BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Dauðafæri þrátt fyrir tap í Albaníu!

09.07.2025 image

Blikar urðu að sætta sig við það súra epli að tapa 0:1 fyrir Egnatia frá Albaníu í fyrri leik liðanna í undankeppni Evrópukeppni meistaraliða í Albaníu í gær. Tapið var nokkuð svekkjandi því sigurmark Albanana kom í uppbótartíma leiksins. En þrátt fyrir úrslitin eru Blikar í dauðafæri að komast áfram því heimaleikurinn er eftir og þar spilum við helmingi lægra hitastig en var í útileiknum og þar að auki bætist gervigrasið við útreikninginn.

Þetta var hörkuleikur og sáust ágætis tilþrif á báða bóga. Leikplan okkar manna var pressa heimamenn strax en falla svo vel aftur. Það tókst mjög vel lungan úr leiknum þrátt fyrir að Egnatiumenn ættu sín færi. En besta færi fyrri hálfleiks átti þó Aron Bjarnason en markvörður heimamanna varði frábærlega frá honum eftir að Viktor Karl hafði sent hárnákvæma sendingu fyrir markið. Staðan því 0:0 þegar liðinu gengu til búningsherbergjanna.

Seinni hálfleikur þróaðist svipað. Heimapiltar voru meira með knöttinn en varnarlína Blika gaf fá færi á sér. Einkum var Viktor Örn öflugur og einu sinni bjargaði hann frábærlega eftir að einn heimapiltur gerði sig líklegan til að setja knöttinn í netið. Reyndar þyngdist sókn þeirra grænklæddu (Albanarnir spila í grænum búningum!) og áttu þeir meðal annars skot í þverslána. Skömmu fyrir leikslok átti Óli Valur fína sendingu fyrir markið en Kristófer rétti missti af knettinum.

Þegar komið fram yfir venjulegan leiktíma brást einbeiting Blika og Enagtiamenn náðu inn sigurmarkinu. Þetta var svekkjandi en það þýðir ekkert að gráta það. Heimaleikurinn er eftir og þar mun full stúka af Blikum hvetja okkar pilta til sigurs. Gervigras og lægra hitastig hjálpar okkur. Við ætlum okkur áfram í þessari keppni og það tekst með samstilltu átaki!

Allir að mæta að Kópavogsvöll næsta þriðjudagskvöld kl.19:00!

Áfram Blikar-alla leið!

-AP

Til baka