Dagur Örn á lán til FH
29.04.2025
Dagur Örn Fjeldsted hefur verið lánaður til FH út keppnistímabilið 2025. Dagur Örn er fjótur og áræðinn kantmaður sem fær nú spennandi tækifæri til að öðlast enn frekari reynslu með Bestu deildar liði FH.
Dagur, sem er tvítugur að aldri, á 21 leik að baki í efstu deild Íslandsmótsins, þar af 11 fyrir Breiðablik. Í síðasta tímabili lék Dagur sem lánsmaður hjá HK, alls 10 leiki.
Dagur hefur verið hluti af U21 árs landsliði Íslands undanfarin misseri. Þá á hann einnig leiki fyrir U19 ára landslið Íslands.
Við óskum Degi Erni góðs gengis í FH