BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tölfræði og yfirlit 2025 - samantekt

30.11.2025 image

Meistaraflokkur Breiðabliks 2025

Fremsta röð f.v.: Valgeir Valgeirsson, Aron Bjarnason, Kristinn Steindórsson, Brynjar Atli Bragason, Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði, Anton Ari Einarsson, Viktor Karl Einarsson, Óli Valur Ómarsson, Kristinn Jónsson. Miðröð f.v.: Birkir Þorsteinsson, Arnór Gauti Jónsson, Tobias Thomsen, Davíð Ingvarsson, Gylfi Berg Snæhólm, Andri Rafn Yeoman, Ágúst Orri Þorsteinsson, Gabríel Snær Hallsson, Gunnleifur Orri Gunnleifsson. Aftasta röð f.v.: Anton Logi Lúðvíksson, Guðmundur Magnússon, Damir Muminovic, Ásgeir Helgi Orrason, Viktor Örn Margeirsson, Kristófer Ingi Kristinsson, Þorleifur Úlfarsson. Ekki á mynd: Dagur Örn Fjeldsted (lán FH), Tumi Fannar Gunnarsson (lán Fylkir), Jón Sölvi Símonarson (lán ÍA), Viktor Elmar Gautason (Keflavík), Daniel Obbekjær (NSÍ).

Fjölmiðlaspár 2025

Fölmiðlar spáðu Breiðabliksliðinu ýmist 1. eða 2. sæti í Bestu deildinni. Sama niðurstaða var í spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Bestu deild karla á kynningarfundi í byrjun apríl. Breiðablik endaði mótið í 4. sæti.

Þáttaka í mótum 2025

Þungavigtarbikarinn 2025

Breiðabliksliðið hóf undirbúning keppnistímabilsins 2025 með sigri í Þungavigtarbikarnum janúar. Þetta var í annað sinn sem Breiðablik tekur þátt í þessu æfingamóti sem haldið var í þriðja sinn. FH vann sigraði mótið 2023 og 2024.

Keppt var i tveimur riðlum. Breiðablik var í A-riðli með Afturelding og ÍA. Í B-riðli kepptu Stjarnan, FH og Vestri. Breiðabliksliðið vann sinn riðil og lék til úrslita um Þungavigtarbikarinn 2025 við Stjörnuna föstudaginn 31. janúar. Leikurinn var settur á Kópavogsvöll en vegna veðurs var hann fluttur inn í íþróttahúsið Miðgarð í Garðabæ. Stöð 2 Sport sýndi leikinn í beinni. Slóð í mörkin

Markaskorarar í mótinu: Aron Bjarnason 2 - Höskuldur Gunnlaugsson 2 - Óli Valur Ómarsson 2 - Ágúst Orri Þorsteinsson 1 - Arnór Gauti Jónsson 1 - Davíð Ingvarsson 1 - Gunnleifur Orri Gunnleifsson 1 - Maríus Warén 1. Samtals 11 mörk. 

Lengjubikarinn 2025

Blikar í riðli 2 með Fram, Fylki, KA, Völsungi og Njarðvík. Leikir:

  • 4.2. Breiðablik - Fram 1:3

  • 8.2. Breiðablik - Fylkir 1:1

  • 15.2. KA - Breiðablik 0:5

  • 22.2. Breiðablik - Völsungur 6:0

  • 27.2 Njarðvík - Breiðablik 2:3

Lið Fylkis vann riðilinn og vann undanúrslitaleikinn við KR 2:1, en tapaði úrslitaleik mótsins 2:3 gegn Val eftir að hafa komist í 2:0 stöðu í leiknum. 

Óli Valur Ómarsson var markahæstur Blika með 5 mörk. Davíð Ingvars, Kiddi Steindórs og Arnór Gauti skorðu 2 mörk hver. Og Valgeir Valgeirsson, Aron Bjarna, Gabríel Snær og Höskuldur Gunnlaugsson 1 mark hver. 

Meistarakeppni KSÍ 2025

Í meistarakeppni KSÍ mætast Íslands- og bikarmeistarar fyrra árs. Fyrir leikinn hafði Breiðablik 4 sinnum sinnuð tekið þátt: FH árin 2010, 2011 og Víking R. árin 2022 og 2023. 

"Meistarar meistaranna 2025

Tvö seigustu lið síðasta tímabils áttust við í Meistarakeppni KSÍ, meisturum meistaranna. Okkar grænu og glöðu Íslandsmeistarar sem seigluðust við toppinn allt mótið í fyrra og kláruðu svo dæmið eftirminnilega af yfirvegun og öryggi í hreinum úrslitaleik í Fossvogsdal. KA byrjaði Bestu deildina með miklum hörmungum í fyrra en enduðu í efsta sæti neðri hlutans. Bikarkeppnin var þeim gjöfulli þar sem liðið henti hverju efstudeildarliðinu á fætur öðru út úr keppninni og lögðu svo bikarsnauða Víkinga í úrslitaleik."

Besta deild karla 2025

Íslandsmótið 2025 hóst með öruggum heimasigri á nýliðum Aftureldingar. Í kjölfarið kom óvænt 4:2 tap í útileik gegn Fram. Næstu 5 leikir skiluðu 4 sigrum, gegn Stjörnunni, Vestra, KA og Val, og 3:3 jafntefli gegn KR á Kópavogsvelli. Síðasta vikan í maí reyndist dýr. Tap gegn FH í Krikanum og 1:4 tap gegn ÍA á Akranesi. Svo koma 8 taplausir leikir – 4 sigrar og 4 jafntefli - frá 1. jún til 3. ágúst. Í sjö leikjum, frá 10. águst til 5. október, vinnst ekki sigur - 3 töp, gegn Val, FH og ÍA og 4 jafntefli, gegn Vík R., ÍBV, Val og FH. Blikar með öruggan sigur á Fram á Kópavosgvelli 5. október í 25. umferð. Blikaliðið fær Reykjavíkur Víkinga í heimsókn í síðasta heimaleik ársins. Sigur í þeim leik var ávísun á hreinan úrslitaleik við Stjörnuna um Evrópusæti á næsta ári. Leikurinn tapaðist 1:2 en lokaleikurinn gegn Stjörnunni reyndist hreinn úrslitaleikur um Evrópusæti 2026. Fyrir leikinn gegn Stjörnunni var Blikaliðið í 4. sæti, 3 stigum á eftir Stjörnumönnum og tveggja marka sigur okkar manna hefði tryggt 3. sætið og þátttöku í Evrópukeppni á næasta ári, en Blikar unnu leikinn gegn Stjörnunni með eins marks mun, 2:3. Leikir í Bestu 2025.

Mjólkurbikrinn 2025

18. apríl mætti Breiðablik liði Fjölnismanna í 32-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ (Mjólkurbikarnum) á Kópavogsvelli. Blikaliðið skoraði fimm mörk í öllum regnbogans litum: Eitt með skalla. Eitt þegar víti var fylgt eftir. Eitt eftir fagran einleik. Eitt með viðstöðulausri þrusu. Eitt með glimrandi afgreiðslu eftir stungu bolta. Niðurstaða 5:0 sigur. 

15. maí mæta Vestramenn á Kópavogsvöll í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og slá Blikaliðið út úr bikarnum. Vestri vinnur leikinn 2:1. Og sigurganga Vestra hélt áfram. Vestri vinnur Þór í 8-liða úrslitum, slá Fram út í undanúrslitum og vinna svo Valsmenn með einu marki í úrslitaleiknum.  

EVRÓPUKEPPNIR 2025

Undankeppni  - Meistaradeild UEFA

Þegar dregið var í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar UEFA 2025/26 kom Egnatia frá Albaníu upp úr pottinum. Fyrsti Evrópuleikur Blika á þessu ári var útileikur Egnatia á þeirra heimavelli í Albaníu. Egnatia vann leikinn úti 1:0. Blikar unnu seinni leikinn á Kópavogsvelli 5:0 og Breiðablik því komið áfram í 2. umferð og mætti þar liði Lech Pozan frá Póllandi. Fyrri leikurinn við pólska liðið var úti og tapaðist 7:1. Seinni leikurinn á Kópavogsvelli viku síðar tapaðist 0:1. Fyrirkomulag UEFA er þannig að lið sem tapa í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar eru örugg með sæti í 3.umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA. 

Undankeppni - Evrópudeild UEFA

Blikaliðið tók þátt í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA 2025/26 og mætti þar Zrinjski frá Mostar frá Bosníu-Hersegóvínu. Fyrri leiknum í Mostar lauk með 1:1 jafntefli. Seinni leiknum á Kópavogsvelli lauk með 1:2 sigri Zrinjski og Breiðabliksliðið því komið í umspil um sæti í deildarkeppi Sambandsdeildar UEFA. 

Umspil - Sambandsdeild UEFA

Breiðabliksliðið mætti  AC Virtus frá San Maríno í umspilsleikjum um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildar UEFA 2025/26. Fyrri leiknum á Kópavogsvelli lauk með 2:1 sigri okkar manna. Seinni leikurinn út í San Marínó vannst 1:3 og Breiðablik búið að tryggja sig inn í deildarkeppni Sambandsdeildar UEFA 2025/26.

Deildarkeppni  - Sambandsdeild UEFA 2025/26.

Breiðablik var ásamt fimm öðrum liðum í 5 styrkleikaflokki þegar dregið var í deildarkeppni Sambandsdeildar UEFA 2025/26 í Mónakó. Breiðablik drógst gegn þessum liðum: KuPS Kuopio, Shakhtar Donetsk, Samsunspor, Shamrock Rovers og Strasbourg. Fjórum leikjum er lokið:

Saga Blika í Evrópukeppnum

Karlalið Breiðabliks hefur spilað 58 Evrópuleiki frá árinu 2010 til dagsins í dag gegn 28 evrópskum félagsliðum frá 25 löndum. Breiðabliksliðið hefur tekið þátt í öllum Evrópukeppnum UEFA: Meistaradeild, Evrópudeild og Sambandsdeild.

Fyrsti Evrópuleikur Breiðabliks var gegn Motherwell í Skotlandi 15. júlí 2010. Frá því hefur Breiðablik tekið þátt í UEFA Evrópukeppnum í 11 ár af 16 mögulegum - þar af 7 ár í röð. 

Leikurinn við Shamrock Rovers, fimmtudaginn 11. desember, verður 59. UEFA Evrópuleikur karlaliðs Breiðabliks frá upphafi.

Þátttaka í Evrópumótum:

- Meistaradeild: 2025, 2023, 2011.

- Evrópudeild: 2025, 2023, 2020, 2019, 2016, 2013, 2010.

- Sambandsdeild: 2025, 2024, 2023, 2022, 2021.

Þjálfaraskipti

Úr fréttatilkynningu knattspyrnudeildar 20. október 2025: 

"Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gengið frá starfslokum við Halldór Árnason þjálfara meistaraflokks karla. Halldór hóf störf hjá Breiðabliki í október 2019 sem aðstoðarþjálfari og tók við sem aðalþjálfari haustið 2023. Á þessum sex árum hefur Halldór verið risastór hluti af velgengni og uppgangi félagsins. Undir hans stjórn varð félagið Íslandsmeistari 2024 og tryggði sér þátttöku í Sambandsdeild Evrópu 2025." og "Ólafur Ingi Skúlason hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki. Ólafur hefur undanfarin ár þjálfaði yngri landslið Íslands og var áður í þjálfarateymi Fylkis. Hann var atvinnumaður um 15 ára skeið, meðal annars í Englandi, Svíþjóð og Tyrklandi."  Fréttatilkynningin í heild. 

Hver er Óli?

24. nóvember bauð Breiðablik til opins kynningarfundar með Ólafi Inga Skúlasyni, þjálfara meistaraflokks karla í Glersalnum í stúkunni á Kópavogsvelli. Fréttaritari blikar.is var á staðnum og skrifaði þessa frétt um fundinn: Stefnum á meistaratitil á næsta ári“, segir Ólafur Ingi Skúlason, nýr þjálfari meistaraflokks karla 

Þegar þjálfaraskiptin eiga sér stað var liðið í 4. sæti fyrir lokaleikinn gegn Stjörnunni í Garðabæ. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um Evrópusæti 2026 – Blikar þurftu tveggja marka sigur til að tryggja sér 3. sætið, en unnu leikinn með eins marks mun (2:3). Á sama tíma átti liðið fimm leiki eftir í Sambandsdeild UEFA.

TÖLFRÆÐI 2025

Árangurstafla Halldórs Árnasonar sem aðalþjálfari frá 8.október 2023 til 20.október 2025.

Eftir síðasta leik Bestu deildar karla 2023 tók Halldór Árnason við sem aðalþjálfari Breiðabliks í meistaraflokki karla til næstu þriggja ára eftir hafa starfað sem aðstoðarþjálfari Óskars Harfns Þorvaldssonar frá 2019. Fyrsta verkefni Halldórs sem aðalþjálfara var að stýra liðinu í 4 leikjum af 6 í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA 2023. Nánar um feril Halldórs sem aðalþjálfara hjá Breiðabliki. Ferill Halldórs hjá Breiðabliki og yfirlit Íslandsmeistaraárið 2024. 

Ef og sé og mundi ...

Penni blikar.is kemst vel að orði í Hársbreidd frá heiðursborgaratitli pistli eftir síðasta leik tímabilsins í Bestu deildinni 26. október  "Ef við hefðum – þetta er staðlað orðalag í pistlum eftir vonbrigðatímabil – ef við hefðum bætt okkur frá í fyrra værum við Blikar Íslandsmeistarar. Efstu liðin voru öll slakari í ár en í fyrra en það slaknaði meira á okkur en hinum. Það munar sléttum 20 stigum á niðurstöðunni milli ára. Við fengum 11 fleiri mörk á okkur og skoruðum 17 færri, sem áður segir. Það má þó færa rök fyrir því að þrátt fyrir meiðsli hafi hópurinn verið breiðari núna en í fyrra. Það sást ágætlega í fyrstu innáskiptingunni í leiknum í dag. Hvaða lið í deildinni hefði ekki viljað eiga inni menn á borð við Kidda Jóns, Viktor Karl og Ágúst Orra?" 

Molar

Í þriðja sinn síðustu 8 ár er Blikaliðið ekki í 1. eða 2. sæti í mótslok. Liðið endar mótið í 4. sæti eins og árið 2020 og 2022. Aðeins einu sinni endar liðið mótið í 3. sæti. Árið var 1983. Blikar enda mótið með í 3. sæti með 19 stig og 6 mörk í plús. KR endaði mótið í 2. sæti með 20 stig og 1 mark í mínus. Segja má að stigið sem Blika vantaði til að ná í Evrópusæti hafi tapast þegar Þór jafnaði í 2:2 í lokaleik mótsins á Akureyrarvelli 10. september 1983.

Úrslit leiksins gegn Stjörnunni í lokaleiknum í síðasta mánuði, þar sem bæði lið enda með 42 stig en Blika vantaði að skora aðeins eitt marki í viðbót í 2:3 sigri, gerði það að verkum að Breiðablik missti af Evrópusæti á næsta ári, en strákarnir hafa tekið þátt í öllum UEFA keppnum félagsliða frá fyrsta leiknum árið 2010. Þátttaka í Evrópukeppnum er í 11 skipti af 16 mögulegum - þar af síðustu 7 ár í röð. 

Efri vs. neðri

Þegar gluggað er í árangur heilt yfir í Bestu 2025 kemur í ljós að Blikaliðið virðist tilbúnara, eða betur undirbúið, í leikjum gegn liðum í efri hluta töflunnar. Þegar innbyrðis árangur 4 efstu liðanna er skoðaður kemur Breiðablik út með yfirburða stöðu bæði stigum og markaskorun.

Annar, og kannski merkilegri, vinkill er að í þessari samantekt, sem sýnir stigaöflun fjögurra efstu liðanna gegn andstæðingum sem enduðu mótið í neðri hluta vs. efri hluta.Taflan sýnir að aðeins Breiðablik vann fleiri stig gegn andstæðingum í efri hlutanum en þeim neðri. Gaman að því. en stóra spurning er auðvitað af hverju það vefst fyrir okkar mönnum ná í stig gegn liðunum sem enduðu mótið neðar í töflunni. Þannig til dæmis voru stigaheimtur Blika gegn Skagamönnum ekkert stig og aðeins tvö stig gegn KR - Víkingur og Stjarnan fengu fullt hús stiga gegn þessum liðum og Valur 4 stig af 6 mögulegum. 

LEIKJAFJÖLDI LEIKMANNA, MÖRK OG VIÐURKENNINGAR

Leikjafjöldi og markaskorun

Breiðabliksliðið spilar 52 mótsleiki á árinu 2025 sem skiptast svona: Besta deild karla 27 leikir, Evrópukeppni 14 leikir, Meistarakeppni KSÍ 1 leikur, Bikarkeppni KSÍ 2 leikir, Lengjubikarinn 5 leikir, Þungavigtarbikarinn 3 leikir. Samtals 52 mótsleikir. Til viðbótar er einn æfingaleikur við Lilleström á Laugardalsvelli í nóvember.

Aðeins Anton Ari Einarsson spilar allar mínútur í öllum 27 leikjum Bestu deildarinnar keppnistímabilið 2025. Fast á eftir honum er Viktor Örn Margeirsson með 26 leiki.

Markaskorun

Markaskorun í mótsleikjum 2025 er 99 mörk þegar tveir leikir eru eftir í deildarkeppni Sambandsdeildar UEFA 2025/26.

Mörkin 99* skiptast svona milli móta: 

  • Besta deildin 48 mörk

  • Meistarakeppni KSÍ 3 mörk

  • Mjólkurbikarinn 6 mörk

  • Evrópukeppnir 13 mörk*

  • Lengjubikarinn 16 mörk

  • Æfingamót 11 mörk

Framherjinn Tobias Thomsen, fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson og Óli Valur Ómarsson eru þrír markahæstu leikmenn liðsins í öllum mótsleikjum.  

Leikjaáfangar & Viðurkenningar

Hjá Breiðabliki er hefð að veita leikmönnum viðurkenningar fyrir mótsleiki. Í kjölfar 100 mótsleikja fær leikmaður viðurkenningarskjal og er innlimaður í "100 leikja klúbbinn" svokallaða. Í lok árs í fyrra voru 88 leikmenn karlaliðs Breiðabliks í 100 leikja klúbbnum og hefur sá fjöldi ekki breyst í ár, allavega ekki enn sem komið er. Ef Anton Logi Lúðvíksson tekur þátt í þremur síðustu Evrópuleikjunum verður hann 89. meðlimur 100 leikja klúbbi karlaliðs Blika. Þegar leikmaður hefur náð að spila 200 mótsleiki með Breiðabliki veitir deildin leikmanninum áritaðan platta og merkta treyju. Eftir 250 leiki er viðurkenningin merkt treyja og gjafabréf. Við 300, 350 og 400 mótsleikja áfanga fær viðkomandi aftur áritaðan platta, merkta treyju og gjafabréf. Við áfanga umfram 450 leiki er að myndast hefð fyrir að gefa sér merkt armbandsúr. 

Viðurkenningar fyrir leikjaáfanga á árinu 2025

400 mótsleikir - Damir Muminovic

350 mótsleikir - Höskuldur Gunnlaugsson

300 mótsleikir - Viktor Örn Margeirsson

300 mótsleikir - Kristinn Steindórsson

250 mótsleikir - Viktor Karl Einarsson

200 mótsleikir - Anton Ari Einarsson

200 mótsleikir - Davíð Ingvarsson

Lokahóf

Á lokahóf meistaraflokks karla 2025 eftir síðasta leik í desember verður kynnt val á besta leikmanninum, efnilegasta leikmanninum og leikmanni leikmannanna.

Leikmannasamningar & Félagaskipti

Leikmenn sem gengu til liðs við Breiðablik fyrir keppnistímabilið 2025:

22.11.2024: Valgeir Valgeirsson til Breiðabliks

23.11.2024: Óli Valur krotar undir 4 ára samning

07.02.2025: Anton Logi kominn heim!

03.03.2025: Tobias Thomsen í Kópavoginn

05.05.2025: Þorleifur Úlfarsson heim í Breiðablik

12.06.2025: Damir kominn aftur heim!

13.08.2025: Gummi Magg í Breiðablik

Samningsbundnir leikmenn á láni hjá öðrum liðum:

Dagur Örn Fjeldsted (FH)

Jón Sölvi Símonarson (ÍA)

Tumi Fannar Gunnarsson (Fylkir)

Leikmenn sem söðluðu um á árinu:

Viktor Elmar Gautason (Keflavík)

Daniel Obbekjær (NSÍ)

Leikmenn sem fóru erlendis:

Samantektir fyrri ára

Tölfræði og yfirlit:  2025   2024   2023   2022   2021   2020   2019    2018    2017    2016    2015

Mörk/markasyrpur:  2025  2024   2023   2022   2021   2020   2019   2018   2017 

Sagan2024    2023    2022   2021   2020   2019   2018   1994   1993   1992   1991

SpáBlikar 2025

Tímabilið 2025 er fimmta keppnistímabilið í röð þar sem "SpáBlikinn" er fastur liður í upphitunarpistlum Blikar.is fyrir leiki í Bestu deild karla. Alls tóku 27 SpáBlikar þátt í sumar. 

image

SpáBlikar 2025: Eyrún Ingadóttir, Jóhann R. Benediktsson, Erla Rafnsdóttir, Kristján Jónatansson, Eysteinn Þorri Björgvinsson, Björgvin Ingvason, Kristján Halldórsson, Heiðar B. Heiðarsson, Svava Tryggvadóttir, Guðmundur Þóroddsson, Frímann Helgason, Arnór H. Arnórsson, Rósa Valdimarsdóttir, Björgvin Smári Kristinsson, Guðmundur Ólafur Heiðarsson, Úlfar Harri Elíasson, Þjóðhildur Þórðardóttir, Jóhannes Guðmundsson, Máni Sveinn Þorsteinsson, Sigurgeir Már Halldórsson, Helgi Þór Jónsson, Héðinn Gunnarsson, Hrafnhildur Ármannsdóttir, Jón Jóhann Þórðarson, Hlynur Höskuldsson, Kristján “Sissi” Halldórsson og Berglind Björg Þorvaldsdóttir.

SpáBlikar frá upphafi eru nú 130 eða jafn margir og leikir liðsins í efstu deild 2021, 2022, 2023, 2024 og 2025. Ekki liggur fyrir nákvæm samantekt um spávisku stuðningsfólksins en nú vitum við aðeins meira um þessa frábæru stuðningsmenn - sem er jú tilgangurinn!

Stuðningsmannavefurinn Blikar.is

Fréttir/pistlar 2025  *  Allir leikmenn 1957 - 2025  *  Allir mótsleikir 1957 - 2025  *  Andstæðingar 1957 - 2025  *  Myndbönd 1980 - 2025  *  Myndasafn 1957 - 2025  *  English

Blikar.is er sjálfstætt starfandi stuðningsmannavefur meistaraflokks Breiðabliks í knattspyrnu. Vefurinn heyrir ekki undir stjórn félagsins og skoðanir sem þar koma fram túlka eingöngu skoðanir stjórnenda vefjarins. Þannig túlka pistlar sem birtir eru sýn pistlahöfunda hverju sinni. Vefurinn opnaði 15. maí 2006. Nýtt útlit var sett á vefinn 20. mars 2007. Núverandi útlit er frá í september 2012.

Efni: Fréttir, upphitunarpistlar, umfjallanir um leiki, tölfræði, sagan, dagblöð, myndir og myndbönd.

Pennar: Andrés Pétursson - Ólafur Björnsson - Hákon Gunnarsson - Pétur Már Ólafsson - Kristján Ingi Gunnarsson - Eiríkur Hjálmarsson - Pétur Ómar Ágústsson - Freyr Snorrason - Valgarður Guðjónsson - Úlfar Harri Elíasson.

Uppsetning efnis: Pétur Ómar Ágústsson - Pétur Andrésson.

Myndbönd: Besta Deildin & BlikarTV: Pétur Ómar Ágústsson - Heiðar B. Heiðarsson - Helgi Viðar Hilmarsson.

Myndir: Helgi Viðar Hilmarsson.

Tölfræði: Pétur Ómar Ágústsson.

Admin og hönnun: Gylfi Steinn Gunnarsson.

Ábendingar sendist á blikar@blikar.is 

www.blikar.is

Blikahornið á Soundcloud

BlikarTV 

75 ára afmæli félagsins 12. febrúar 2025

Plaggatið sýnir merka áfanga í sögu knattspyrnudeildar 1957 - 2025

  • 1950  Ungmennafélagið Breiðablik (UBK) stofnað 12. febrúar.

  • 1957  Knattspyrnudeild stofnuð og karla­lið sent til keppni í 2. deild.

  • 1968  Skipuleg þjálfun í kvennaknattspyrnu hefst undir stjórn Guðmundar Þórðarsonar.

  • 1970  Meistaraflokkur karla vinnur 2. deild og fer upp í efstu deild.

  • 1972  Fyrsti leikur kvennaliðs Breiðabliks á Íslandsmóti utanhúss.

  • ....

Smella á mynd til að stækka

/PÓÁ

Til baka