BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tölfræði og yfirlit 2022 - samantekt

07.11.2022 image

Íslandsmeistarar Breiðabliks 2022

Fremsta röð f.v.: Bjarni Sigurður Bergsson formaður meistaraflokksráðs, Viktor Karl Einarsson, Dagur Dan Þórhallsson, Kristinn Steindórsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson aðalþjálfari, Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði, Halldór Árnason aðstoðarþjálfari, Gísli Eyjólfsson, Oliver Sigurjónsson, Jason Daði Svanþórsson, Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar. 

Miðröð f.v.: Marinó Önundarson liðsstjórn, Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Breiðabliks, Andri Rafn Yeoman, Davíð Ingvarsson, Omar Sowe, Brynjar Atli Bragason, Anton Ari Einarsson, Torfi Geir Halldórsson, Adam Örn Arnarson, Viktor Elmar Gautason, Ísak Snær Þorvaldsson, Ólafur H. Kristjánsson yfirmaður knattspyrnumála, Ásdís Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari.

Aftasta röð f.v.: Aron Már Björnsson styrktarþjálfari, Ólafur Pétursson markvarðaþjálfari , Sölvi Snær Guðbjargarson, Anton Logi Lúðvíksson, Damir Muminovic, Mikkel Qvist, Pétur Theodór Árnason, Viktor Örn Margeirsson, Elfar Freyr Helgason, Alex Tristan Gunnþórsson liðsstjórn, Særún Jónsdóttir sjúkraþjálfari. 

Á mynd vantar: Viktor Andra Pétursson, Galdur Guðmundsson og Sigurð Hlíðar Rúnarsson deildarstjóra knattspyrnudeildar.

Myndataka & umsjón: Helgi Viðar Hilmarsson, Bjarni Sigurður Bergsson.

Inngangur

Sumarið 2022 sveif Breiðablik líkt og á töfrateppi öðrum liðum ofar í Bestu deild karla, allt frá fyrsta leik til þess síðasta. (Reyndar var Breiðablik líka í fyrsta sæti deildarinnar áður en keppnin byrjaði, en stafrófsröðin réði því.) Þetta ævintýri deildarkeppninnar stóð óvenjulega lengi eða allt frá 19. apríl til 29. október. Það gerir 193 daga eða rúmlega helming ársins 2022. Það eru þó ekki merkilegustu tölur ársins né heldur að í lok deildarkeppni ævintýraársins sem minnti á þúsund og eina nótt höfðu Breiðabliksstrákar náð samtals þúsund og einu stigi samtals í efstu deild. Met af ýmsu tagi voru slegin og hér er yfirlit yfir nokkur þeirra.

23 ára met slegið

Í heimaleiknum gegn KR 23.júní 2022 skráði Breiðabliksliðið sig á spjöld sögunnar með sigri á Vesturbæjarliðinu. Leikurinn var sextándi sigur okkar manna í röð í efstu deild á heimavelli. Með sigrinum sló Blikaliðið met sem ÍBV hafði átt í heil 23 ár, en Eyjamenn unnu 15 heimaleiki í röð á Hásteinsvelli á árunum 1997 til 1999 og áttu metið einir síðan, eða þar til okkar menn jöfnuðu það með sigri gegn KA 20. júní.

Gullhanskinn

image

Anton Ari Einarsson hreppti fyrsta gull­hansk­ann sem af­hent­ur hef­ur verið hér á landi. Í fyrsta sinn í ár fá bestu mark­menn beggja kynja gull­hanska. Gull­hanskinn er af­hent­ur þeim markverði sem held­ur oft­ast hreinu á keppn­is­tíma­bili Bestu deild­ar­inn­ar. Okkar maður hélt tólf sinn­um hreinu í 27 leikj­um. 

Taplausir á heimavelli

Blikar náðu þeim merka áfanga að spila 22 leiki í röð á heimavelli án taps  (21 sigur / 1 jafntefli) með markatöluna 69:10. Liðið vann alla heimaleiki árið 2021, nema fyrsta leikinn sem var gegn KR á Kópavogsvelli 2. maí, með markatöluna 32:1 og liðið var taplaust árið 2022 tólf leiki í röð með markatöluna 37:9. Sá sem skrifaði handritið að þessari velgengni sá auðvitað til þess að velgengnin, sem hófst eftir tap gegn KR í fyrsta leik 2021, að það var KR sem batt enda á sigurgönguna í Kópavogi í 3. umferð úrslitakeppninnar á Kópavogsvelli 15. október 2022.

Venjulegt 22 leikja mót

Annað árið í röð skora Blikamenn 55 mörk í 22 leikjum í deildinni og bæta besta eigin árangur, frá 2021, um 4 stig. Þeir ljúka hefðbundnu móti með 51 stig og fara í úrslitakeppnina í október með átta stiga forskot á næstu lið. Félög á Íslandi sem hafa náð 50 eða fleiri stigum í 22 leikjum frá 2008 eru: 52 stig: KR árin 2013/2019 og Stjarnan 2014, 51 stig: FH 2009 og Breiðablik 2022, 50 stig: Valur 2017.

Úrslitakeppnin - efri hluti

Breiðabliksmenn mættu til leiks í fyrstu úrslitakeppnina með 51 stig, átta stiga forskot á næstu lið (Víkinga og lið KA). Þegar talið var upp úr stigapokanum fræga var ljóst að Breiðablik vann yfirburðasigur í Bestu deild karla með 63 stig og varð fyrst liða á Íslandi til að ná þeim stigafjölda.

Stuðningssveitin Kópacabana

Stuðningsmennirnir okkar í Kópacabana stóðu sig frábærlega á pöllunum í allt sumar. Sveitin keyrði upp stemninguna í stúkunni bæði á heima- og útileikjum. 

Sjá nokkur góð dæmi hér: 26. maí 2022  3. október 2022 15. október 2022  29. október 2022

image

Myndir: Hafliði Breiðfjörð og BlikarTV/HVH

Markaskorun

Liðið skoraði 66:27 mörk í deildinni og deilir nýju markameti með Víkingum sem einnig skorðuðu 66:41 mörk. Það er reyndar með ólíkindum að lokaleikurinn gegn þeim hafi endað 1:0. Nánar> Alls skoraði Blikaliðið 109 mörk í 47 mótsleikjum á árinu 2022 sem skiptast svona milli móta: Besta deild 66 mörk, Mjólkurbikar 10 mörk, Sambandsdeild UEFA 9 mörk, Lengjubikar 13 mörk, FótboltaNet mót: 11 mörk.

Breiðablik er áttunda félagið frá upphafi til að ná 1.000 stigum í deildinni. Stigin eru reyndar 1.001 frá því að liðið lék fyrst í efstu deild árið 1971.

 Í S L A N D S M E I S T A R A R  2 0 2 2

image

Tölfræði 2022 - samantekt

Glæsileg árangurstafla Breiðabliks 2022 undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar í ár og samanlagt fyrir þrjú síðustu ár. 

image

Þjálfarateymið & liðsstjórn

image

Óskar Hrafn Þorvaldsson, aðalþjálfarari meistaraflokks karla, skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við félagið í lok september. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019 með hrikalega góðum árangri þau þrjú ár sem hann hefur verið við stjórnvölinn. 

image

FAÐMLAG MEISTARASMIÐA - Hér fær Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari meistaraknús frá Ólafi H. Kristjánssyni. Ólafur leiddi Breiðabliksstráka til fyrsta Íslandsmeistaratitils Breiðabliksstráka í efstu deild og þess eina þar til nú. Ólafur var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki í byrjun árs. 

image

Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla, skrifaði einnig undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Auk þess að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks hefur hann sinnt þjálfun yngri iðkenda.

Halldór fagnaði með fjölskyldunni í lok leiks og Blikafjölskyldunni um kvöldið. 

Á hægri mynd: Óskar Hrafn Þorvaldsson, Aron Már Björnsson, Halldór Árnason, Ásdís Guðmundsdóttir, Marinó Önundarson, Alex Tristan Gunnþórsson, Ólafur Pétursson og Særún Jónsdóttir.

image

Ólafur Pétursson markvarðaþjálfari. Ólafur hefur starfað sem markvarðaþjálfari hjá Blikum frá árinu 2005. Á þessum 16 árum hefur Ólafur þjálfað markmenn yngri flokka félagsins ásamt því að vera markmannsþjálfari meistaraflokks karla frá árinu 2008 og meistaraflokks kvenna frá árinu 2012.

Mynd: Ólafur og fjölskylda með Íslandsmeistaraskjöldinn. Og Ólafur með markmönnum karlaliðsins: Torfa Geir Halldórssyni, Brynjari Atla Bragasyni og Antoni Ara Einarssyni. Anton Ari er fyrsti handhafi Gullhanskanns sem af­hent­ur hef­ur verið hér á landi. Gull­hanskinn er af­hent­ur þeim markverði sem held­ur oft­ast hreinu á keppn­is­tíma­bili Bestu deild­ar­inn­ar. Okkar maður hélt tólf sinn­um hreinu í 27 leikj­um. 

image

Aron Már Björnsson styrktarþjálfari. Aron er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er styrktarþjálfari beggja meistaraflokka félagsins.

Aron Már, til vinsri við Óskar Hrafn á mynd, var vel peppaður í verðlaunaafhendingunni. 

Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, að vonum ánægður með árangurinn og kominn í Íslandsmeistarabolinn og húfu í stíl í lok síðasta leiks.  

image

Liðsstjórarnir Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson með Íslandsmeistaraskjöldinn. Ásdís Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari á fullt í fangi með að ná tökum á skildinum. Og Særún Jónsdóttir fagnar með börnunum. 

image

Bekkurinn fyrir síðasta leik: Aftari röð: Kristinn Steindórsson, Mikkel Qvist, Omar Sowe, Sölvi Snær Guðbjargarson, Jason Daði Svanþórsson, Brynjar Atli Bragason, Pétur Theódór Árnason og Anton Logi Lúðvíksson. Fremri röð: Særún Jónsdóttir sjúkraþjálfari, Ásdís Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari, Aron Már Björnsson styrktarþjálfari, Alex Tristan Gunnþórsson liðsstjóri og Marinó Önundarson liðsstjóri. 

YFIRLIT OG SAMANTEKT MÓTSLEIKJA

Árangur á Kópavogsvelli 2022. Besta deildin: 12 sigurleikir, 1 tapleikur og 1 jafnteflisleikur.  Mjólkurbikarinn: 1 sigurleikur og 1 tapleikur. Evrópukeppni: 2 sigurleikir og 1 tapleikur. Lengjubikarinn: 3 sigurleikir. Fótbolti.net mót: 2 sigurleikir. 

Nánar: Sagan 2022

image

Kópavogsvöllur 29. október 2022

ÞÁTTTAKA Í MÓTUM

Atlantic Cup

Árangur: Sigur, jafntefli og tap. Í heildina getum við því verið mjög ánægðir með Atlantic Cup 2022. Ferðin til Portúgal hristi hópinn vel saman. Liðið spilaði í flestum leikjunum frábærlega þótt að hálfleikarnir væru dálítið misjafnir. Nýir leikmenn fengu að spreyta sig og sýndu að þeir eru góðir knattspyrnumenn. 

Fótbolta.net mótið

Árangur: 3 sigar og 1 tap. Blikar urðu að  bíta í það súra epli að tapa úrslitaleiknum í Fótbolti.net mótinu 3:1 fyrir Stjörnunni í Garðabænum í gær. Leikurinn var jafn og spennandi en sóknarleikur heimapilta var beittari og því fór sem fór. Sigurvegarar Fótbolta.net-mótsins frá upphafi: 2011: Keflavík. 2012: Breiðablik. 2013: Breiðablik. 2014: Stjarnan. 2015: Breiðablik. 2016: ÍBV. 2017: FH. 2018: Stjarnan. 2019: Breiðablik. 2020: ÍA. 2021: Breiðablik. 2022: Stjarnan.

Lengjubikarinn

Árangur: 4 sigar og 1 tap. Blikar unnu 3:0 sigur á KV í síðasta leik í riðlakeppni deildarbikarsins 2022. Jason Daði setti öll mörkin. Með sigrinum átti Breiðabliksliðið möguleika á því komast áfram í Lengjubikarnum. Við þurfum hinsvegar að bíða eftir úrslitum í leik Stjörnunnar og ÍA daginn eftir sem Stjarnan vann. Jafntefli í þeim leiki hefði tryggt okkur áfram. 

Besta deild karla

Árangur: Íslandsmeistarar. 20 sigrar, 4 töp og 3 jafntefli. Nánar

Mjólkurbikarinn

Árangur: Undanúrslit. 3 sigrar og 1 tap. Blikaliðið, sem var búið að leggja Val, ÍA og HK, var ekki á deginum sínum í Undanúrslitaleiknum gegn Vík R. Mættu soft til leiks og voru 2-0 undir eftir sjö mínútna leik á heimavelli. Leikurinn endaði 0:3. 

Sambandsdeild UEFA

Árangur: 3 sigrar og 3 töp. Annað ár í röð er frammistaða Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu mjög góð. Liðin sem við lékum við eru frá Andorra, Svartfjallalandi og Tyrklandi. Blikaliðið vann báða leikina gegn UE Santa Coloma frá Andorra 4:1 og 0:1. Blikamenn vinna heimaleikinn gegn Buducnoast frá Svartfjallalandi 2:0 en tapa leiknum úti 2:1. Basaksehir frá Tyrklandi reyndist of stór biti. Tyrkirnir vinna leikina 1:3 og 3:0. 

Ítarefni allra leikja & móta á: Sagan 2022

image

LEIKJAFJÖLDI - MÖRK - VIÐURKENNINGAR

Tveir leikmenn tóku þátt í öllum 27 leikjum Bestu deildar karla á keppnistímabilinu sem var að ljúka. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson spilaði 2415 mínútur af 2430 mögulegum og Anton Ari Einarsson spilaði 2413 mínútur af 2430 mögulegum. 

image

*Elfar Freyr Helgason átti við meiðsli að stríða í sumar **Galdur Guðmundsson var seldur til danska stórliðsins FC Köbenhavn. Galdur yfirgaf herbúiðr Blika 1. júlí ***Í júlíglugganum var Adam Örn Arnarsonlánaður til Leiknismanna. 

MARKASKORUN

Þetta eru sex markahæstu leikmenn Breiðabliks í Bestu deild karla 2022:

image

Ísak Snær Þorvaldsson 14 mörk * Jason Daði Svanþórsson 11 mörk * Dagur Dan Þórhallsson 9 mörk * Kristinn Steindórsson 7 mörk - Kiddi heldur sæti sínu sem markahæsti Blikinn efstu dí eild með 56 mörk * Höskuldur Gunnlaugsson 6 mörk - fyrirliðinn situr í fjórða sæti yfir markahæstu leikmenn Blika í efstu deild með 31 mark * Viktor Karl Einarsson 6 mörk

Aðrir markaskorarar í Bestu 2022:  Sölvi Snær Guðbjargarson 3 mörk * Anton Logi Lúðvíksson 2 mörk * Gísli Eyjólfsson 2 mörk - Gísli situr í níunda sæti yfir markahæstu leikmenn Blika í efstu deild með 24 mörk * Omar Sowe 2 mörk * Damir Muminovic 1 mark * Mikkel Qvist 1 mark * Viktor Örn Margeirsson 1 mark * 1 sjálfsmark andstæðinga.

Karlaliðið skoraði 66 mörk í deildinni og settu því nýtt markamet sem Blikaliðið deilir með Víkingum sem skoruðu einnig 66 mörk. Fyrra metið áttu Skagamenn sem skoruðu 62 mörk í 18 leikjum árið 1983.

Alls skoraði Blikaliðið 109 mörk í 47 mótsleikjum á árinu 2022 sem skiptast svona milli móta: Efsta Deild 66 mörk, Mjólkurbikar 10 mörk, Sambandsdeild UEFA 9 mörk, Lengjubikar 13 mörk, FótboltaNet mót: 11 mörk:

image

Ítarefni á: Sagan 2022

VIÐURKENNINGAR

Alls 9 leikmenn náðu leikjáföngum á árinu 2022

400 mótsleikir: Andri Rafn Yeoman

300 mótsleikir: Elfar Freyr Helgason og Damir Muminovic

250 mótsleikir: Höskuldur Gunnlaugsson

200 mótsleikir: Kristinn Steindórsson og Gísli Eyjólfsson

100 mótsleikir: Davíð Ingvarsson, Viktor Karl Einarsson og Anton Ari Einarsson

image

Efri röð frá vinstri: Andri Rafn 400 leikir. Elfar Freyr og Damir 300 leikir. Höskuldur 250 leikir. Kristinn og Gísli 200 leikir. Davíð, Viktor Karl og Anton 100 leikir. Einnig á mynd:  Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar og Helgi Aðalsteinsson varaformaður deildarinnar.

Nánar á: Sagan 2022

Á lokahófi meistaraflokks karla 2022 var Dagur Dan Þórhallsson valinn besti leikmaðurinn. Ísak Snær Þorvaldsson var valinn efnilegastur. Og aftur í ár völdu leikmenn Brynjar Atla Bragason leikmann leikmannanna. 

image

Mynd: Dagur Dan og Ísak Snær með Flosa Eiríkssyni formanni knattspyrnudeildar. Brynjar Atli með liðsstjórunum Marinó Önundarsyni og Alex Tristan.

LEIKMANNASAMNINGAR & FÉLAGASKIPTI

Samningar við nýja leikmenn fyrir keppnistímabilið 2022:

30.08.2021: Grótta og Breiðablik hafa náð samkomulagi að framherjinn stóri og stæðilegi Pétur Theodór Árnason gangi til liðs við Blika fyrir næsta keppnistímabil...

29.10.2021: Miðjumaðurinn efnilegi Dagur Dan Þórhallsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks...

19.11.2021: Miðjumaðurinn Juan Camilo Pérez hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks...

03.01.2022: Knattspyrnumaðurinn sterki Ísak Snær Þorvaldsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik...

26.01.2022: Breiðablik hefur fengið til liðs við sig dansk-kólumbíska varnarmanninn Mikkel Qvist en hann kemur frá Horsens í Danmörku...

09.03.2022: New York Red Bulls og Breiðablik hafa náð samkomulagi um að framherjinn Omar Sowe komi á láni til Breiðabliks á komandi keppnistímabili...

25.03.2022: Bakvörðurinn snjalli Adam Örn Arnarson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks...

19.05.2022: Hinn sextán ára gamli William Cole Campbell er á leið til Dortmund í sumar en þangað til mun hann æfa með Breiðabliki. Þetta staðfesti Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar hjá Breiðabliki, við Fótbolta.net í dag...

Þessir leikmenn Breiðabliks endurnýjuðu samninga á árinu:

08.02.2022: Ungir skrifa undir hjá Breiðabliki.  Undanfarnar vikur hefur knattspyrnudeildin verið að kynna samninga undirskriftir við þessa ungu og efnilega leikmenn - framtíðina okkar...

11.03.2022: Varnarmaðurinn öflugi Damir Muminovic hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks...

12.03.2022: Benedikt V. Warén hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks...

13.03.20222: Anton Logi Lúðvíksson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks...

25.03.2022: Markvörðurinn snjalli, Anton Ari Einarsson, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks...

26.03.2022: Viktor Karl Einarsson hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks...

13.04.2022: Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði meistaraflokks Breiðabliks, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks...

23.04.2022Gísli Eyjólfsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks...

29.05.2022: Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Andri Rafn Yeoman hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út keppnistímabilið 2023...

31.05.2022: Markvörðurinn knái Brynjar Atli Bragason hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Breiðabliks sem gildir út keppnistímabilið 2024...

01.06.2022: Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að miðjumaðurinn öflugi Oliver Sigurjónsson hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út keppnistímabilið 2024...

Ítarefni á : Sagan 2022

Samningsbundnir leikmenn á láni hjá öðrum liðum:

Arnar Daníel Aðalsteinsson - Grótta * Arnar Númi Gíslason - Haukar * Benedikt V. Warén - ÍA * Hilmar Þór Kjærnested Helgason - Grótta * Stefán Ingi Sigurðarson - HK * Ýmir Halldórsson - Afturerlding * Adam Örn Arnarson - Leiknir (júlí-gluggi).

Leikmenn sem fóru til annara liða innalands:

26.11.2021: Breiðablik og Víkingur hafa náð samkomulagi um félagaskipti Davíðs Arnar Atlasonar yfir í Fossvoginn aftur

26.11.2021: Breiðablik og Víkingur hafa náð samkomulagi um varanleg félagaskipti Karls Friðleifs Gunnarssonar í Fossvoginn

27.01.2022: Knattspyrnumaðurinn knái Finnur Orri Margeirsson er á leið í Hafnarfjörðinn. Knattspyrnudeildir Breiðabliks og FH hafa náð samkomulagi um þau félagaskipti

Leikmenn sem fóru erlendis:

25.02.2022: Þorleifur Úlfarsson til Houston Dynamo FC.

28.02.2022: Framherjinn ungi og efnilegi Galdur Guðmundsson hefur verið seldur til danska stórliðsins FC Köbenhavn...

02.03.2022: Enn einn ungi Blikinn er nú á leið í atvinnumennsku. Ágúst Orri Þorsteinsson, ungur og efnilegur sóknarsinnaður miðjumaður, hefur verið seldur til sænska stórliðsins Malmö...

image

5.10.2022: Breiðablik og norska stórliðið Rosenborg hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Ísaks Snæs Þorvaldssonar frá Breiðabliki til Rosenborgar. Blikinn Ísak Snær Þorvaldsson gengur til liðs við norska stórliðið Rosenborg 1. janúar 2023

Nánar á: Sagan 2022

SAMANTEKTIR OG MARKASYRPUR FYRRI ÁRA

image

Samantektir:  2022     2021    2020     2019      2018      2017      2016      2015

Markasyrpur:  2022     2021     2020      2019      2018      2017 

UM STUÐNINGSMANNAVEFINN - BLIKAR.IS

Mikið efni á blikar.is

Stuðningsmannavefurinn er mjög öflugur í allri fréttamiðlun á heimasíðunni og tengdum miðlum. Í lok október hefur blikar.is vefurinn birt samtals 125 fréttir frá áramótum. Langflestar birtingar tengjast keppnisleikjum liðsins. Fréttir af högum leikmanna og tengdu efni eru líka mjög áberandi, en um 20% af fréttaflutningi snýr að greinum og ýmiskonar fréttum og viðtölum. 

MEST LESIÐ OKT 2021 - OKT 2022

Upphitunarpistlar:

1. BOSE Bikarinn 2021: Breiðablik – KR

2. Besta deildin 2022: Breiðablik – Keflavík

3. Besta deildin 2022: KR – Breiðablik

4. Fótbolta.net mótið 2022: Breiðablik - HK

5. Lengjubikarinn 2022: Stjarnan – Breiðablik

Skrif um leiki:

1. Hópslysaæfing UEFA á Kópavogsvelli

2. Er ekki kominn tími til að tengja?

3. Eins og svart og hvítt – þetta græna

4. Áfram í Evrópu!

5. Að höggva undan báða fætur

Annað efni:

1. Einar Sumarliðason – Kveðja frá Breiðabliki 

2. Ungir skrifa undir hjá Breiðabliki

3. Galdur seldur til FCK

4. Hvað erum við að kenna þeim (Símamótið)

5. Bandarískur framherji til Blika

Síðufléttingar eru upp um 60% milli ára. 

SpáBlikinn 2022

Í fyrra var bryddað uppá nýjung í upphitunarpistlum fyrir leiki meistarflokks karla þar sem "SpáBlikinn" var fastur liður í upphitunarpistlum á blikar.is fyrir deildarleiki. Það er gaman að segja frá því að þessi nýjung tókst mjög vel. Alls tóku 27 stuðningsmenn þátt í SpáBlikanum í ár. Flosi Eiríksson, Aron Páll Gylfason, Kristján Hreinsson, Helgi Hjálmarsson, Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Helgi „Basli“ Helgason, Páll Þ. Ármann, Örn Örlygsson, Ásgeir Baldurs, Hilmar Jökull, Einar Þórhallsson, Tryggvi Hübner, Lilja Kristín Gunnarsdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Kristrún Lilja Daðadóttir,Sveinbjörn Strandberg, Sverrir Davíð Hauksson, Ólafur H. Kristjánsson, Jón Orri Guðmundsson, Helgi Seljan, Hannes Friðbjarnarson, Willum Þór Þórsson, Hildur Einarsdóttir, Árni Páll Árnason, Herra Hnetusmjör, Arnar Ingi Ingason og Blaz Roca.

SpáBlikar 2021 og 2022 eru þá 46. Ekki liggur fyrir samantekt á spávisku stuðningsmannanna en við vitum meira um stuðningsfólkið okkar en áður - sem er jú ekki síður tilgangurinn með þessu framtaki.

image

Takk öll fyrir þátttökuna. 

Blikar.is teymið 2022

Pennar: Andrés Pétursson - Ólafur Björnsson - Hákon Gunnarsson - Pétur Már Ólafsson - Kristján Ingi Gunnarsson - Eiríkur Hjálmarsson - Pétur Ómar Ágústsson - Freyr Snorrason - Valgarður Guðjónsson - Guðjón Már Sveinsson.

image

Myndin er frá árinu 2020. Á mynd: Freyr Snorrason, Hákon Gunnarsson, Pétur Már Ólafsson, Eiríkur Hjálmarsson. Sitjandi: Ólafur Björnsson, Andrés Pétursson, Pétur Ómar Ágústsson. 

Myndbönd: Heiðar B. Heiðarsson

Myndir: Helgi Viðar Hilmarsson 

Tölfræði: Pétur Ómar Ágústsson

Twitter - @blikar_is: Pétur Ómar Ágústsson  -  Freyr Snorrason

Instagram - blikaris: Freyr Snorrason

Admin og hönnun: Gylfi Steinn Gunnarsson

Ábendingar sendist á blikar@blikar.is 

Blikar_is á Twitter

Blikar.is er mjög virkt á Twitter. Fjöldi fylgjenda hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár og eru fylgjendur núna um miðjan október 2020 orðnir 1650 – hefur fjölgað um 185 frá áramótum. Tístin frá áramótum eru 1100. Heimsóknir (Profile visits) eru nú 178.000 í samanburði við 53.000 í fyrra.

Blikaris á Instagram

2021 bættist Freyr Snorrason við samfélagsmiðlateymi Blikar.is. Sér Freyr nú um Instagramið (@blikaris) en vorið 2020 var gert átak í að endurvekja Instagramið. Fylgjendatala reikningsins var þá í kringum 150 manns en er nú tæplega 1600 um miðjan október 2022.

Blikahornið á Soundcloud

Í Covid-19  ástandinu 2020 varð til viðtalsþátturinn Blikahornið sem er vistaður á SoundCloud. Góður gangur var í því verkefni allt árið 2020. Tekin voru viðtöl við Óskar Hrafn Þorvaldsson. Þorstein Halldórsson, Gylfa Stein Gunnarsson, Guðmund Þórðarson, Ólaf Pétursson, Borghildi Sigurðardóttur, Einar Kristján Jónsson og Loga Kristjánsson. Hlé hefur verið á starfsemi Blikahornsins en það stendur vonandi til bóta. Nýjasta efnið á Blikahorninu er yfirlit allra Blikalaga sem gefin hafa verið út í gegnum tíðina. Meira hér. 

BlikarTV 

Blikar TV er mjög öflugur samstarfsaðili blikar.is enda vefurinn ekki með mjög virka YouTube síðu. Efni frá snillingunum Heiðari B.Heiðarssyni og Helga Viðari Hilmarssyni má finna víða á blikar.is. Myndbandsefni er á TV síðunni og myndir er að finna á Leikir síðunni. Heimasvæði Blikar TV á YouTube er hér. Heimasvæði Blikar TV á Facebook er hér.

GEFÐU KOST Á ÞÉR Í BLIKAR.IS LIÐIÐ

Blikar.is er óháður stuðningsmannavefur meistaraflokka Breiðabliks og nú vantar okkur fleira fólk til að sjá um að setja inn efni og miðla því á samfélagsmiðlum blikar.is

Stuðningsmannavefurinn er mjög öflugur í allri fréttamiðlun á blikar.is vefnum og tengdum samfélagsmiðlum. Ef þú hefur áhuga á og tíma til að gefa kost á þér í þetta lið, þá sendu okkur endilega línu á blikar@blikar.is

Miðlarnir eru:

www.blikar.is og www.blikar.is/kvk

Blikar.is á Facebook 

Blikar_is á Twitter

Blikaris á Instagram

Blikahornið á Soundcloud

Nánar um Blikar.is hér og 

image

Til baka