BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deildin 2025: Breiðablik - KR

05.05.2025 image

Við fáum góða heimsókn á á mánudaginn þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson mætir á Kópavogsvöll með eldsprækt lið KR í 5. ummferð Bestu deiladarinnar. 

Tiðindamaður blikar.is hafði samband við Dóra Árna þjálfara og spurði hann um stöðuna fyrir leikinn gegn KR á mánudaginn.

"Staðan er góð. Hópurinn heilt yfir í frábæru standi og það styttist með hverjum deginu í örvfættu hersveitina, Davíð, Kidda og Kristófer. Aðrir eru klárir og við mætum fullir tilhlökkunar í leikinn á mánudag. Ég held að það sé óhætt að segja að þarna mætist tvö bestu sóknarlið deildarinnar það sem af er móti og má búast við opnum og skemmtilegum leik. Hvet ég alla Blika sem og Vesturbæinga til að fjölmenna á völlinn, fylla báðar stúkur og njóta þess sem verður vonandi frábær fótboltaleikur." segir Halldór. 

Blikasjoppan og Græna stofan opna 17:30. Við bjóðum KR stuðningsmenn sérstaklega velkomna í upphitun fyrir leik. Þjálfaraspjall kl 18:15 í Grænu stofunni. Brasseri Kársnes vagninn á staðnum. 

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á mánudagskvöld kl.19:15!  Miðasala er á Stubbur

Stöð 2 Sport sýnir leikinn fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Stigataflan í Bestu karla 2025 eftir 4 umferðir:

Sagan & Tölfræði

Innbyrðis mótsleikir KR og Breiðabliks frá upphafi eru 104 leikir. KR leiðir með 50 sigra gegn 26 - jafnteflin eru 28. Fyrsti keppnisleikur liðanna var heimaleikur Blika í Bikarkeppni KSÍ 8.september 1964. Leikið var á Vallargerðisvelli í vesturbæ Kópavogs. 

Efsta deild

Í 79 leikjum liðanna í A-deild, fyrst árið 1971, hefur KR yfirhöndina með 36 sigra gegn 20 sigrum okkar manna - jafnteflin eru 23. 

Frá endurkomu Breiðabliks upp í efstu deild árið 2006 hefur KR liðið mætt  í 21 skipti á Kópavogsvöll og unnið 10 leiki gegn 7 Blikasigrum - jafnteflin eru 4. Það er hinsvegar athyglisvert að Blikum hefur gengið betur með KR í Skjólinu en á Kópavogsvelli. Þar er tölfræðin jöfn frá 2006 - Blikar með 6 sigra gegn 6 - jafnteflin eru 8. 

Þjálfarar liðanna í leik Breiðabliks og KR á mánudaginn hafa stýrt Blikaliðinu í 12 leikjum gegn KR í efstu deild frá 2020 - Halldór í 10 leikjum sem aðstoðarþjálfari Óskars og 2 leikjum sem aðalþjálfari. Blikasigrar í leikjunum 12 eru 6 gegn 5 sigrum KR. Í 10 leikjum Óskars sem þjálfara liðsins er niðurstaðan 4 sigrar, 1 jafntefli og 5 töp. Tölfræði Halldórs sem aðalþjálfara er sigur í báðum leikjunum í fyrra.

Innbyrðis viðureignir liðanna á Kópavogsvelli síðustu 5 ár í 22 leikja móti í efstu deild:

Leikmannahópurinn

Í hópi gestaliðsins er það þjálfarinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sem ber fyrst að nefna. Óskar tekur við sem aðalþjálfari Breiðbliks fyrir keppnistímabilið 2020 og sinnir því starfi til loka Bestu deildarinnar árið 2023. Óskar skilar Breiðabliksliðinu í 4. sæti árið 2020 og er aðeins hársbreidd frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn árð 2021. Undir stjórn Óskars verður Breiðablik Íslandsmeistari með yfirburðum 2022, og árið 2023 nær Breiðabliksliðið þeim áfanga að verða fyrsta íslenska karlalið sem kemst í riðlakeppni á evrópumóti UEFA. 

Alexander Helgi Sigurðarson leikur nú með KR. Samningur hans við Breiðablik rann út síðasta haust en tilkynnt var í júlíglugganum 2024 að hann myndi skrifa undir samning við KR um haustið. Sjá frétt: Alexander Helgi skrifar undir hjá KR. Annar leikmaður KR sem hefur spilað í grænu treyjunni er Atli Sigurjónsson. Og Aron Þórður Albertsson var hjá Breiðabliki í 3. og 4. flokki.

Hjá Blikum eru það leikmaðurinn Kristinn Jónsson og aðstoðarþjálfarinn  Arnór Sveinn Aðalsteinsson sem hafa spilað með Vesturbæjarliðinu. Og þjálfarinn Halldór Árnason er með mikla tengingu við KR sem leikmaður og þjálfari.

image

Stuðningsmaðurinn

Eysteinn Þorri Björgvinsson, SpáBliki leiksins, er fæddur og uppalinn á Þinghólsbrautinni á Kársnesinu. Ég byrjaði að æfa fótbolta með Breiðablik um 4. ára aldur og gekk í Kársnesskóla í öll 10 grunnskólaárin. Faðir minn byrjaði að taka mig á Kópavogsvöll 2006 þegar Breiðablik spilaði í Landsbankadeildinni eftir að hafa unnið 1. deildina árið 2005 og eru mínar fyrstu minningar af leikmönnum á borð við Marel Baldvinsson, Hjörvari Hafliðasyni og Kristján Óla Sigurðsson. Ég hef verið svo heppinn að upplifa alla titla félagsins í mfl kk. og stendur uppúr titillinn í fyrra í Víkinni.

Mynd: Eysteinn Þorri, til hægri við Krsitinn Sverris þjálfara, á 5. flokks æfingu árið 2012.

Ég spilaði sjálfur með Breiðablik upp í 2. flokk áður en ég söðlaði um og fór upp í Grafarvog og skrifaði undir samning við Fjölni. Eftir það hef ég spilað á ýmsum stöðum t.d Fjarðabyggð og Þrótti Vogum en í dag er ég kominn heim í Augnablik. Breiðablikstenginginn hefur alltaf verið ótrúlega sterk frá 2006 og hef ég látið þetta lið stjórna og heltaka yfir allar mínar tilfiningar á sumrin. Tímarnir eru breyttir frá því að leikmennirnir voru algjörar stjörnur í manns augum en í dag eru þetta mikið vinir manns sem spila fyrir félagið sem gerir þetta ennþá skemmtilegra. Breiðablik er einstakt félag og allt fólkið sem maður hefur fengið að kynnast í kringum klúbbinn er helsta ástæðan fyrir væntumþykjuni fyrir félaginu.

Eysteinn Þorri – Hvernig fer leikurinn?

Ég spái leiknum 4-2. Óskar Hrafn mætir með allt í botn á sinn gamla heimavöll og spilar blússandi sóknarbolta. Við refsum þeim fyrir það og setjum 4 mörk. Tobias Thomsen, Höskuldur, Óli Valur og Viktor Karl sjá um markaskorunina. Mér lýst vel á tímabilið og spái ég að við verjum titilinn og verðum fyrsta liðið til að vinna titilinn og komast í Evrópukeppni á sama ári.

SpáBliki leiksins, Eysteinn Þorri, er þessi til hægri á myndinn.

Dagskrá

Blikaborgarar á grillinu. Kaffi og meðlæti í veitingasölunni. Græna stofan og svæðið opnar 17:30! Þjálfaraspjall 18:15! Artic Pies í Grænu stofunni.

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á mánudagskvöld kl.19:15! 

Miðasala á leikinn er á: Stubb 

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

Mörkin sex og atvik úr leik liðanna á Kópavogsvelli 21. júlí í fyrra:

View this post on Instagram

A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti)

Til baka