BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sólveig komin heim

31.07.2023 image

Þær fréttir voru að berast að knattspyrnudeild Breiðabliks og Sólveig Larsen hafi skrifað undir samning sem gildir út árið 2024.

Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir okkur og það er tilhlökkunarefni að sjá Sólveigu aftur í grænu Breiðablikstreyjunni. 

Sólveig, sem er 22 ára kantmaður, á 68 mótsleiki að baki með Breiðabliki á árunum 2016 til 2019. Hún á 32 leiki með yngri landsliðum Íslands og einn leik með A landsliðinu. Nánar hér. 

Blikar eru mjög spenntir að fylgjast með Sólveigu vaxta og dafna í græna búningnum og Blikar.is óskar henni og félaginu til hamingju með samninginn.

Velkomin heim Sólveig!

Til baka