UEFA Sambandsdeild 2025/26. Deildarkeppni. Breiðablik - Shamrock Rovers
08.12.2025
Fimmti leikur Breiðabliks af sex í deildarkeppni Sambandsdeildar UEFA 2025/26 er gegn Shamrock Rovers frá Írlandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn kl.17:45!
Miðasala er á: Stubb.
SÝN Sport Viaplay sýnir leikinn. Útsending hefst kl.17:35!
Fyrri innbyrðis viðureignir
2023. Þegar dregið var í forkeppni Meistaradeildar UEFA 2023/24 13. júní í Nyon kom lið Tre Penne frá San Marínó upp úr pottinum sem andstæðingur Breiðabliks í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli 27. og 30. júní 2023. Breiðablik vann leikinn 7:1 og lék til úrslita gegn Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Blikar unnu leikinn 5:0 og tryggðu sér þar með inn í fyrstu umferð undankeppni Meistardeildarinnar og mættu þar liði Shamrock Rovers á Tallaght Stadium í Dublin, þriðjudaginn 11. júlí.
Gefum penna leiksins orðið "Það var glampandi sól og hiti rétt um 18 °C í forsælu í Smáranum þegar stuðningsmenn Blika fjölmenntu í veitingasalinn, sem margir vilja nefna Vallargerði en er iðulega kallaður því (ó)frumlega og steingelda nafni ,,græna stofan“, til að fylgjast með leik Blika gegn Írsku meisturunum í Shamrock Rovers.Þetta er annars fínn salur og þarna var leikurinn sýndur á tveim 65“ skjám. Það fór vel um mannskapinn og mikil eftirvænting fyrir leik. En það þarf samt að ganga frá þessu með nöfnin á sölunum í stúkunni." lesa meira hér...
Penni leiksins skrifar "Það var sólskin og nokkur vindur þriðjudagskvöldið 18. júlí 2023 og það viðraði vel til knattspyrnuiðkunar. Breiðablik var að fara að spila á Kópavogsvelli. En þetta var ekki neinn venjulegur leikur. Sennilega var í vændum mikilvægasti leikur félagsins í 73 ára sögu þess. Eftir frábæra frammistöðu í forkeppni fyrir undankeppni Meistaradeildar UEFA voru andstæðingar írsku meistararnir Shamrock Rovers frá höfuðborginni Dublin í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. Dublin hefur alið af sér marga magnaða jöfra í heimsmenningunni. James Joyce, Oscar Wilde, U2 og Bono auk margra fleiri. Írsk knattspyrnulið hafa ekki verið mjög sigursæl i Evrópukeppnum en þó er Írland hærra skrifað en Ísland í útreikningum UEFA á styrkleika félagsliða." lesa meira hér...
Um andstæðinginn
Félagið Shamrock Rovers er írskur atvinnumannaklúbbur með aðsetur í Tallaght, Suður-Dublin. Liðið keppir í úrvalsdeild Írlands og er sigursælasta félag írska lýðveldisins. Félagið hefur unnið Írlandsmeistaratitilinn 22 sinnum og FAI bikarinn 26 sinnum. Nánar um félagið.
Shamrock Rovers var stofnað árið 1899. Þeir unnu deildarmeistaratitilinn í fyrstu tilraun tímabilið 1922/23 og festu sig í sessi sem sigursælasta félag Írlands árið 1949 en þá hafið félagið unnið 44 stóra titla. Félagið varð fyrsta írska liðið til að keppa í Evrópukeppni árið 1957. Félagið lék á Glenmalure Park frá 1926 til 1987 en þá var vallarsvæðið selt til fasteigna verktaka. Næstu 22 ár spilaði félagið heimaleiki á ýmsum stöðum í Dublin og víðar.
Tallaght Stadium varð þeirra heimavöllur árið 2009 eftir margra ára tafir og lagaflækjur.
Þann 25. ágúst 2011 varð Rovers fyrsta írska liðið til að komast í riðlakeppni annarra tveggja efstu deilda í Evrópu.
Evrópukeppnir
Félagið á sér langa sögu í Evrópukeppnum. Þeir voru fyrsta írska liðið til að taka þátt í Evrópukeppni árið 1957. Félagið hefur náð mjög góðum árangri í Intertoto keppninni og Evrópudeildinni. Fyrsti sigur þeirra í Meistaradeildinni var 1:0 sigur í undankeppninni 2011/12 gegn FC Flora frá Tallinn á Tallaght Stadium í Dublin. Stærsti sigur þeirra i Evrópukeppni var samanlagður 7:0 sigur á Fram í fyrstu umferð UEFA-bikarsins í september 1982. Í ágúst 2011 varð Shamrock Rovers fyrsta írska liðið til að komast í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA þegar þeir sigruðu Partizan Belgrad 2:1 í framlengdum leik í Serbíu og unnu samanlagt 3:2.
Ferill Shamrock Rovers í Evrópukeppnum frá upphafi:

Evrópusaga Breiðabliks
Meistaraflokkur Breiðabliks 2025
Karlalið Breiðabliks hefur spilað 59 Evrópuleiki frá fyrsta leik árið 2010 til dagsins í dag gegn 29 evrópskum félagsliðum frá 24 löndum. Breiðablik hefur tekið þátt í öllum UEFA keppnum: Meistaradeild, Evrópudeild og Sambandsdeild.
Fyrsti Evrópuleikur liðsins var gegn Motherwell í Skotlandi 15. júlí 2010. Frá því hefur Breiðablik tekið þátt í UEFA Evrópukeppnum í 11 ár af 16 mögulegum - þar af 7 ár í röð.
Leikurinn við Shamrock Rovers á fimmtudaginn verður 60. UEFA Evrópuleikur karlaliðs Breiðabliks frá upphafi.
Þátttaka í Evrópumótum:
- Meistaradeild: 2025, 2023, 2011.
- Evrópudeild: 2025, 2023, 2020, 2019, 2016, 2013, 2010.
- Sambandsdeild: 2025, 2024, 2023, 2022, 2021.
Evrópuleikir Breiðabliks frá upphafi:
EvrópuBlikar 2025
Þrír leikmenn í núverandi leikmannahópi tóku þátt í fyrsta Evrópuleik karlaliðs Breiðabliks fyrir 15 árum. Þetta eru þeir Andri Rafn Yeoman, Kristinn Steindórsson og Kristinn Jónsson. Höskuldur Gunnlaugsson hefur verið duglegar að skora mörk í Evrópuleikjum, er með 12 mök, en markahrókurinn Kristinn Steindórsson var fyrstur núverandi leikmanna að skora mark fyrir blikaliðið í Evrópukeppni þegar hann skoraði seinna markið í 2:0 sigri á Rosenborg í undankeppni Meistaradeildar UEFA á Kópavogsvelli 20. júlí 2011.
Evrópuhópur Blika 2025:
Dagskrá
Flautað verður til leiks gegn Shamrock Rovers frá Írlandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn kl.17:45!
-
Völlurinn opnar kl.16:45.
-
Kaldur á krana.
-
Yljandi kjötsúpa í sjöppunni.
-
Bæjarins bestu á svæðinu.
-
Blikavarningur til sölu á vellinum.
-
Miðasala er á: Stubb.
Dómarar eru frá Albaníu og Ítalíu. Aðaldómari er Enea Jorgji. Aðstoðardómarar eru: Denis Rexha og Ridiger Çokaj. Fjórði dómari er: Kreshnik Cjapi. Myndbandsherbergi: Gianluca Aureliano frá Ítalíu og Kreshnik Barjamaj.
Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!
/PÓÁ









