BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Golfmót Breiðabliks 2023 - UPPSELT

06.07.2023 image

18. Breiðablik Open golfmót knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldið föstudaginn 18. ágúst n.k. og hefst kl.13:00. 
Mótið fer að venju fram á golfvellinum að Efra Seli við Flúðir og má reikna með að uppselt verði í mótið eins og undanfarin ár.

Ræst verður af af öllum teigum.(Mæting í skála 12:15)
Leikinn verður höggleikur og punktakeppni í karla- og kvennaflokki og verðlaun verða sem hér segir;

   - Höggleikur - verðlaun fyrir 3 efstu í karla- og kvennaflokki.

   - Punktakeppni - verðlaun fyrir 3 efstu í karla- og kvennaflokki.

   - Nándarverðlaun - á öllum par 3 holum.

   - Verðlaun - fyrir lengsta teighögg karla og kvenna (á braut).

   - Dregið úr skorkortum.

Hámarksforgjöf er 24 í karlaflokki og 30 í kvennaflokki.

image

Verðlaunaafhending fer fram yfir málsverði, strax að móti loknu.
Þáttökugjald er ÓBREYTT frá í fyrra, kr. 6.940 og er málsverður innifalinn ( Pizza hlaðborð )

UPPSELT er í mótið en tekið er á móti skráningum á biðlista á netfanginu: olibjoss(hja)gmail.com
Í póstinum þarf að koma fram nafn þátttakanda ásamt aðildarnúmeri hjá golfklúbbi, símanúmeri og/eða netfangi.

- Óskir um holl þurfa að berast tímanlega og í síðasta lagi fyrir 16.ágúst. Eftir það raðar mótsstjórn í holl og er sú röðun endanleg.

- Keppendur fá sendan hlekk til að skrá skor í mótakerfi GSÍ/Golfboxi.

Mótið er öllum opið og sem fyrr lofum við góðri skemmtun og ákjósanlegu veðri.

Áfram Breiðablik !

image

Til baka