BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kvennakvöld Breiðabliks 18. febrúar

17.02.2023 image

Takið laugardaginn 18 febrúar frá kæru Blikakonur!

Um daginn frá 14:00-16:00 fer fram Árgangamót í Fífunni með glæsilegum vinningum.

Þær sem ætla að mæta á Kvennakvöld fá sjálfkrafa þátttökurétt í Árgangamótinu. Skráning hér 

Kvennakvöldið fer svo fram í Smáranum og er miðaverði stillt í hóf eða 9.500 kr. Innifalið er fordrykkur, skemmtiatriði, glæsilegur matseðill o.fl.

Miðasala á tix.is

Húsið opnar 18:30 og er fordrykkur í boði.

Veislustjóri Kvennakvöldsins er útvarps og sjónvarpskonan Ósk Gunnars.

Glæsilegir smáréttir á borðum matreiddir af landsliðskokki og frábær skemmtiatriði.

Teljum í hópsöng með Völu Eiríks áður en að Herra Hnetusmjör stígur á svið.

DJ Enrigue tekur svo við og heldur upp stuði og stemmingu á dansgólfinu.

Að auki verður glæsilegt happdrætti með frábærum vinningum til styrktar MFL KVK.

Aldurstakmark er 18 ár

Nefndin

image

Það var fjölmenn æfing hjá Blikakonum í Fífunni í vikunni. Þetta eru gamlar kempur ásamt konum sem hafa tengingu við félagið. Stífar æfingar fyrir árgangamót þann 18. febrúar næstkomandi.

Til baka