BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deildin 2025: Breiðablik - KA

01.08.2025 image

Stíf dagskrá þessa viku hjá báðum liðum. Okkar menn að spila í undankeppni Meistardeildarinnar í gær, miðvikudag, og gestaliðið frá Akureyri að spila í undankeppni Sambandsdeildarinnar í dag, fimmtudag. Liðin eru á ólíkum stöðum í stigatöflunni. Blikaliðið í þriðja efsta sæti með 31 stig - tveimur stigum frá toppsæti, en KA liðið í þriðja neðsta sæti með 18 stig - þremur stigum frá botsætinu. 

Staðan í deildinni eftir 16. umferðir. Kunnugleg sjón að hafa Víkinga við hlið okkar manna við toppinn. Valur leiðir töfluna eins og staðan er núna:

Sagan & Tölfræði

Keppnisleikir Breiðabliks og KA í öllum mótum eru 56. Vinningshlutfallið fellur með okkur: 37 sigrar gegn 12 - jafnteflin eru 7.

Innbyrðis leikir liðanna á árinu

Liðin hafa mæst þrisvar á þessu ári. Fyrsti leikurinn var 15. febrúar í 2. umferð í Lengjubikarsins. Leikið var í Boganum á Akureyri og unnu Blikar sannfærandi sigur.

Liðin mættust svo Meistarakeppni KSÍ sunnudaginn 30. mars. Leikurinn vannst 3:1 en það veitti ekki af seiglu því sjaldan hefur athyglisbrestur veðurguða verið jafn áberandi og þetta vorsíðdegi í Kópavogsdal.

Fyrri leikur liðanna í Bestu var þriðja viðureignin á árinu. 

Efsta deild

Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild eru 30 leikir. Blikar hafa unnið 21 leik gegn 4 - jafnteflin eru 5. 

Á Kópavogsvelli eru leikirnir 14. Blikar með 11 sigra, 1 tap og 2 jafntefli.

Síðustu 5 leikir gegn KA á Kópavogsvelli  fyrir skiptingu í efri og neðri hluta í úrslitakeppni:

Leikmannahópurinn

Enginn núverandi leikmanna hafa leikið með báðum liðum, en framkvæmdastjóri KA, Sævar Pétursson, er fyrrverandi leikmaður Blika með 119 mótsleiki og 23 mörk.

Breiðabliksteymið: Halldór Árnason er aðalþjálfari Breiðabliksliðsins. Aðstoðarþjálfari er Arnór Sveinn Aðalsteinsson. Eiður Eiríksson er transition þjálfari. Stryrktarþjálfari er Helgi Guðfinnsson. Haraldur Björnsson er markmannsþjálfari liðsins. Sjúkraþjálfari er Særún Jónsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Kristinn Orri Erlendsson er nuddari liðsins. Liðsstjórar eru Brynjar Dagur Sighvatsson og Dagur Elís Gíslason.

image

Leikmannahópur Breiðabliks 2025

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki leiksins gegn KA ólst upp í Vesturbæ Kópavogs frá fæðingu en flutti til Frakklands þriggja ára. Eftir sex ára dvöl þar kom ég aftur í Vesturbæinn níu ára gömul og fór í Kársnesskóla. Á Íslandi var umhverfið allt annað en í Frakklandi og krakkar gátu verið úti að leika sér og langt fram á kvöld á sumrin.

Ég kynntist Valda gamla á Vallargerðisvelli og fór til hans á hverjum degi að spjalla. Hann gaf mér minn fyrsta fótbolta og hvatti mig til að mæta á æfingar hjá Breiðablik. Ég fór sem betur fer að hans ráðum. Þá var bara meistaraflokkur og annar flokkur held og 1981 var ég byrjuð að æfa með meistaraflokki og spilaði mitt fyrsta tímabil. Það ár varð ég fyrst Íslandsmeistari með liðinu 12 ára gömul.

Íslands- og bikarmeistarar 1981

Aftari röð f.v.: Sigurður Hannesson þjálfari, Þjóðhildur Þórðardóttir, Lára Ingólfsdóttir, Sigríður Kristinsdóttir, Jónína Kristjánsdóttir, Bryndís Einarsdóttir, Anna Benediktsdóttir, Svava Tryggvadóttir, Sigríður Jóhannsdóttir, Halldóra Hjálmarsdóttir, Erla Rafnsdóttir, Kristín Sylvía Valdimarsdóttir, Edda Herbertsdóttir og Ásta Óskarsdóttir. Fremri röð f.v.: Theresa Linda Árnadóttir, Ragnheiður Þorgilsdóttir, Linda Hákonardóttir, Þórunn Brynja Júlíusdóttir, Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Guðríður Guðjónsdóttir, Rósa Áslaug Valdimarsdóttir, Ásta María Reynisdóttir, Magnea Helga Magnúsdóttir og Margrét Sigurðardóttir. Á myndina vantar Sigríði Tryggvadóttur og Sylvíu Gústafsdóttur

Næstu árin snerist lífið bara um fótbolta því á sumrin vann ég líka á Kópavogsvelli og eitt sumar að hluta einmitt með Valda við að fara á milli valla á skólalóðum og gera við net. Ég spilaði með Breiðablik 14 tímabil í viðbót til 1995. 

Árin í fótboltanum voru frábær og það voru forréttindi að æfa og spila með öllum bestu fótboltakonum þess tíma.

Ég hef búið í í Vestmannaeyjum síðustu ár og börnin mín hafa öll spilað með ÍBV en Blikahjartað er alltaf á sínum stað.

Þjóðhildur Þórðardóttir - Hvernig fer leikurinn?

KA menn hafa verið á siglingu og unnið síðustu leiki og vilja væntanlega koma sér lengra frá fallsæti. Blikar vilja auðvitað komast á toppinn og ég spái því að þeir taki þetta á heimavelli 3-1.

SpáBliki leiksins Þjóðhildur Þórðardóttir

Dagskrá

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli kl.16:30 á sunnudaginn. 

Miðasala á leikinn gegn KA er á Stubb

Blikaborgarar á grillinu. Kaffi og góðgæti í Blikasjoppunni. Græna stofan opin.

Mætum í stúkuna á Kópavogsvelli og hvetjum okkar menn til sigurs.

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

Markið og atvik úr fyrri leik liðanna í Bestu deildinni í sumar: 

Til baka