BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kiddi Jóns framlengir

17.12.2025 image

Fréttaritari Breiðabliks með brjótandi fréttir frá Frakklandi

Hinn 35 ára gamli Kristinn Jónsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks. Kristinn var hluti af fyrsta Íslands-og bikarmeistaraliði Breiðabliks árin 2009 og 2010, áður en hann hélt erlendis þar sem hann lék sem atvinnumaður í Svíþjóð og Noregi. Kristinn sneri aftur í grænu treyjuna fyrir tímabilið 2024 og átti sinn þátt í Íslandsmeistaratitlinum sem vannst það ár. Alls hefur Kristinn leikið 281 leik fyrir Breiðablik og er sá 9. leikjahæsti í sögu karlaliðs félagsins.

Við óskum Kristni innilega til hamingju með nýja samninginn

Ferill

Kristinn sem er fæddur árið 1990 var einn þessum ungu og efnilegum drengjum sem tók við gunnfánanum í Blikaliðinu árið 2007-2008 þegar efnahagsþrengingar urðu þess valdandi að nánast eingöngu var veðjað á pilta alda upp hjá félaginu. 

Hann spilaði nokkra leiki árið 2007 en var síðan orðinn lykilmaður árið 2008. Það þarf vart að rifja upp að við unnum fyrsta bikarmeistaratitil félagsins árið 2009.

Og síðan fylgdi Íslandsmeistaratitillinn í kjölfarið árið 2010. Kristinn var algjör lykilmaður í að landa báðum þessum titlum.

Kristinn reyndi fyrir sér í atvinnumennsku í Skandinavíu

Í lok árs 2013 fór Kristinn til Brommapojkarna í Svíþjóð og spilaði með þeim sem lánsmaður frá Breiðabliki sumarið 2014. Eftir flott keppnistímabil með Blikum árið 2015 óskaði norska úrvalsdeildarliðið Sarpsborg 08 eftir starfskröftum Kristins. Kristinn spilaði í Noergi fram yfir mitt ár 2017. Það var mikil blóðtaka fyrir Blikaliðið að missa Kristinn enda var hann einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar sumarið 2015. Morgunblaðið valdi Kristinn leikmann ársins árið 2015. Það gladdi því margan Blikann í lok júlí 2017 að lesa þau frábæru tíðindi að Kristinn væri kominn frá Noregi til að leika með Breiðablikliðinu til loka keppnistímabilsins 2017, en Kiddi söðlaði um eftir það keppnistímabil og samdi við KR. Þar var hann sex keppnistímabil, spilaði 155 leiki og skorað 10 mörk sem með KR-liðinu. Kiddi Jóns: Hoppaði fram og til baka með þessa ákvörðun. 

image

Kristinn á að baki 281 keppnisleiki með Blikaliðinu og hefur skorað 20 mörk fyrir okkur. Hann er 6. leikjahæsti leikmaðurinn í núverandi leikmannahópi Blika. Kristinn hefur spilað 8 A landsleiki fyrir Íslands hönd og 33 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Viðurkenningar

Í bókinni Íslensk Knattspyrna 2015 birtist grein um vinstri bakvörðinn Kristinn Jónasson: "Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður Breiðabliks, gaf flestar stoðsendingar í úrvalsdeild karla 2015, alls 9 í 22 leikjum. Kristinn endaði þar með fjögurra ára einokun FH-inga og varð bæði fyrsti bakvörðurinn og fyrsti Blikinn sem leggur upp flest mörk í deildinni síðan var farið að taka stoðsendingarnar saman árið 1992. Öll fréttin.

Viðurkenning fyrir 100 mótsleiki með Breiðabliki í maí 2011.

Viðurkenning fyrir 200 mótsleiki með Blikum í júlí 2015.

2024: Viðurkenning fyrir 250 mótsleiki með Breiðabliki. 

Kristinn heldur áfram þar frá sem frá var horfið nú þegar hann er búinn að framlengja um eitt ár. Hann á 186 leiki að baki í efstu deild í grænu treyjunni - samtals 283 leiki í efstu deild með KR og Breiðabliki og er orðinn 11. leikjahæsti leikmaðurinn í sögu efstu deildar karla á Íslandi. Með leikjunum í Skandinavíu á Kiddi samtals 315 deildaleiki á ferlinum.

Það verður frábært að sjá þig á vellinum næsta sumar

PÓÁ

image

Til baka