BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Þorleifur Úlfarsson heim í Breiðablik

05.05.2025 image

Sóknarmaðurinn Þorleifur Úlfarsson hefur gengið frá samningi við uppeldisfélag sitt, Breiðablik. Þorleifur, sem er 24 ára, á 6 mótsleiki að baki fyrir meistaraflokk Breiðabliks auk 37 mótsleikja sem lánsmaður frá Breiðabliki með Augnablikum og Ólafsvíkur Víkingum á árunum 2019 – 2021.

Kringum 2021 stundaði Dolli nám við Duke-háskólann í Bandaríkjunum en í kjölfar námsins fór hann í nýliðavalið fyrir bandarísku atvinnumannadeildina, MLS. Houston Dynamo valdi Dolla í fjórða valrétti og lék hann með liðinu á árunum 2022-2023, alls 51 leiki og gerði 7 mörk.

Í febrúar 2024 samdi Dolli við ungverska úrvalsdeildarliðið Debreceni VSC, en meiðsli komu í veg fyrir spiltíma.

Nú horfir hinsvegar til betri vegar og vonumst við til að sjá meiðslalausan Dolla fljótlega á vellinum.

Til hamingju með samninginn, Þorleifur

@breidablikfc

Velkominn Dolli ????

♬ original sound - Breidablik FC

Til baka