BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tölfræði og yfirlit 2019 - samantekt

31.10.2019

Blikar mættu ferskir til leiks 2019 eftir gott tímabil í fyrra. Liðið endaði í öðru sæti í deildarinnar annað árið í röð og komst í undanúrslit í Mjólkurbikarkeppni KSÍ en tapaði fyrir spræku liði Víkings. FC Vaduz frá Liechtenstein var andstæðingur í Evrópudeild UEFA. Liðin gerðu 0:0 jafntefli á Kópavogsvelli. Blikar töpuðu svo 2:1 fyrir Vaduz á þeirra heimavelli, Rheinpark Stadion í Liechtenstein. Blikar urðu að sætta sig við 1:2 tap gegn FH í úrslitaleik um sæti í 4-liða úrslitum Lengubikarsins 2019. Blikar sigruðu hinsvegar Stjörnumenn 2:0 í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins 2019. Þetta var í fjórða sinn sem Breiðablik vinnur Fótbolta.net mótið. 

Pepsi MAX deild karla 2019

Breiðabliksliðið endaði með 38 stig – 14 stigum á eftir Íslandsmeisturum KR.

Blikaliðið skoraði mest í deildinni eða 45 mörk. Thomas Mikkelsen var markahæstur Blika með 13 mörk og varð í öðru sæti yfir markahæstu leikmenn í Pepsi MAX ásamt þremur öðrum leikmönnum. 

Fjölmiðlar spáðu Breiðabliksliðinu 4. sæti í Pepsi MAX deildinni 2019 sem var tveimur sætum neðar en liðið hafnaði í árið áður. Vísuðu fjölmiðlar í að nokkrir lykilmenn hefðu horfið á braut í atvinnumennsku. Breiðabliksliðið byrjaði mótið virkilega vel og markmið innan seilingar. Eftir að skilja fór á milli liða eftir fyrstu 2 umferðirnar var Blikaliðið ekki neðar en í 2. sæti í 20 umferðir samfleytt. Liðið safnaði stigum jafnt og þétt: 72% stigaárangur í apríl og maí, 75% í júní, 83% í ágúst, 43% í september. Það má færa rök fyrir því að júlímánuður með 8% stigaárangur ( liðið fær aðeins 1 stig af 12 mögulegum) hafi reynst okkur dýrkeyptur og geri útslagið í baráttu liðsins um titilinn, en í júlí-glugganum fara 3 lykilmenn í atvinnumennsku erlendis; Jonathan Hendrickx til Belgíu, Aron Bjarnaon til Ungverjalands og Kolbeinn Þórðarson til Belgíu. 

Leikmannahópur Blika breytist mikið milli ára. Eftir mótið 2018 fóru leikmennirnir Willum Þór Willumsson (BATE Borisov), Davíð Kristján Ólafsson (Álasund) og Gísli Eyjólfsson (Mjallby) til erlendra liða.  Fyrir mót kom Viktor Karl Einarsson frá Varnamo í Svíðþjóð þar sem hann var á láni frá AZ Alkmaar. Þórir Guðjónsson kom til okkar frá Fjölni. Kwame Quee kom frá Víkingum í Ólafsvík en var svo lánaður til Reykjavíkur Víkinga í júlí-glugganum. Guðjón Pétur Lýðsson skilaði sér heim í Kópavoginn frá KA. Rétt fyrir mót gegngu þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Arnar Sveinn Geirsson til liðs við okkur Blika. Höskuldur kom á láni til okkar frá Halmstads BK. Arnar Sveinn Geirsson kom frá Valsmönum gerði tveggja ára samning. Gísli Eyjólfsson skilaði sér aftur heim eftir rúmlega hálfs árs dvöl á láni hjá sænska 1.deildarliðinu Mjallby. Aron Bjarnason var seldur til ungverska úrvalsdeildarliðsins Újpest. Í byrjun júní var Jonathan Hendrickx seldur til 1. deildarliðsins Lommel í Belgíu. Síðasti leikur Belgans með Blikaliðiu var gegn ÍBV á Kópavogsvelli í lok júní. Blikinn snjalli Kolbeinn Þórðarson samdi við belgíska 1. deildarliðið Lommel til þriggja ára. Og rétt fyrir gluggalok í júlí kvittaði Alfons Sampsted upp á lánssamning við Blika frá Norrköping út keppnistímabil 2019. Í september gerði Guðmundur Böðvar Guðjónsson starfslokasamning við knattspyrnudeild og var því ekki í leikmannihópi síðustu tvær umferðirnar. Og Andri Rafn Yeoman hélt til náms á Ítalíu og missti af tveimur síðustu leikjum tímabilsins.

Ólafur Pétursson markmannsþjálfari og Aron Már Björnsson styrktarþjálfari störfuðu áfram í sumar sem og liðsstjórarnir Jón Magnússon og Marinó Önundarson. Sjúkarþjálfarateymið hélst nánast óbreytt. Knattspyrnudeild Breiðablik nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi við Ágúst Gylfason aðalþjálfara. Ágúst og Guðmundur Steinarsson létu því af störfum eftir síðasta leik tímabilsins.

Spiltími og mörk leikmanna i Pepsi MAX 2019 

Yfirlit fyrri ára: 2018>  2017>  2016>  2015>

Leikmenn 2019>  Allir leikmenn frá upphafi> 

Eins og mörg undanfarin keppnistímabil léku margir leikmenn Blika með öðrum liðum. Hér er samantekt yfir leikmenn sem komu við sögu í mótsleikjum með meistaraflokki Breiðabliks 2018 og/eða 2019 en spiluðu með öðrum liðum í sumar sem lánsmenn eða eftir varanleg félagaskipti:

 1. Aron Kári Aðalsteinsson   11 leikir / 0 mörk.   Lið: HK    27.3.19 (tímabundið)
 2. Arnór Gauti Ragnarsson   36 leikir / 9 mörk.   Lið: Fylkir   2.2.19
 3. Arnþór Ari Atlason   133 leikir / 28 mörk.   Lið: HK   26.1.19
 4. Andri Fannar Baldursson     2 leikir / 0 mörk.   Lið: Bologna   31.1.19
 5. Aron Bjarnason   75 leikir / 19 mörk.   Lið: Újpest   8.7.19
 6. Benedikt V. Warén    6 leikir / 0 mörk.   Lið: Augnablik (tímabundið)
 7. Davíð Kristján Ólafsson   149 leikir / 10 mörk.   Lið: Álasund   14.2.19
 8. Danijel Dejan Duric    2 leikir / 0 mörk.   Lið: Midtjylland   2.3.19
 9. Gísli Eyjólfsson     115 leikir / 24 mörk.   Lið: lán til Mjällby   8.12.18 til 26.6.19
 10. Gísli Martin Sigurðsson    2 leikir / 0mörk.   Lið: Njarðvík   10.5.19
 11. Jonathan Hendrickx  50 leikir / 4 mörk.   Lið: Lommel   6.6.19
 12. Kolbeinn Þórðarson   53 leikir / 4 mörk.   Lið: Lommel   1.8.19
 13. Kwame Quee    9 leikir / 2 mörk.   Lið: Víkingur R.   30.6.19
 14. Nikola Dejan Duric    1 leikur / 0 mörk.   LIð: Midtjylland 26.12.18
 15. Oliver Sigurjónsson   93 leikir / 8 mörk.   Lið: Bodø/​Glimt (lánsmaður)
 16. Ólafur Guðmundsson    1 leikur / 0 mörk.   Lið: Augnablik (tímabundið)
 17. Ólafur Íshólm Ólafsson    5 leiklir / 0 mörk.   Lið: Fram   6.12.18 (1/2 tímabil 2019)
 18. Óskar Jónsson   18 leikir/0 mörk.   Lið: Grótta   4.7.19
 19. Willum Þór Willumsson  50 leikir / 8 mörk.   Lið: BATE Borisov   15.2.19
 20. Hrvoje Tokic   33 leikir / 11 mörk.   Lið: Selfoss   12.6.18 (1/2 tímabil 2018)
 21. Sveinn Aron Guðjohnsen   31 leikir / 7 mörk.   Lið: Spezia Calcio   25.7.18

* Í september gerði Guðmundur Böðvar Guðjónsson starflokasamning við knattspyrnudeild og því ekki í leikmannihópi síðustu tvær umferðirnar. Og Andri Rafn Yeoman hélt til náms á Ítalíu og missti af tveimur síðustu leikjum tímabilsins.

Tveir markmenn gerðu samning við erlend félög:

 1. Patrik Sigurður Gunnarsson samdi við Brentford 25.6.19
 2. Elías Rafn Ólafsson samdi við dönsku meistarana Midtjylland 17.7.18

Leikmenn sem léku sem lánsmenn hjá öðrum liðum í sumar:

 1. Bjarni Þór Hafstein - Augnablik
 2. Guðjón Máni Magnússon – Austri
 3. Sindri Þór Ingimarsson – Augnablik
 4. Stefán Ingi Sigurðarson – Augnablik

Leikmenn sem höfðu félagaskipti í önnur félög:

 1. Brynjar Óli Bjarnason – Færeyjar
 2. Gunnar Geir Baldursson – Haukar
 3. Hlynur Örn Hlöðversson – Fram
 4. Skúli E. Kristjánsson Sigurz – Afturelding

Markasyrpur 2019, 2018 og 2017 í boði BlikarTV:  

Stuðningsmenn Blika voru duglegir að mæta á leiki liðsins í sumar. Áforfendur voru 1318 að meðaltali á leikjum liðsins á Kóapvogsvelli í sumar. Breiðablik er líka það félag sem hefur lagt mikla áherslu á að auglýsa leiki og gera alla umgjörð hjá sér sem besta.

Nýr grevigrasvöllur með flóðljósum var vígður 19. maí. Fyrsti deildarleikurinn í flóðljósum var leikur Breiðabliks og Fylkismanna  1. september.

Meistaraflokkur Breiðabliks 2019

Fremsta röð f.v.: Ágúst Þór Gylfason aðalþjálfari, Andri Rafn Yeoman, Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor Karl Einarsson, Ólafur Íshólm Ólafsson, Gunnleifur Vignir Gunnleifsson fyrirliði, Sindri Snær Vilhjálmsson, Alexander Helgi Sigurðarson, Davíð Ingvarsson, Benedikt V. Warén, Orri Hlöðversson formaður knattspyrnudeildar.

Miðröð f.v.: Snorri Arnar Viðarsson meistaraflokksráð, Guðmundur Steinarsson aðstoðarþjálfari, Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Arnar Sveinn Geirsson, Karl Friðleifur Gunnarsson, Ólafur Pétursson markmannsþjálfari, Gísli Eyjólfsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Alfons Sampsted, Aron Már Björnsson styrktarþjálfari, Sigurður Hlíðar Rúnarsson framkvæmdarstjórn.

Aftasta röð f.v.: Marinó Önundarsonar liðsstjórn, Jón Magnússon liðsstjórn, Þórir Guðjónsson, Brynjólfur Darri Willumsson, Damir Muminovic, Elfar Freyr Helgason, Viktor Örn Margeirsson, Thomas Mikkelsen, Ólafur Guðmundsson, Andri Roland Ford sjúkraþjálfari, Þorsteinn Máni Óskarsson sjúkarþjálfari

Á mynd vantar: Aron Bjarnason, Kolbeinn Þórðarsson, Hlyn Örn Hlöðversson, Kwame Quee og Jonathan Hendrickx

Myndataka & umsjón: Helgi Viðar Hilmarsson, Pétur Ómar Ágústsson.

Til baka