UEFA Sambandsdeild 2025/26. Deildarkeppni. Breiðablik - KuPS Kuopio
21.10.2025
Annar leikur Breiðabliks af sex í deildarkeppni Sambandsdeildar UEFA 2025 er gegn KuPS Kuopio frá Finnlandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn kl.16:45.
Sýn Sport sýnir leikinn. Útsending hefst kl.16:15!
Forsala á alla 3 heimaleiki Breiðabliks á Laugardalsvelli er á Stubb. Ath! Forsölunni lýkur í dag, þriðjudaginn 21. október.
Um andstæðinginn
KuPS Kuopio, eða Kuopion Palloseura, er eitt af sögufrægari og sigursælustu knattspyrnuliðum Finnlands.
KuPS var stofnað 16. mars 1923 í Kuopio af hópi 25 manna sem komu saman á Kuopion Seurahuone. Upphaflega var nafnið KPS (Kuopion Palloseura), en það breyttist síðar í KuPS.
Heimavöllur liðsins er Väre Areena í Kuopio. Völlurinn tekur um 5.000 áhorfendur.
Evrópukeppnir
KuPS hefur tekið þátt í Evrópukeppnum UEFA, fyrst 1970, þar á meðal Sambandsdeildinni og Evrópudeildinni.
Evrópusaga Breiðabliks
Karlalið Breiðabliks hefur spilað 55 Evrópuleiki frá árinu 2010 til dagsins í dag gegn 27 evrópskum félagsliðum frá 22 löndum. Breiðabliksliðið hefur tekið þátt í öllum UEFA keppnum: Meistaradeild, Evrópudeild og Sambandsdeild.
Fyrsti Evrópuleikur liðsins var gegn Motherwell í Skotlandi 15. júlí 2010. Frá því hefur Breiðablik tekið þátt í UEFA Evrópukeppnum í 11 ár af 16 mögulegum - þar af 7 ár í röð.
Leikurinn við KuPS Kuopio á fimmtudaginn verður 57. UEFA Evrópuleikur karlaliðs Breiðabliks frá upphafi.
Þátttaka í Evrópumótum:
- Meistaradeild: 2025, 2023, 2011.
- Evrópudeild: 2025, 2023, 2020, 2019, 2016, 2013, 2010.
- Sambandsdeild: 2025, 2024, 2023, 2022, 2021.
Yfirlit Evrópuleikja frá upphafi:
EvrópuBlikar
Evrópuleikurinn gegn KuPS Kuopio á fimmtudaginn verður fyrsti leikur nýráðins þjálfara Ólafs Inga Skúlasonar með Breiðabliksliðið. Ólafur Ingi fær ærin verkefni strax í byrjun. Evrópuleikur á Laugardalsvelli á fimmtudaginn og svo á sunnudaginn úrslitaleikur við Stjörnuna í Garðabæ um þriðja sætið í deildinni sem er ávísun á þátttöku í UEFA keppnum á næsta keppnistímabili.Til þessa hefur Breiðablik tekið þátt í UEFA keppnum í 11 ár af 16 mögulegum - þar af 7 ár í röð.
Þrír leikmenn í núverandi leikmannahópi tóku þátt í fyrsta Evrópuleik karlaliðs Breiðabliks fyrir 15 árum. Þetta eru þeir Andri Rafn Yeoman, Kristinn Steindórsson og Kristinn Jónsson. Höskuldur Gunnlaugsson hefur verið duglegar að skora mörk í Evrópuleikjum, er með 12 mök, en markahrókurinn Kristinn Steindórsson var fyrstur núverandi leikmanna að skora mark fyrir blikaliðið í Evrópukeppni þegar hann skoraði seinna markið í 2:0 sigri á Rosenborg í undankeppni Meistaradeildar UEFA á Kópavogsvelli 20. júlí 2011.
Evrópuleikir
Dagskrá
Flautað verður til leiks gegn KuPS Kuopio á Laugardalsvelli kl.16:45 á fimmtudaginn.
Kaldur á krana - Matarvagnar á svæðinu - DJ Gugga þeytir skífum - Andlitsmálning.
Dómarar eru frá Danmörku. Aðaldómari er Sandi Putros. Aðstoðardómarar eru: Deniz Yurdakul og Steffen Bramsen. Fjórði dómari er: Aydin Uslu. Myndbandsherbergi: Mads Kristoffersen og Michael Tykgaard.
Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!
PÓÁ
SÍÐASTI SÉNS AÐ TRYGGJA SÉR MIÐA Á FORSÖLU - FORSALA LOKAR KL.14:00 Í DAG 21.OKTÓBER