BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

UEFA Sambandsdeild 2025/26. Deildarkeppni. Breiðablik - Samsunspor

26.11.2025 image

Fjórði leikur Breiðabliks af sex í deildarkeppni Sambandsdeildar UEFA 2025 er gegn Samsunspor frá Tyrklandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn kl.20:00! 

Miðasala er á: Stubb. 

Sýn Sport sýnir leikinn. Útsending hefst kl.19:30!

Um Samsunspor

Félagið er þekkt sem „Rauðu eldingarnar“ og hefur í gegnum tíðina verið eitt af helstu táknum íþróttalífs í norðurhluta Tyrklands. Samsunspor var stofnað 30. júní 1965 sem knattspyrnudeild innan íþróttafélagsins Samsunspor. Liðið hóf keppni í 2. deild (nú TFF First League) tímabilið 1965–66. Fyrsti leikur var gegn Yeşildirek SK 5. september 1965. Árin eftir styrkti liðið stöðu sína í tyrkneskum fótbolta og komst í efstu deild, Süper Lig, ítrekað. Samsunspor hefur verið sjö sinnum hækkað upp í efstu deild og sjö sinnum fallið niður, sem er met í tyrkneskum fótbolta. Samsunspor leikur í rauðum og hvítum búningum. Samsunspor hefur verið í efstu deild í samtals 23 umferðir á toppnum og er í 11. sæti yfir stig í sögu Süper Lig. Samsunspor spilar í Süper Lig og er í hópi sterkustu liða Svartahafsins.

Evrópukeppnir

Saga Samsunspor í UEFA Evrópukeppnum er ekki löng. Liðið tekur þátt í Intertoto keppninni 1997/98 og spilar þá við m.a. við lið Leifturs frá Íslandi. Æeikið var í Tyrklandi 13. júlí 1997. Samsunspor vann leikinn 3:0. Fyrrum leikmenn Breiðabliks, Hajrudin Čardaklija og Rastislav Lazorik, spiluði leikinn gegn Samsunspor. Arnar Grétarsson var einnig leikmaður Leifturs en tók ekki þátt í leiknum þar sem gengið var frá vistaskiptum hans til AEK í Grikklandi í byrjun júlí 1997.

Núna, 28 árum síðar, er Samsunspor aftur að taka þátt Evrópukeppni. Byrjuðu á umspilsleik við Panathinaikos í Evrópudeildinni sem tapaðist, en Samsunspor hefur unnið fyrstu 3 leikina Sambandsdeildinni. Fyrst útileik gegn Legia Warsaw 1:0 og svo tvo 3:0 sigra heima gegn Dinamo Kyiv og Hamrun Spartans. 

Logi Tómasson spilar með Samsunspor. Logi gekk til liðs við félagið sumarið 2025.  

Evrópusaga Breiðabliks

image

Meistaraflokkur Breiðabliks 2025

Karlalið Breiðabliks hefur spilað 57 Evrópuleiki frá árinu 2010 til dagsins í dag gegn 28 evrópskum félagsliðum frá 23 löndum. Breiðabliksliðið hefur tekið þátt í öllum UEFA keppnum: Meistaradeild, Evrópudeild og Sambandsdeild.

Fyrsti Evrópuleikur liðsins var gegn Motherwell í Skotlandi 15. júlí 2010. Frá því hefur Breiðablik tekið þátt í UEFA Evrópukeppnum í 11 ár af 16 mögulegum - þar af 7 ár í röð. 

Leikurinn við Samsunspor á fimmtudaginn verður 58. UEFA Evrópuleikur karlaliðs Breiðabliks frá upphafi.

Þátttaka í Evrópumótum:

- Meistaradeild: 2025, 2023, 2011.

- Evrópudeild: 2025, 2023, 2020, 2019, 2016, 2013, 2010.

- Sambandsdeild: 2025, 2024, 2023, 2022, 2021.

Evrópuleikir Breiðabliks frá upphafi: 

image

EvrópuBlikar

Þrír leikmenn í núverandi leikmannahópi tóku þátt í fyrsta Evrópuleik karlaliðs Breiðabliks fyrir 15 árum. Þetta eru þeir Andri Rafn Yeoman, Kristinn Steindórsson og Kristinn Jónsson. Höskuldur Gunnlaugsson hefur verið duglegar að skora mörk í Evrópuleikjum, er með 12 mök, en markahrókurinn Kristinn Steindórsson var fyrstur núverandi leikmanna að skora mark fyrir blikaliðið í Evrópukeppni þegar hann skoraði seinna markið í 2:0 sigri á Rosenborg í undankeppni Meistaradeildar UEFA á Kópavogsvelli 20. júlí 2011. 

Evrópuleikir

image

Evrópu-leikmenn 2025

Dagskrá

Flautað verður til leiks gegn Samsunspor frá Tyrklandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn kl.20:00! 

Miðasala er á: Stubb. 

Dómarar eru frá Úkraínu. Aðaldómari er Denys Shurman. Aðstoðardómarar eru: Semen Shlonchak og Valentyn Kutsev. Fjórði dómari er: Klym Zabroda. Myndbandsherbergi: Viktor Kopiievskyi og Dmytro Panchyshyn.

Bein textalýsing UEFA

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

/PÓÁ

Til baka