Sambandsdeild UEFA 2025/26. Umspil. AC Virtus - Breiðablik
24.08.2025
Evrópukvöld í San Marínó
Síðari umspilsleikur Breiðabliks gegn AC Virtus frá San Marino í Sambandsdeild UEFA 2025/26 fer fram fimmtudaginn 28. ágúst kl.19:00 á San Marino Stadium í Serravalle.
SÝN Sport Ísland sýnir leikinn. Útsending hefst kl.18:50!
Fyrri leik liðanna lauk með 2:1 sigri Breiðabliks:


Jafntefli nægir okkar mönnum til að tryggja Breiðabliksliðinu þátttöku í deildarkeppni Sambandsdeildar UEFA 2025/26. Þar mun Breiðabliksliðið spila 6 leiki gegn 6 liðum á tímabilinu 2. október til 18. desember. Þrír leikir verða heimaleikir (á Laugardalsvelli) og þrír leikir erlendis.
Evrópusaga Breiðabliks
Karlalið Breiðabliks hefur spilað 54 Evrópuleiki frá 2010 til 2025 og mætt 25 mismunandi liðum frá Evrópu. Strákarnir hafa tekið þátt í öllum helstu Evrópukeppnum UEFA keppnum: Meistaradeild, Evrópudeild og Sambandsdeild.
Fyrsti Evrópuleikur liðsins var gegn Motherwell í Skotlandi 15. júlí 2010. Frá því hefur Breiðablik tekið þátt í Evrópukeppnum í 11 ár af 16 mögulegum - þar af 7 ár í röð.
Leikurinn við AC Virtus á fimmtudaginn verður 55. Evrópuleikur karlaliðs Breiðabliks frá upphafi.
Þátttaka í Evrópumótum:
- Meistaradeild: 2025, 2023, 2011.
- Evrópudeild: 2025, 2023, 2020, 2019, 2016, 2013, 2010.
- Sambandsdeild: 2025, 2024, 2023, 2022, 2021.
Andstæðingar Blika í Evrópukeppnum frá upphafi:
EvrópuBlikar
Þrír leikmenn í núverandi leikmannahópi tóku þátt í fyrsta Evrópuleik karlaliðs Breiðabliks fyrir 15 árum. Þetta eru leikmennirnir Andri Rafn Yeoman, Kristinn Steindórsson og Kristinn Jónsson. Höskuldur Gunnlaugsson hefur verið duglegar að skora mörk í Evrópuleikjum, er með 12 mök, en markahrókurinn Kristinn Steindórsson var fyrstur núverandi leikmanna að skora mark fyrir blikaliðið í Evrópukeppni þegar hann skoraði seinna markið í 2:0 sigri á Rosenborg í undankeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli 20. júlí 2011.
Um andstæðinginn
San Marínó-deildin (Campionato Sammarinese di Calcio): Meistarar
Félagið heitir AC Virtus (Associazione Calcio Virtus) og er eitt af fremstu félögum í San Marino. Klúbburinn er stofanður árið 1964. Heimavöllur er: Stadio di Acquaviva í bænum Acquaviva. Stærð vallar: 2.000 sæti. Liðslitir: Grænn og svartur
Helsti árangur AC Vitrus heimafyrir
San Marínó-deildin (Campionato Sammarinese di Calcio): Meistarar: 2023/24 og 2024/25.
Coppa Titano (bikarinn): Meistarar: 2022/23 og 2024/25.
Supercoppa Sammarinese (ofurbikar): Meistarar: 2023 og 2024.
San Marino Federal Trophy: Meistarar: 1988
Leikmannahópur
Liðið samanstendur af bæði heimamönnum og erlendum leikmönnum, m.a. frá Ítalíu og Senegal.
Greining
AC Virtus hefur verið á mikilli uppleið síðustu ár og unnið bæði deild og bikar tvö ár í röð. Virtus er nú eitt af mest spennandi liðum í San Marínó. Félagið hefur náð góðum árangri innanlands og eru að byggja upp sterka stöðu í Evrópu.
Evrópukeppnir
AC Virtus hefur tekið þátt í undankeppnum bæði í UEFA Champions League og UEFA Conference League. Þó að liðið hafi ekki oft verið í Evrópukeppnum né náð langt, þá hefur þátttakan verið mikilvæg reynsla og sýnir metnað félagsins til að keppa á alþjóðavettvangi.
Dagskrá
Flautað verður til leiks á San Marino Stadium í Serravalle kl.19:00 á fimmtudaginn.
Dómarar eru frá Úkraínu. Aðaldómari er Mykola Balakin. Aðstoðardómarar eru: Oleksandr Berkut og Viktor Matyash. Fjórði dómari: Denys Shurman. Myndbandsherbergi: Oleksii Derevinskyi og Dmytro Panchyshyn.
Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!
PÓÁ