Krankleiki í Kaplakrika
26.05.2025
25.05 19:15
2025

Breiðablik
2:0

Blikar töpuðu 2:0 fyrir FH í Kaplakrika í gær. Leikurinn var lítið fyrir augað og vilja okkar piltar örugglega gleyma þessum leik sem fyrst. Við þurfum bara að hysja upp um okkur buxurnar og mæta dýrvitlausir í leikinn gegn ÍA á fimmtudaginn á Kópavogsvelli. Munum að tapið gegn FH á útivelli í júní í fyrra var upphafið af mikilli sigurhrinu sem færði okkur að lokum Íslandsmeistaratitil í hús. Nú þurfa leikmenn bara að endurtaka söguna frá því fyrra!
Áfram Blikar-alla leið!
-AP