BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

UEFA Sambandsdeild 2025/26. Deildarkeppni. Strabourg - Breiðablik

16.12.2025 image

Sjötti og síðasti leikur Breiðabliks í deildarkeppni Sambandsdeildar UEFA 2025/26 er gegn franska liðinu Strasbourg á þeirra heimavelli, Stade de la Meinau í Strasbourg, næstkomandi fimmtudag kl. 20:00.

SÝN Sport sýnir leikinn í beinni. Útsending hefst kl. 19:50.

Blikaliðið spilar á morgun sinn síðasta leik í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og síðasta keppnisleikinn á þessu ári. Lýkur liðið þar með mjög löngu keppnistímabili í annað sinna á þremur árum. Hópurinn fær kærkomið og verðskuldað frí eftir leikinn á morgun.

Æfingar hjá liðinu hefjast aftur í byrjun febrúar. Það kemur svo í ljós annað kvöld hvort næstu verkefni Blikaliðsins í febrúar verða umspilsleikir Sambandsdeildar UEFA 19./26. febrúar 2026 eða 1. umf. í Lengjubikar KSÍ 19. febrúar 2026, nema hvort tveggja verði raunin.

Blikar ætla sameinast á Arena til að horfa á leikinn. Tilboð á barnum að vanda og eldhúsið opið! Blikar koma ????

Stöðutaflan

Slóð í töfluna. Strasbourg er í efsta sæti og tveir andstæðingar okkar manna, Shakhtar og Samsunspor, eru í 2. og 5. sæti. Átta efstu liðin sleppa við umspilið í febrúar en liðin í sætum 9-24 fara í upspil. Okkar menn eru fyrir leikinn í 27. sæti og þurfa sigur til að eiga möguleika á að komast í 24. sætið eða ofar. 

Um andstæðinginn

image

RC Strasbourg Alsace - liðsmynd 2025/26

RC Strasbourg Alsace er eitt sögufrægasta knattspyrnufélag Frakklands, stofnað árið 1906 í hjarta Strasbourg í Alsace-héraði. Félagið leikur á Stade de la Meinau, vellinum sem hefur lengi verið tákn um órofa tengsl milli liðsins og samfélagsins. Nánar um sögu félagsins: The History of Racing Club de Strasbourg Alsace Liðið er þekkt fyrir bláa og hvíta litina, kraftmikla stuðningsmenn og einstaka blöndu franskra og þýskra áhrifa sem endurspegla sögu Alsace. Þessi menningarlegi tvíhyggjuarfur hefur mótað bæði sjálfsmynd félagsins og stemninguna á leikdögum.

Áfangar í sögu félagsins

  • Frakklandsmeistarar 1979

  • Þrír sigrar í Coupe de France

  • Fjórir titlar í Coupe de la Ligue

  • Bikarmeistarar 2019

Stuðningsmenn og menning

Strasbourg á einn tryggasta og háværasta stuðningsmannahóp Frakklands. Kop Strasbourg er þekktur fyrir sjónræna stemningu, söngva og óbilandi hollustu — og La Meinau er sjaldan þögul. Kop Strasbourg er stuðningsmannasvæði RC Strasbourg á Stade de la Meinau – hjarta stemmningarinnar hjá félaginu – staðsett í Vestur‑stúkunni (Tribune Ouest) á Meinau og er miðpunktur söngva, tromma, tifó‑uppákomna og almennrar stemmningar.

RC Strasbourg Alsace í Evrópukeppnum

RC Strasbourg Alsace hefur átt litríka og sveiflukennda sögu í Evrópukeppnum allt frá fyrstu þátttöku árið 1961. Félagið hefur mætt mörgum af stærstu liðum Evrópu og á að baki nokkra eftirminnilega sigra. Besti árangur liðsins kom í Intertoto Cup 1995, þar sem Strasbourg varð Evrópumeistari keppninnar. Liðið hefur einnig komist í 8-liða úrslit bæði í Fairs Cup og Evrópukeppni meistaraliða, auk þess að hafa lagt stórlið eins og Liverpool, Rangers og AC Milan að velli á sínum tíma. Evrópuævintýrin endurspegla baráttuvilja og seiglu félagsins, sem hefur alltaf náð að skila sér aftur á alþjóðavettvang þrátt fyrir erfiða tíma.

Árangur Strasbourg í Evrópukeppnum frá upphafi

Evrópusaga Breiðabliks

image

Meistaraflokkur Breiðabliks 2025

Karlalið Breiðabliks hefur spilað 60 Evrópuleiki frá fyrsta leik árið 2010 til dagsins í dag gegn 29 evrópskum félagsliðum frá 25 löndum. Breiðablik hefur tekið þátt í öllum UEFA keppnum: Meistaradeild, Evrópudeild og Sambandsdeild.

Fyrsti Evrópuleikur liðsins var gegn Motherwell í Skotlandi 15. júlí 2010. Frá því hefur Breiðablik tekið þátt í UEFA Evrópukeppnum í 11 ár af 16 mögulegum - þar af 7 ár í röð. 

Leikurinn við Strabourg á fimmtudaginn verður 61. UEFA Evrópuleikur karlaliðs Breiðabliks frá upphafi.

Þátttaka í Evrópumótum:

- Meistaradeild: 2025, 2023, 2011.

- Evrópudeild: 2025, 2023, 2020, 2019, 2016, 2013, 2010.

- Sambandsdeild: 2025, 2024, 2023, 2022, 2021.

Evrópuleikir Breiðabliks frá upphafi: 

image

EvrópuBlikar 2025

Þrír leikmenn úr núverandi leikmannahópi Breiðabliks tóku þátt í fyrsta Evrópuleik karlaliðsins fyrir fimmtán árum. Þetta eru þeir Andri Rafn Yeoman, Kristinn Steindórsson og Kristinn Jónsson.

Kristinn Steindórsson var fyrstur núverandi leikmanna til að skora fyrir Blikaliðið í Evrópukeppni þegar hann gerði seinna markið í 2:0 sigri á Rosenborg í undankeppni Meistaradeildar UEFA á Kópavogsvelli 20. júlí 2011.

Fyrir leikinn gegn Strasbourg er Kristinn leikjahæstur í núverandi hópi með 49 Evrópuleiki — einum leik fleiri en markahæsti leikmaður liðsins, fyrirliðinn Höskuldur.

Evrópuhópur Blika 2025

image

Dagskrá

Flautað verður til leiks gegn franska liðinu Strabourg á þeirra heimavelli, Stade de La Meinau í Strasbourg, á fimmtudaginn kl.20:00! 

Dómarateymið í leiknum er frá Tékklandi. Aðaldómari er Ondřej Berka. Aðstoðardómarar eru: Ivo Nadvornik og Matěj Vlček. Fjórði dómari er: Ondrej Pechanec. Myndbandsherbergi: Tomas Kocourek og Jana Adámková.

Bein textalýsing UEFA

SÝN Sport sýnir leikinn í beinni. Útsending hefst kl. 19:50.

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

/PÓÁ

Deildarkeppni Sambandsdeildar UEFA 2025

Til baka