shala valin í landslið Kosovo

Fjolla Shala hefur verið valin í hið nýstofnaða landslið Kosovo. Hún mun spila vináttuleik á móti Svartfjallalandi og fer leikurinn fram á ólympíuleikvanginum í Mitrovica þann 26 nóvember.


19.11.2017

Breiðablik hefur samið við tvo unga leikmenn.

Breiðablik hefur samið við tvo unga leikmenn þær Hildi Þóru Hákonardóttir og Kristjönu Rún Kristjánsdóttir Sigurz.


17.11.2017

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen framlengir.

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur skrifað undir nýjan samning til þriggja ára.


16.11.2017

Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir með nýjan samning.

Markmaðurinn knái, Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir, hefur gert nýjan samning við Breiðablik. Samningurinn gildir út árið 2020.


09.11.2017

Kristín Dís Framlengir

Kristín Dís Árnadóttir hefur gert nýjan þriggja ára samning við Breiðablik


08.11.2017

Selma Sól Magnúsdóttir framlengir við Blika

Selma Sól Magnúsdóttir hefur gert nýjan samning við Breiðablik. Samningurinn gildir út tímabilið 2020


31.10.2017

Alexandra Jóhannsdóttir gengur til liðs við Breiðablik.

Alexandra Jóhannsdóttir skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Breiðablik. Alexandra er ungur og öflugur miðjumaður sem hefur leikið með Haukum og unglingalandsliðum Íslands,


27.10.2017

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gengur í raðir Blika

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur skrifað undir samning við Breiðablik. Það er mikil ánægja í Kópavoginum með þennan nýjasta liðsauka og bjóðum við Karólínu Leu hjartanlega velkomna í grænu treyjuna og óskum henni velfarnaðar hjá okkur á komandi árum.


17.10.2017

Fjolla Shala framlengir samning sinn

Fjolla Shala hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik. Samningurinn gildir til þriggja ára. Fjolla kom til félagsins haustið 2011 og hefur því verið hjá okkur í 6 ár.


11.10.2017

Þorsteinn þjálfar Blikastelpur áfram

Breiðablik og Þorsteinn Halldórsson hafa framlengt samning Þorsteins við félagið um þjálfun meistaraflokks kvenna. Samningurinn gildir út tímabilið 2019.


27.02.2017

Leitum að fólki til að taka þátt í frábærum félagsskap

Langar þig að taka þátt í frábærum félagsskap? Meistaraflokksráð kvenna hjá Breiðablik leitar að áhugasömum einstaklingum til að koma að starfinu og hjálpa til við að viðhalda félaginu á toppnum þar sem það hefur verið frá upphafi.


08.02.2017

Berglind með samning

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gert þriggja ára samning við Berglindi Baldursdóttur. Berglind sem er á 17 ári kom til okkar í fyrra frá KA og spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki með Augnblik síðasta sumar.


15.01.2017

Góður sigur á Stjörnunni

Blikastelpurnar unnu góðan 4:1 sigur á Stjörnunni á Faxaflóamótinu í knattspyrnu í Fífunni í gær. Stjarnan komst að vísu yfir í fyrri hálfleik 0:1 og þannig var staðan í leikhléi. Okkar stúlkur fóru hins vegar á kostum í síðari hálfleik og skoruðu fjögur flott mörk og tóku þannig forystu á mótinu.


06.01.2017

Ásta Eir framlengir við Blika

Knattspyrnukonan snjalla Ásta Eir Árnadóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks um þrjú ár.


05.01.2017

Guðrún gerir nýjan 3 ára samning

Varnarmaðurinn snjalli Guðrún Arnardóttir hefur gert nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


04.01.2017

Andrea Rán með nýjan samning

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


23.12.2016

JÓLAKVEÐJA 2016

Jólakveðja stuðningsmannavefs meistaraflokka Breiðabliks 2016


22.12.2016

Daniela Dögg Guðnadóttir með 3 ára samning

Breiðablik hefur samið við Danielu Dögg Guðnadóttur til þriggja ára. Daniela er fædd árið 2000 og hefur alist upp í Breiðablik frá unga aldri. Hún er duglegur leikmaður, býr yfir góðum hraða og getur spilað bæði í sókn og vörn.


19.12.2016

María Björg Fjölnisdóttir með 3 ára samning

Breiðablik hefur samið við Maríu Björg Fjölnisdóttur til þriggja ára. María er öflugur leikmaður fædd árið 2000, hún er hægri fótar miðjumaður sem einnig getur spilað í vörn.


16.12.2016

Fanney Einarsdóttir með 3 ára samning

Breiðablik hefur samið við Fanney Einarsdóttur til þriggja ára. Fanney er öflugur leikmaður fædd 1999. Hún getur spilað á miðju, köntum og í bakverði.


13.12.2016

Helga Marie Gunnarsdóttir með 3 ára samning

Breiðablik hefur samið við Helgu Marie Gunnarsdóttur til þriggja ára. Helga Marie sem er fædd árið 1999, er duglegur leikmaður sem getur leyst flestar stöður á vellinum vel.


11.12.2016

Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir með 3 ára samning

Breiðablik og Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir hafa skrifað undir þriggja ára samning.


10.12.2016

Hallbera til Djurgården

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Djurgården í Svíþjóð hafa komist að samkomulagi um vistaskipti Hallberu Guðnýjar Gísladóttur.


08.12.2016

Birgitta Sól Eggertsdóttir með 3 ára samning

Breiðablik og Birgitta Sól Eggertsdóttir hafa skrifað undir 3 ára samning, Birgitta er fædd 1998 og er mjög efnilegur markmaður. Birgitta lék alla leiki í byrjunarliði Augnabliks sumarið 2016 og stóð sig með mikilli prýði.


15.11.2016

Andri Rafn og Hallbera best í meistaraflokkunum

Andri Rafn Yeoman og Hallbera Gísladóttir voru útnefnd bestu leikmenn meistaraflokka Breiðabliks á síðasta keppnistímabili. Þetta var tilkynnt á lokahófi meistaraflokkanna sem haldið var í veislusalnum í Smáranum á laugardaginn þ.e. 12. nóvember.


11.11.2016

Svava Rós með nýjan samning

Svava Rós Guðmundsdóttir hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við Breiðablik. Svava kom til okkar fyrir tveimur árum og hefur verið lykilmaður í liðinu síðan þá.


11.11.2016

Sandra Sif komin heim

Það er okkur sönn ánægja að skýra frá því að Sandra Sif Magnúsdóttir hefur skrifað undir 2 ára samning við Breiðablik.


03.11.2016

Fríða aftur í Val

Ágætu Blikar Málfríður Erna Sigurðardóttir hefur ákveðið að færa sig um set og klára ferilinn sinn hjá uppeldisfélagi sínu á Hlíðarenda.


02.11.2016

Heiðdís í Breiðablik

Ágætu Blikar, meistaraflokkur kvenna fékk í dag góðan liðsstyrk þegar varnarmaðurinn öflugi Heiðdís Sigurjónsdóttir úr Selfossliðinu skrifaði undir 3 ára samning við Breiðabliksliðið.


11.10.2016

Rosengard - Breiðablik í beinni

Rosengård stendur fyrir beinni útsendingu á leiknum á morgun.


11.10.2016

Hildur Antonsdóttir með nýjan þriggja ára samning

Miðjumaðurinn öflugi Hildur Antonsdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks.


05.10.2016

Blikar bitu vel frá sér!

Blikastúlkurnar geta verið stoltar eftir 0:1 tap gegn einu sterkasta kvennaliði Evrópu, Rosengard frá Svíþjóð í Evrópukeppni meistaraliða. Sænska liðið var reyndar mun sterkara í fyrri hálfleik og uppskar mark fljótlega í leiknum. Blikastúlkurnar báru of mikla virðingu fyrir stórstjörnum til að byrja með en í síðari hálfleik byrjuðu þær að bíta frá sér.


04.10.2016

Breiðablik - Rosengard á morgun

Á morgun miðvikudag kl. 15:30 fer fram stórleikur á Kópavogsvelli þegar Breiðablik tekur á móti Rosengard frá Svíþjóð í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það er óhætt að segja að þetta sé stórviðburður því í liði Rosengard leikur meðal annarra hin brasilíska Marta sem er af flestum talin besti leikmaður allra tíma í kvennaboltanum og hefur verið líkt við hinn goðsagnakennda Pele.


24.09.2016

Engin afgangur!

Blikar unnu mikilvægan 2:0 sigur á fallliði Skagakvenna. Ekki var neinn glæsibragur yfir sigrinum og geta Blikakonur þakkað krafti og dugnaði varamannsins Esterar Rósar Arnarsdóttir að við náðum að brjóta ísinn skömmu fyrir leikslok.


10.09.2016

Stjarnan - Breiðablik

Mikil spenna ríkti fyrir leik Stjörnunnar og Breiðabliks sem fór fram í dag en fyrir leikinn var Stjarnan í fyrsta sæti með 37 stig en Blikar í því öðru með 35 stig. Blikar hafa unnið Stjörnuna í síðustu deildarleikjum ásamt því að vinna þær í Garðabænum í undanúrslitum Borgunarbikarsins.


07.09.2016

Örugg 3 stig og spennan magnast

Í dag tóku stelpurnar okkar á móti eyjastúlkum. Þetta er þriðji leikur þessa liða í sumar en við munum vel eftir öruggum sigri okkar í bikarúrslitaleik í ágúst og einnig vannst góður útisigur í eyjum í lok júní. Steini gerði eina breytingu á byrjunarliðinu frá síðasta leik en Berglind kom aftur í inn og Esther Rós fékk sér sæti á tréverkinu.


30.08.2016

Blikar í 32-liða úrslit í Meistaradeild UEFA

Meistaraflokkur Breiðabliks er kominn í 32-liða úrslit í Meistaradeild UEFA eftir að hafa unnið sinn riðil í Cardiff í síðustu viku.


18.08.2016

Hákon Sverrisson ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks

Hákon Sverrisson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks. Hann tekur við starfinu af Daða Rafnssyni og Kristófer Sigurgeirssyni sem sinntu starfinu á síðastliðnu keppnistímabili.


17.08.2016

Jafntefli fyrir norðan

Akureyri bauð upp á fullkomið fótboltaveður, logn, skýjað og 20 gráður.


12.08.2016

Bikarinn í bæinn aftur

Breiðablik varð Borgunarbikarmeistari kvenna í ellefta sinn þegar liðið lagði ÍBV örugglega að velli 3:1 á Laugardalsvelli í gær.


10.08.2016

Breiðablik - ÍBV úrslitaleikur Borgunarbikarsins

Úrslitaleikur Borgunarbikarsins fer fram á Laugardalsvelli næsta föstudag kl. 19:15.


05.08.2016

Tvö töpuð stig gegn Selfossi

Það vantaði ekki blíðuna á Kópavogsvelli í kvöld þegar spútniklið Selfoss kom í heimsókn til okkar Blika. Sólskin og rjómablíða, hitinn rétt tæplega 15 gráður og grænir fánar Breiðabliks blöktu tignarlega við áhorfendum. Stemmingin fyrir leikinn var lágstemmd, tónlistin í takt við veðrið, rjómablíð. En það færðist fljótlega fjör í leikinn. Stelpurnar okkar voru gríðarlega ákveðnar enda stutt í Stjörnustelpur og mikilvægt að halda haus, hvert einasta stig telur!


28.07.2016

Hildur Antonsdóttir í Breiðablik

Hildur Antonsdóttir hefur gengið til liðs við Breiðablik en hún kemur til félagsins frá Val.


26.07.2016

3 góð stig í safnið eftir sigur á KR stúlkum

Stelpurnar fóru í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld til að sækja þrjú stig. Steini gerði tvær breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik því þær Andrea Rán og Guðrún Arnars eru farnar til náms í Bandaríkjunum og komu þær Ingibjörg Sig og Oliva Chance í þeirra stað.


22.07.2016

Komnar í bikarúrslitaleik eftir góðan sigur á Stjörnunni .

Það var boðið upp á frábæran fótboltaleik við góðar aðstæður í Garðabæ í kvöld.


19.07.2016

Grátlegt jafntefli á móti Val

Það var ágætis veður þegar Blikar mættu Val á Kópavogsvelli í kvöld. Völlurinn blautur sem bauð bara uppá hraðari bolta. Blikarstelpur, sem voru komnar í annað sæti eftir sigur Stjörnunnar á FH í gær, ætluðu sér að sjálfsögðu að endurheimta toppsætið.


19.07.2016

Olivia Chance í Breiðablik

Breiðablik hefur samið við nýsjálenska leikmanninn Oliviu Chance um að leika með liðinu út leiktíðina. Olivia hefur undanfarið spilað með South Florida Bulls í Bandaríska háskólaboltanum við góðan orðstý. Í heimalandinu spilaði hún fyrir Claudelands Rovers, en hún á einnig fjölda landsleikja með unglingaliðum Nýja Sjálands og A-landsliði.


18.07.2016

Berglind Björg aftur í Breiðablik

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Fylkir og Breiðablik hafa komist að samkomulagi um félagsskipti Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur í Breiðablik. Berglind skrifaði undir 3 ára samning og mun taka þátt í harðri keppni okkar sem framundan er á öllum vígstöðvum, deild, bikar og Evrópu.


06.07.2016

Ekkert mark er nógu stórt!

Blikastelpur tóku á móti nágrönnum sínum í HK/Víking í 8 liða úrslitum í Borgunarbikarnum í gærkveldi á Kópavogsvelli. Byrjunarlið Blika var hefðbundið fyrir utan að Fanndís Friðriks var í leikbanni vegna Rauðs spjalds sem hún fékk í 16 liða úrslitum á móti Keflavík. En liðið var þannig skipað: Sonný Lára Ásta-Guðrún-Fríða-Hallbera Fjolla-Andrea-Rakel Arna Dís-Esther-Svava Rós


28.06.2016

Toppbaráttan heldur áfram

Stelpurnar okkar fara til Vestmannaeyja á morgun og mæta ÍBV í 6. umferð Pepsí-deild kvenna


25.06.2016

Góð ferð í Árbæinn

Blikastelpur gerðu góða ferð í Árbæinn þar sem þær mættu Fylki í 5. umferð Pepsí-deildar kvenna. Fyrir leikinn voru þær í öðru sæti á eftir Stjörnunni með 8 stig.