BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Heiðdís Lillýardóttir til Basel!

02.02.2023 image

Breiðabliks og FC Basel 1893 hafa komist að samkomulagi um að varnarmaðurinn Heiðdís Lillýardóttir leiki með félaginu á komandi tímabili.

Heiðdís á að baki í 125 leiki með Breiðablik í öllum keppnum. Hún gekk til liðs við okkur Blika frá Selfossi fyrir tímabilið 2017 en þaðan kom hún frá Hetti á Egilsstöðum hvar hún er uppalin.

Við erum afar þakklát fyrir framlag Heiðdísar í grænu treyjunni og óskum henni alls hins besta á nýjum vettvangi!

Til baka