Takk Damir Muminovic
26.12.2025
Varnarmaðurinn, tvöfaldi Íslandsmeistarinn og goðsögnin Damir Muminovic hefur ákveðið að elta spennandi tækifæri suður með sjó og reyna fyrir sér hjá vinum okkar í Grindavík. Þetta markar nýjan og áhugaverðan kafla í ferli Damirs sem hefur verið einn af burðarásum Blikaliðsins í rúman áratug.
Damir er næst leikjahæsti leikmaður Breiðabliks með 412 leiki, og hefur skorað í þeim 19 mörk frá því að hann kom til félagsins árið 2014. Það þarf vart að fara nánar út í hversu mikið Damir hefur gefið okkur Blikum — það vita allir sem koma að klúbbnum.
Á næsta ári hefst nýr kafli hjá Damir, þegar hann gengur til liðs við Grindvíkinga.
Við óskum honum innilega góðs gengis í þessu verkefni og segjum um leið: Takk fyrir allt, Damir!
Knattspyrnuferill Damirs
Damir byrjaði meistaraflokksferilinn hjá HK árið 2007, þá 17 ára gamall.
Meistarflokksleikir Evrópuleikurinn gegn Strasbourg 18. desember 2025 var 412. mótsleikur Damirs í Breiðablikstreyjunni.
Heildarleikjafjöldi hans með fjórum liðum í öllum keppnismótum eru nú 590 leikir, sem skiptast svona: A-deild: 280. B-deild: 36. C-deild: 9. D-deild: 25. Bikarkeppni: 37. Deildabikar: 101. Reykjavíkurmót: 3. Meistarkeppni: 2. Evrópuleikir: 48. Vormót: 35. DPMM (Singpúr): 14. Samtals: 590 mótsleikir.
Auk þess hefur Damir leikið 6 A-landsleiki fyrir Ísland.
Ferill með Breiðabliki
Viðurkenning 2025: 400 mótsleikir með Breiðabliki

Viðurkenning 2024: 350 mótsleikir með Breiðabliki

Viðurkenning 2022: 300 mótsleikir með Breiðabliki

Viðurkenning 2021: 250 mótsleikir með Breiðabliki

Viðurkenning 2019: 200 mótsleikir með Breiðabliki

Viðurkenning 2018: 150 mótsleikir með Breiðabliki

Viðurkenningarskjal 2017: 100 mótsleikir með Breiðabliki

/PÓÁ
"Eftir 12 ógleymanleg ár hjá félaginu er komið að því að kveðja. Þetta hefur verið ferðalag fullt af lærdómi, áskorunum, sigrum og minningum sem ég mun bera með mér alla tíð" skrifar Damir:
