BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Telma Ívars gerir samning út árið 2025

10.02.2023 image

Færum ykkur þær gleðifréttir að Telma Ívars hefur skrifað undir framlengingu á samningi. Telma var valin í A landslið Íslands í fyrsta skipti í mars 2021 og hefur hún spilað einn A landslið leik fyrir Íslands hönd. En hún á einnig 9 leiki fyrir U19, 6 leiki fyrir U 17 og 11 leiki fyrir U16 ára landslið Íslands.

Telma hefur spilað 61 fyrir meistaraflokk kvenna frá árinu 2016 og þykir einn efnilegasti og besti markamaður Íslands.

Við hlökkum til að fylgast með Telmu á milli stanganna í Breiðabliks búningnum á næstu árum.

image

Til baka