BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tumi Fannar á láni til Fylkis

28.04.2025 image

Tumi Fannar Gunnarsson hefur verið lánaður til Lengjudeildarliðs Fylkis fyrir komandi tímabil.

Tumi tók þátt í 4 leikjum í Bestu deildinni í fyrra þegar Breiðabliksliðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Mótsleikir Tuma í Breiðablikstreyjunni eru samtals 19.

Þá skoraði Tumi sitt fyrsta mark fyrir félagið fyrr í þessum mánuði, þegar hann skoraði eitt af mörkum Breiðabliks í sigri á Fjölni í Mjólkurbikarnum.

Tumi spilaði 15 leiki sem lánsmaður hjá Augnabliki sumarið 2024.

Tumi hefur spilað 3 leiki með U15 landsliðinu og varið í æfingahópum U17, U18 og U19 landsliða.

Við óskum Tuma góðs gengis í Árbænum!

Til baka