BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Meistaradeild UEFA 2025/26: Egnatia - Breiðablik 8. júlí kl.19:00!

06.07.2025 image

Fyrsti Evrópuleikur Blika í ár er útileikur gegn Egnatia frá Albaníu í undankeppni Meistaradeildar UEFA keppnistímabilið 2025/26.

Flautað verður til leiks á Egnatia Arena í Rrogozhinë kl.19:00 á þriðjudaginn kl. 19:00!

Leikurinn verður sýndur í beinni á Sýn Sport þann 8. júlí kl.19:00. Útsending hefst kl.18:50!

Tíðindamaður blikar.is hafði samband við Halldór Árnason þjálfara og spurði hann út í Egnatia liðið og standið á mannskapnum okkar. Dóri hafði þetta að segja: 

"Egnatia eru Albanskir meistarar síðustu tveggja ára og eru besta lið landsins um þessar mundir. Þeir styrktu lið sitt gríðarlega í vetur og eru virkilega gott lið. Þeir hafa verið í æfingaferð í Búlgaríu síðastliðnar vikur og spilað æfingaleiki við sterk lið frá frá Búlgaríu, Kósóvó, Georgíu og Rúmeníu. Þeir hafa haldið öllum lykilmönnum síðasta tímabils en hafa bætt töluvert við sig síðastliðna daga og tilkynntu í dag (4. júlí) þrjá nýja leikmenn. Þar á meðal einn besta leikmann deildarinnar, Ildi Gruda, sem kemur frá þeirra helstu keppinautum í Vllaznia. Við Blikar erum hinsvegar líka með gríðarlega gott og skemmtilegt lið. Okkar markmið er að fara til Albaníu og sækja góð úrslit. Eins og allt tímabilið hingað til erum við að glíma við töluvert af meiðslum en munum svo sannarlega leysa það eins og við höfum gert í allt sumar.

image

Breiðablik fagnar Íslandsmeistaratitlinum - mynd tekin í október 2024.

image

Egnatia er Albanskur meistari - mynd tekin í maí 2024.

Um Egnatia

Egnatia Rrogozhinë er knattspyrnulið frá Albaníu sem hefur verið að gera sig gildandi á alþjóðavettvangi undanfarið. Hér eru nokkur lykilatriði um félagið. Uppruni og staðsetning: Liðið er staðsett í Rrogozhinë, litlum bæ í vesturhluta Albaníu. Félagið heitir formlega KF Egnatia og spilar heimaleiki sína á Stadiumi Egnatia, sem tekur um 4.000 áhorfendur. Frammistaða og árangur: Egnatia hefur verið að styrkja stöðu sína í efstu deild Albaníu, Kategoria Superiore. Á tímabilinu 2024–2025 tryggði liðið sér meistaratitilinn í úrslitaleik og komst þar með í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið hefur tekið þátt í Evrópukeppnum áður, m.a. gegn Reykjavíkur Víkingum árið 2024. Liðsbreytingar og þróun: Egnatia hefur endurnýjað leikmannahópinn verulega og virðist vera að byggja upp metnaðarfullt lið með alþjóðleg markmið.

Yfirlit Evrópuleikja Egnatia fyrir leikina gegn Breiðabliki: 

A screenshot of a football matchAI-generated content may be incorrect.

Evrópusaga Breiðabliks

Liðin sem komast i 2.umferð undankeppni Meistaradeildarinnar eru örugg með sæti í 3.umferð undankeppni Evrópudeildarinnar og svo (ef tap í Evrópudeildinni) umspili Sambandsdeildarinnar. Liðin sem tapa í 1.umferð undankeppni Meistaradeildarinnar þurfa að vinna 3 einvígi í undankeppni Sambandsdeildarinnar til að komast í sjálfa deildarkeppninna.

Karlalið Breiðabliks lék sinn fyrsta Evrópuleik 15. júlí 2010. Síðan þá hefur Breiðablik tekið þátt í Evrópukeppnum í 11 ár af 15 mögulegum - þar af 7 síðustu ár í röð.

Leikurinn við Egnatia á þriðjudaginn verður 48. Evrópuleikur karlaliðs Breiðabliks frá upphafi. 

Þátttaka Breiðabliks í Evrópumótum til þessa:

- Meistaradeild: 2025, 2023, 2011.

- Evrópudeild: 2023, 2020, 2019, 2016, 2013, 2010.

- Sambandsdeild: 2024, 2023, 2022, 2021.

Andstæðingar Blika í Evrópukeppnum frá upphafi:

2025 - Egnatia.

2024 - Drita - Tikvesh.

2023 - KAA Gent, Zorya Luhansk, Maccabi Tel Aviv, FC Struga - Zrinjski Mostar, FC Copenhagen, Shamrock Rovers, Buducnost Podgorica, Tre Penne.

2022 - Istanbul Basaksehir, Buducnost Podgorica, UE Santa Coloma.

2021 - Aberdeen, Austria Wien, Racing Union.

2020 - Rosenborg.

2019 - Vaduz.

2016 - Jelgava.

2013 - Aktobe, Sturm Graz, FC Santa Coloma.

2011 - Rosenborg.

2010 - Motherwell.

Dagskrá

Flautað verður til leiks á Egnatia Arena í Rrogozhinë kl.19:00 á þriðjudaginn. 

Leikurinn verður sýndur í beinni á Sýn Sport þann 8. júlí kl.19:00. Útsending hefst kl.18:50!

Dómarar eru frá Bosníu og Hersegóvínu. Aðaldómari er Antoni Bandić. Aðstoðardómarar eru: Amir Kadic og Nebojša Žugić . Fjórði dómari er Antonio Tomić. Myndbandsherbergi: Nihad Ljajic og Amer Macić.

Bein textalýsing UEFA

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

@breidablikfc

Evrópa hefst núna ????

♬ original sound - Breidablik FC

Til baka