BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

01.02.2018

Ásta Eir framlengir

Ásta Eir Árnadóttir hefur skrifað undir nýjan samning til þriggja ára við Breiðablik.


01.02.2018

Ásta Eir framlengir

Ásta Eir Árnadóttir hefur skrifað undir nýjan samning til þriggja ára við Breiðablik.


28.01.2018

Agla María snýr heim

Hin unga og efnilega landsliðskona, Agla María Albertsdóttir, hefur gert tveggja ára samning við Breiðablik


11.01.2018

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir gengur til liðs við Blika

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur skrifað undir samning við Breiðablik.


03.01.2018

Markvörðurinn efnilegi Telma Ívarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning

Markvörðurinn efnilegi Telma Ívarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir til þriggja ára


14.12.2017

Sandra Sif framlengir

Sandra Sif Magnúsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir út tímablið 2020


11.12.2017

Sonný Lára skrifar undir nýjan samning

Besti markvörður Íslands, Sonný Lára Þráinsdóttir, hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik.


11.12.2017

Ingibjörg Sigurðardóttir til Djurgarden

Ingibjörg Sigurðardóttir hefur gert samning við Djurgarden í Svíþjóð um að spila með félaginu næstu 2 árin


29.11.2017

Fjolla Shala spilaði í sigri Kosovó

Kosovó og Svartfjallaland áttust við í vináttuleik síðastliðinn sunnudag þar sem Fjolla Shala spilaði sinn fyrsta leik fyrir Kosovo.


29.11.2017

Guðrún Gyða Haralz framlengir

Guðrún Gyða Haralz hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir til þriggja ára.


28.11.2017

Rakel Hönnudóttir til LB07

Breiðablik og LB07 í Svíþjóð hafa komist að samkomulagi um félagsskipti Rakelar Hönnudóttur til LB07 í Svíþjóð.


23.11.2017

Fjolla Shala valin í landslið Kosovo

Fjolla Shala hefur verið valin í hið nýstofnaða landslið Kosovo. Hún mun spila vináttuleik á móti Svartfjallalandi og fer leikurinn fram á ólympíuleikvanginum í Mitrovica þann 26 nóvember.


19.11.2017

Breiðablik hefur samið við tvo unga leikmenn.

Breiðablik hefur samið við tvo unga leikmenn þær Hildi Þóru Hákonardóttir og Kristjönu Rún Kristjánsdóttir Sigurz.


17.11.2017

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen framlengir.

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur skrifað undir nýjan samning til þriggja ára.


16.11.2017

Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir með nýjan samning.

Markmaðurinn knái, Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir, hefur gert nýjan samning við Breiðablik. Samningurinn gildir út árið 2020.


09.11.2017

Kristín Dís Framlengir

Kristín Dís Árnadóttir hefur gert nýjan þriggja ára samning við Breiðablik


08.11.2017

Selma Sól Magnúsdóttir framlengir við Blika

Selma Sól Magnúsdóttir hefur gert nýjan samning við Breiðablik. Samningurinn gildir út tímabilið 2020


31.10.2017

Alexandra Jóhannsdóttir gengur til liðs við Breiðablik.

Alexandra Jóhannsdóttir skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Breiðablik. Alexandra er ungur og öflugur miðjumaður sem hefur leikið með Haukum og unglingalandsliðum Íslands,


27.10.2017

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gengur í raðir Blika

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur skrifað undir samning við Breiðablik. Það er mikil ánægja í Kópavoginum með þennan nýjasta liðsauka og bjóðum við Karólínu Leu hjartanlega velkomna í grænu treyjuna og óskum henni velfarnaðar hjá okkur á komandi árum.


17.10.2017

Fjolla Shala framlengir samning sinn

Fjolla Shala hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik. Samningurinn gildir til þriggja ára. Fjolla kom til félagsins haustið 2011 og hefur því verið hjá okkur í 6 ár.


11.10.2017

Þorsteinn þjálfar Blikastelpur áfram

Breiðablik og Þorsteinn Halldórsson hafa framlengt samning Þorsteins við félagið um þjálfun meistaraflokks kvenna. Samningurinn gildir út tímabilið 2019.


27.02.2017

Leitum að fólki til að taka þátt í frábærum félagsskap

Langar þig að taka þátt í frábærum félagsskap? Meistaraflokksráð kvenna hjá Breiðablik leitar að áhugasömum einstaklingum til að koma að starfinu og hjálpa til við að viðhalda félaginu á toppnum þar sem það hefur verið frá upphafi.


08.02.2017

Berglind með samning

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gert þriggja ára samning við Berglindi Baldursdóttur. Berglind sem er á 17 ári kom til okkar í fyrra frá KA og spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki með Augnblik síðasta sumar.


15.01.2017

Góður sigur á Stjörnunni

Blikastelpurnar unnu góðan 4:1 sigur á Stjörnunni á Faxaflóamótinu í knattspyrnu í Fífunni í gær. Stjarnan komst að vísu yfir í fyrri hálfleik 0:1 og þannig var staðan í leikhléi. Okkar stúlkur fóru hins vegar á kostum í síðari hálfleik og skoruðu fjögur flott mörk og tóku þannig forystu á mótinu.


06.01.2017

Ásta Eir framlengir við Blika

Knattspyrnukonan snjalla Ásta Eir Árnadóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks um þrjú ár.


05.01.2017

Guðrún gerir nýjan 3 ára samning

Varnarmaðurinn snjalli Guðrún Arnardóttir hefur gert nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


04.01.2017

Andrea Rán með nýjan samning

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


23.12.2016

JÓLAKVEÐJA 2016

Jólakveðja stuðningsmannavefs meistaraflokka Breiðabliks 2016


22.12.2016

Daniela Dögg Guðnadóttir með 3 ára samning

Breiðablik hefur samið við Danielu Dögg Guðnadóttur til þriggja ára. Daniela er fædd árið 2000 og hefur alist upp í Breiðablik frá unga aldri. Hún er duglegur leikmaður, býr yfir góðum hraða og getur spilað bæði í sókn og vörn.


19.12.2016

María Björg Fjölnisdóttir með 3 ára samning

Breiðablik hefur samið við Maríu Björg Fjölnisdóttur til þriggja ára. María er öflugur leikmaður fædd árið 2000, hún er hægri fótar miðjumaður sem einnig getur spilað í vörn.


16.12.2016

Fanney Einarsdóttir með 3 ára samning

Breiðablik hefur samið við Fanney Einarsdóttur til þriggja ára. Fanney er öflugur leikmaður fædd 1999. Hún getur spilað á miðju, köntum og í bakverði.


13.12.2016

Helga Marie Gunnarsdóttir með 3 ára samning

Breiðablik hefur samið við Helgu Marie Gunnarsdóttur til þriggja ára. Helga Marie sem er fædd árið 1999, er duglegur leikmaður sem getur leyst flestar stöður á vellinum vel.


11.12.2016

Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir með 3 ára samning

Breiðablik og Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir hafa skrifað undir þriggja ára samning.


10.12.2016

Hallbera til Djurgården

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Djurgården í Svíþjóð hafa komist að samkomulagi um vistaskipti Hallberu Guðnýjar Gísladóttur.


08.12.2016

Birgitta Sól Eggertsdóttir með 3 ára samning

Breiðablik og Birgitta Sól Eggertsdóttir hafa skrifað undir 3 ára samning, Birgitta er fædd 1998 og er mjög efnilegur markmaður. Birgitta lék alla leiki í byrjunarliði Augnabliks sumarið 2016 og stóð sig með mikilli prýði.


15.11.2016

Andri Rafn og Hallbera best í meistaraflokkunum

Andri Rafn Yeoman og Hallbera Gísladóttir voru útnefnd bestu leikmenn meistaraflokka Breiðabliks á síðasta keppnistímabili. Þetta var tilkynnt á lokahófi meistaraflokkanna sem haldið var í veislusalnum í Smáranum á laugardaginn þ.e. 12. nóvember.


11.11.2016

Svava Rós með nýjan samning

Svava Rós Guðmundsdóttir hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við Breiðablik. Svava kom til okkar fyrir tveimur árum og hefur verið lykilmaður í liðinu síðan þá.


11.11.2016

Sandra Sif komin heim

Það er okkur sönn ánægja að skýra frá því að Sandra Sif Magnúsdóttir hefur skrifað undir 2 ára samning við Breiðablik.


03.11.2016

Fríða aftur í Val

Ágætu Blikar Málfríður Erna Sigurðardóttir hefur ákveðið að færa sig um set og klára ferilinn sinn hjá uppeldisfélagi sínu á Hlíðarenda.


02.11.2016

Heiðdís í Breiðablik

Ágætu Blikar, meistaraflokkur kvenna fékk í dag góðan liðsstyrk þegar varnarmaðurinn öflugi Heiðdís Sigurjónsdóttir úr Selfossliðinu skrifaði undir 3 ára samning við Breiðabliksliðið.


11.10.2016

Rosengard - Breiðablik í beinni

Rosengård stendur fyrir beinni útsendingu á leiknum á morgun.


11.10.2016

Hildur Antonsdóttir með nýjan þriggja ára samning

Miðjumaðurinn öflugi Hildur Antonsdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks.


05.10.2016

Blikar bitu vel frá sér!

Blikastúlkurnar geta verið stoltar eftir 0:1 tap gegn einu sterkasta kvennaliði Evrópu, Rosengard frá Svíþjóð í Evrópukeppni meistaraliða. Sænska liðið var reyndar mun sterkara í fyrri hálfleik og uppskar mark fljótlega í leiknum. Blikastúlkurnar báru of mikla virðingu fyrir stórstjörnum til að byrja með en í síðari hálfleik byrjuðu þær að bíta frá sér.


04.10.2016

Breiðablik - Rosengard á morgun

Á morgun miðvikudag kl. 15:30 fer fram stórleikur á Kópavogsvelli þegar Breiðablik tekur á móti Rosengard frá Svíþjóð í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það er óhætt að segja að þetta sé stórviðburður því í liði Rosengard leikur meðal annarra hin brasilíska Marta sem er af flestum talin besti leikmaður allra tíma í kvennaboltanum og hefur verið líkt við hinn goðsagnakennda Pele.


24.09.2016

Engin afgangur!

Blikar unnu mikilvægan 2:0 sigur á fallliði Skagakvenna. Ekki var neinn glæsibragur yfir sigrinum og geta Blikakonur þakkað krafti og dugnaði varamannsins Esterar Rósar Arnarsdóttir að við náðum að brjóta ísinn skömmu fyrir leikslok.


10.09.2016

Stjarnan - Breiðablik

Mikil spenna ríkti fyrir leik Stjörnunnar og Breiðabliks sem fór fram í dag en fyrir leikinn var Stjarnan í fyrsta sæti með 37 stig en Blikar í því öðru með 35 stig. Blikar hafa unnið Stjörnuna í síðustu deildarleikjum ásamt því að vinna þær í Garðabænum í undanúrslitum Borgunarbikarsins.


07.09.2016

Örugg 3 stig og spennan magnast

Í dag tóku stelpurnar okkar á móti eyjastúlkum. Þetta er þriðji leikur þessa liða í sumar en við munum vel eftir öruggum sigri okkar í bikarúrslitaleik í ágúst og einnig vannst góður útisigur í eyjum í lok júní. Steini gerði eina breytingu á byrjunarliðinu frá síðasta leik en Berglind kom aftur í inn og Esther Rós fékk sér sæti á tréverkinu.


30.08.2016

Blikar í 32-liða úrslit í Meistaradeild UEFA

Meistaraflokkur Breiðabliks er kominn í 32-liða úrslit í Meistaradeild UEFA eftir að hafa unnið sinn riðil í Cardiff í síðustu viku.


18.08.2016

Hákon Sverrisson ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks

Hákon Sverrisson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks. Hann tekur við starfinu af Daða Rafnssyni og Kristófer Sigurgeirssyni sem sinntu starfinu á síðastliðnu keppnistímabili.


17.08.2016

Jafntefli fyrir norðan

Akureyri bauð upp á fullkomið fótboltaveður, logn, skýjað og 20 gráður.


12.08.2016

Bikarinn í bæinn aftur

Breiðablik varð Borgunarbikarmeistari kvenna í ellefta sinn þegar liðið lagði ÍBV örugglega að velli 3:1 á Laugardalsvelli í gær.


10.08.2016

Breiðablik - ÍBV úrslitaleikur Borgunarbikarsins

Úrslitaleikur Borgunarbikarsins fer fram á Laugardalsvelli næsta föstudag kl. 19:15.


05.08.2016

Tvö töpuð stig gegn Selfossi

Það vantaði ekki blíðuna á Kópavogsvelli í kvöld þegar spútniklið Selfoss kom í heimsókn til okkar Blika. Sólskin og rjómablíða, hitinn rétt tæplega 15 gráður og grænir fánar Breiðabliks blöktu tignarlega við áhorfendum. Stemmingin fyrir leikinn var lágstemmd, tónlistin í takt við veðrið, rjómablíð. En það færðist fljótlega fjör í leikinn. Stelpurnar okkar voru gríðarlega ákveðnar enda stutt í Stjörnustelpur og mikilvægt að halda haus, hvert einasta stig telur!


28.07.2016

Hildur Antonsdóttir í Breiðablik

Hildur Antonsdóttir hefur gengið til liðs við Breiðablik en hún kemur til félagsins frá Val.


26.07.2016

3 góð stig í safnið eftir sigur á KR stúlkum

Stelpurnar fóru í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld til að sækja þrjú stig. Steini gerði tvær breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik því þær Andrea Rán og Guðrún Arnars eru farnar til náms í Bandaríkjunum og komu þær Ingibjörg Sig og Oliva Chance í þeirra stað.


22.07.2016

Komnar í bikarúrslitaleik eftir góðan sigur á Stjörnunni .

Það var boðið upp á frábæran fótboltaleik við góðar aðstæður í Garðabæ í kvöld.


19.07.2016

Grátlegt jafntefli á móti Val

Það var ágætis veður þegar Blikar mættu Val á Kópavogsvelli í kvöld. Völlurinn blautur sem bauð bara uppá hraðari bolta. Blikarstelpur, sem voru komnar í annað sæti eftir sigur Stjörnunnar á FH í gær, ætluðu sér að sjálfsögðu að endurheimta toppsætið.


19.07.2016

Olivia Chance í Breiðablik

Breiðablik hefur samið við nýsjálenska leikmanninn Oliviu Chance um að leika með liðinu út leiktíðina. Olivia hefur undanfarið spilað með South Florida Bulls í Bandaríska háskólaboltanum við góðan orðstý. Í heimalandinu spilaði hún fyrir Claudelands Rovers, en hún á einnig fjölda landsleikja með unglingaliðum Nýja Sjálands og A-landsliði.


18.07.2016

Berglind Björg aftur í Breiðablik

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Fylkir og Breiðablik hafa komist að samkomulagi um félagsskipti Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur í Breiðablik. Berglind skrifaði undir 3 ára samning og mun taka þátt í harðri keppni okkar sem framundan er á öllum vígstöðvum, deild, bikar og Evrópu.


06.07.2016

Ekkert mark er nógu stórt!

Blikastelpur tóku á móti nágrönnum sínum í HK/Víking í 8 liða úrslitum í Borgunarbikarnum í gærkveldi á Kópavogsvelli. Byrjunarlið Blika var hefðbundið fyrir utan að Fanndís Friðriks var í leikbanni vegna Rauðs spjalds sem hún fékk í 16 liða úrslitum á móti Keflavík. En liðið var þannig skipað: Sonný Lára Ásta-Guðrún-Fríða-Hallbera Fjolla-Andrea-Rakel Arna Dís-Esther-Svava Rós


28.06.2016

Toppbaráttan heldur áfram

Stelpurnar okkar fara til Vestmannaeyja á morgun og mæta ÍBV í 6. umferð Pepsí-deild kvenna


25.06.2016

Góð ferð í Árbæinn

Blikastelpur gerðu góða ferð í Árbæinn þar sem þær mættu Fylki í 5. umferð Pepsí-deildar kvenna. Fyrir leikinn voru þær í öðru sæti á eftir Stjörnunni með 8 stig.


30.05.2016

Styrktu Breiðablik með áskrift að EM í Frakklandi

EM 2016 hefst í Frakklandi 10. júní nk en áskrift að öllu mótinu kostar 6.900 krónur hjá Símanum. Hægt er að velja íþróttafélag til að styrkja um 500 krónur – styrkurinn kemur frá Símanum svo áskriftargjaldið hækkar ekki.


29.05.2016

Mikilvæg þrjú stig á Selfossi

Blikastelpur fóru austur fyrir fjall og mættu Selfossi í 4. umferð Pepsí-deildar kvenna. Það var mikið stuð á Selfossi þar sem ungmennafélag Selfoss var að halda uppá 80 ára afmæli sitt. Frítt var inn á völlinn, grillaðar pylsur og kaka í boði.


27.05.2016

Frítt á Selfoss - Breiðablik á morgun

Það eru veisluhöld á Selfossi á morgun í tilefni 80 ára afmælis Umf. Selfoss. Frítt á völlinn. kaffihlaðborð og grillaðar pylsur. Allir Blikar velkomnir. Leikurinn hefst kl. 16:00.


24.05.2016

Tvö stig út í veður og vind

Kári var í aðalhlutverki þegar meistaraflokkur kvenna gerði 1:1 jafntefli við Þór/KA á Kópavogsvelli á þriðjudagskvöld.


23.05.2016

Breiðablik - Þór/KA á Kópavogsvelli 24. maí kl 18:00

Blikastelpur sem gerðu 0 - 0 jafntefli við FH í síðustu umferð ætlar sér örugglega að gera betur á morgun þegar þær mæta sterku liði Þór/KA sem burstaði ÍA 4 - 0 í síðasta leik.


18.05.2016

Spilað á hálfum velli

Blikastelpur sóttu nýliða FH heim í Kaplakrika í kvöld og þrátt fyrir yfirburði inni á vellinum, höfðu þær ekki erindi sem erfiði. Lokastaðan var markalaust jafntefli í leik glataðra tækifæra Blikaliðsins og þar sem markvörður FH inga fór á kostum.


17.05.2016

FH - Breiðablik á Kaplakrika 18. maí kl 19:15

Blikastelpur fara á Kaplakrika og mæta FH stelpum í 2. umferð Pepsí-deildar kvenna.


11.05.2016

Blikastelpur heiðruðu minningu Valda vallarvarðar með góðum sigri á KR

Langþrá bið eftir fyrsta leik í Pepsí-deild kvenna var á enda þegar stelpurnar okkar tóku á móti KR í fyrsta leik Íslandsmótsins. Blikum er spáð sigri í deildinni í ár enda frábærlega mannaður hópur í sumar.


10.05.2016

Pepsi-deildin. Breiðablik - KR. Frítt in í boði Tengi og ÁF Hús ehf.

Breiðablik tekur á móti KR í Pepsi-deild kvenna á morgun klukkan 19:15 á Kópavogsvelli.


08.05.2016

Lágmynd af Valdimar Kristni Valdimarssyni afhjúpuð á Kópavogsvelli

Lágmyndin verður afhjúpuð miðvikudaginn 11. maí á Kópavogsvelli klukkan 18:30. Íslandsmeistarar Breiðabliks taka svo á móti KR í Pepsi-deild kvenna klukkan 19:15. Boðið verður upp á pylsur og skornar appelsínur að hætti Valda. Gefnir verða boltar og drykkjarbrúsar á meðan birgðir endast. Það er frítt inn á leikinn í boði Tengi og ÁF hús ehf.


05.05.2016

Blikar eru meistarar meistaranna

Sonný Lára Þráinsdóttir var hetja Breiðabliks sem vann í kvöld leikinn um hver væri meistarar meistaranna þar sem Íslandsmeistarar Breiðabliks mættu Borgunarbikarmeisturunum Stjörnunnar.


01.05.2016

Guðmundur Þórðarson og Ásta María Reynisdóttir tekin inn í ,,Frægðarhöll Breiðabliks” í knattspyrnu

Guðmundur Þórðarson og Ásta María Reynisdóttir voru í gær tekin inn í ,,Frægðarhöll Breiðabliks" í knattspyrnu.Guðmundur var fyrsti landsliðsmaður Breiðabliks í knattspyrnu og náði líka frábærum árangri sem þjálfari. Ásta var lengi leikmaður og fyrirliði meistaraflokks kvenna sem náði frábærum árangri. Hún átti einnig sæti í fyrsta landsliðshópi kvenna í knattspyrnu og spilaði marga landsleiki.


28.04.2016

Kynning: Blikaklúbburinn

Blikaklúbbur karla var stofnaður haustið 1993. Tilgangur hans er að styðja við bakið á meistaraflokki karla og kvenna meðal annars með því að standa fyrir öflugu stuðningsliði.


27.04.2016

Meistaraflokkur kvenna leikur til úrslita í Lengjubikarnum á laugardag

Blikastúlkur eru komnar í úrslitaleik Lengjubikarsins og leika til úrslita í Vestmannaeyjum næstkomandi laugardag (30.apríl) kl. 15.00.


05.03.2016

Þrjár efnilegar semja við Breiðablik

Knattspyrnudeild Breiðabliks gekk í dag frá samningum við þrjá unga og efnilega leikmenn. Kristínu Dís Árnadóttur og Guðrúnu Gyðu Haralz sem eru báðar fæddar árið 1999 og Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen sem er fædd árið 2000.


10.02.2016

Fimm Blikar valdir í A-landslið kvenna

Fimm blikar hafa verið valdir í A-landslið kvenna fyrir vináttulandsleik Íslands og Póllands sem fram fer 14.febrúar næstkomandi. Þetta eru þær Andrea Rán Hauksdóttir, Guðrún Arnardóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Sonný Lára Þráinsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir.


18.01.2016

Getraunaleikur Breiðabliks hefst þann 30. janúar 2016

Þann 30. janúar 2016 ætlum við að byrja getraunaleik Breiðabliks. Eins og áður verða flottir vinningar í boði en heildarverðmæti vinninga er um 500.000 kr. Auk þess eiga þeir sem senda seðlana sína alla leið áfram í getraunakerfi Íslenskra Getspár möguleika á að vinna milljónir í hverrir viku. smile


13.01.2016

Meistaraflokkur kvenna flokkur ársins í Kópavogi

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hjá Blikum var útnefndur ,,flokkur ársins“ í Kópavogi á Íþróttahátíð Kópavogs fyrir skömmu. Hátíðin var mjög græn enda var tilkynnt um útnefningu á Fanndísi Friðríksdóttur sem Íþróttakonu Kópavogs við sama tilefni.


12.01.2016

Fanndís Íþróttakona Kópavogs 2015

Á hófi hjá Íþróttaráði Kópavogs í gær var tilkynnt að Fanndís Friðriksdóttir hefði verið útnefnd ,,Íþróttakona Kópavogs“ fyrir árið 2015.


23.12.2015

Jólakveðja knattspyrnudeildar Breiðabliks

Knattspyrnudeild Breiðabliks óskar öllum í Breiðabliksfjölskyldunni gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við þökkum skemmtilegt samstarf og frábæran árangur á árinu 2015 og bíðum spennt eftir að vinna með ykkur öllum á komandi árum.


18.12.2015

Samstarfssamningur knattspyrnudeildar Breiðabliks og Namo ehf endurnýjaður

Í dag var undirritaður nýr þriggja ára samstarfssamningur milli Namo ehf og knattspyrnudeildar Breiðabliks. Allir flokkar knattspyrnudeildar munu því áfram leika í Jako búningum næstu þrjú árin. Þetta eru frábærarar fréttir fyrir alla aðila sem tengjast félaginu þar sem samstarfið við Namo hefur verið mjög farsælt á undanförnum árum.


16.12.2015

Ásta Vigdís lánuð í ÍA

Markvörðurinn efnilegi Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir hefur verið lánuð til Pepsi-deildar liðsins ÍA. Hún framlengdi við sama tilefni samninginn við Breiðablik um eitt ár eða til ársins 2017. Ásta sem er 19 ára gömul þekkir vel til á Skaganum en hún lék með ÍA í Pepsi-deilinni árið 2014 og stóð sig vel.


15.12.2015

Telma Ívarsdóttir í Breiðablik

Telma Ívarsdóttir hefur skrifað undir samning við meistaraflokk kvenna í Breiðablik.


07.10.2015

Samið við Sonný og Ingibjörgu

Það er okkur mikið gleðiefni að tilkynna um að samningar við Sonný Láru og Ingibjörgu Sigurðar hafa verið endurnýjaðir. Báðar gera þær þriggja ára samninga við Breiðablik.


15.09.2015

Bikarinn í hásölum

Blikastúlkur fengu ÍBV í heimsókn síðastliðinn laugardag (12. september 2015) í síðustu umferð Pepsí-deildarinnar þetta árið. Fyrir leikinn voru Blikar búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en að sjálfsögðu var lagt upp með að sigra leikinn fyrir framan fjölmarga áhorfendur og taka svo við bikarnum fagra (og risastóra…).


07.09.2015

Breiðablik Íslandsmeistari!!

Stúlkurnar okkar sem sóttu Þór/KA heim í kvöld hófu leik til suðurs á móti sunnanblænum sem fór að margra mati heldur hratt yfir þennan mánudag


01.09.2015

Enn er beðið

Blikastúlkur mættu öfllugu Selfossliði á Jáverkvellinum í kvöld. Með sigri hefðu þær grænklæddu getað tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn eftirsótta en Selfyssingar voru ekki á þeim buxunum að horfa upp á okkar lið fagna á sínum heimavelli.


25.08.2015

Ekki búið fyrr en feita konan syngur!

Það var einmunablíða í Kópavogi í kvöld þegar stelpurnar okkar tóku á móti Val í Pepsí-deildinni. Stuðningsmenn voru enn í sigurvímu eftir leikina gegn Stjörnunni bæði hjá strákunum og stelpunum og sjálfsagt hefur það sama verið uppi á teningnum hjá leikmönnunum okkar.


21.08.2015

Risa skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum

Blikastelpur tóku risa skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með frábærum 1 – 0 sigri á Stjörnunni og styrktu stöðu sína á toppinum.


11.08.2015

Öruggur sigur á Fylki

Topplið Breiðabliks mætti ekki mikilli mótspyrnu þegar Fylkiskonur komu í heimsókn í Kópavoginn. Leikurinn var ójafn frá upphafi til enda og lokatölurnar 3-0 í lægri kantinum miðað við færin.


28.07.2015

KR ekki fyrirstaða

Blikastúlkur sóttu KR heim fyrr í kvöld í 12. umferð Pepsí deildarinnar. Fyrir leikinn var Breiðablik efst í deildinni með 31 stig og 32 - 2 í markamun, en KR með sex stig og 9 - 25 í markamun. Fyrri leik liðanna lauk óvænt með 1-1 jafntefli en þá náði Breiðablik að jafna á 87. mínútu leiksins. Eru það einu stigin sem Blikastúlkur hafa tapað á Íslandsmótinu í sumar.


21.07.2015

Mikilvægur sigur á Aftureldingu

Blikastelpur tóku á móti Aftureldingu á Kópavogsvelli í flottu veðri í kvöld. Fyrir leikinn voru Blikar efstar með fjögur stig á Stjörnuna en Afturelding sat á botninum.


14.07.2015

Sigur á Þrótti í Laugardalnum

Það var fallegt veður í Laugardalnum þegar Blikastelpur mættu Þrótti, logn og smá blautt. Fyrri leik þessara liða, sem fór fram á Kópavogsvelli, lauk með sigri Breiðabliks 5 – 0.


09.07.2015

ÍBV – Breiðablik

Blikastelpur mættu ÍBV miðvikudaginn 8 júlí á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.


24.06.2015

Baráttusigur á öflugu Selfossliði

Það var fallegur dagur á Kópavogsvelli í gærkvöldi, milt og gott veður og toppslagur í Pepsídeildinni á milli Breiðabliks og Selfoss. Ein breytng var gerð á byrjunarliði Blika frá Valssigrinum í síðustu viku. Fjolla Shala fór á bekkinn en inn kom Ásta Eir. En að öðru leit var uppstillingin hefðbundin, Sonný í markinu, Hallbera, Málfríður, Guðrún og Ásta í vörninni, Rakel, Andrea og Jóna á miðjunni og síðan Svava, Fanndís og Telma frammi.


17.06.2015

Valur - Breiðablik

Það má með sanni segja að leikurinn hafi farið fjörlega af stað. Strax á 5 mínútu komust Blikastúlkur yfir með glæsilegu skallamarki frá Jónu Kristínu Hauksdóttur.


10.06.2015

Ein fyrir allar, allar fyrir eina

Það var ekki laust við smá spennu í maganum fyrir leik Breiðabliks og Stjörnunnar í kvöld. Liðin mættust á föstudag í bikarnum og þar hafði Stjarnan nauman sigur. Það var því hárréttur tími að hefna fyrir það í dag og rúlla þeim upp í deildinni.


09.06.2015

Breiðablik - Stjarnan á þriðjudag kl. 19.15 á Kópavogsvelli

Einn allra stærsti heimaleikur ársins hjá Blikum er á morgun, þriðjudaginn 9. júní kl.19.15.