BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

BOSE Bikarinn 2021: Breiðablik - KR

19.11.2021 image

Knattspyrnuveislan hjá okkar mönnum hefst á morgun, laugardag þegar fyrstu leikir BOSE Bikarsins 2021 fara fram. Blikamenn taka þá á móti KR-ingum á Kópavogsvelli kl.13.00. Okkar menn eru eru líka í riðli með Stjörnunni og verður spilað á hverjum laugardegi næstu vikur. Úrslitaleikir um sæti fara fram laugardaginn 11. desember.

BOSE Bikarinn 2021 - leikjaplan:

A Riðill
Breiðablik
KR
Stjarnan

B Riðill
FH
Valur
Víkingur R.

Laugardagurinn 20. nóvember 2021:
Breiðablik – KR kl.13.00 (Kópavogsvöllur) A riðill
FH – Valur kl.11.00 (Skessan) B riðill

Laugardagurinn 27. nóvember 2021:
Stjarnan – KR kl.13.00 (Samsungvöllur) A riðill
Víkingur – Valur kl.13.00 (Víkingsvöllur) B riðill

Laugardagurinn 4.desember 2021:
Breiðablik - Stjarnan kl.13.00 (Kópavogsvöllur) A riðill
Víkingur – FH kl.14.00 (Víkingsvöllur) B riðill

Laugardagurinn 11.desember:
- Leikur um 1. – 2. sæti - Sigurvegari úr A riðli mætir sigurliðinu úr B riðli í úrslitaleik
- Leikur um 3. – 4. sæti - Lið í 2 sæti A og B riðils mætast
- Leikur um 5. – 6. sæti - Lið í 3ja sæti A og B riðils mætast

BOSE Bikarinn í 10 ár

Tíu ár eru síðan BOSE Bikarinn hóf göngu sína sem æfingamót - spilað í nóvember og desember.

Árið 2012. Fjölnir, Fylkir, Valur og Þróttur tóku þátt í fyrsta mótinu árið 2012. BOSE Meistari: Fylkir

Árið 2013. Breiðablik tók fyrst þátt í mótinu 2013. Önnurð lið það ár: KR, Fylkir og Fjölnir. BOSE Meistari: KR

Árið 2014. Þáttökulið: Stjarnan, KR, Víkingur R. og Fjölnir. BOSE Meistari: Víkingur R.

Árið 2015. Liðum fjölgað í 6. Sigurvegarar riðlanna spila til úrslita, liðin í 2. sæti spila um 3. sætið og liðin í 3 sæti spila um 5. sætið. Liðin: Víkingur R., Fjölnir, Stjarnan, FH, KR og Breiðablik. BOSE Meistari: Stjarnan

Árið 2016. Dregið í riðla í höfuðstöðvum Nýherja. Liðin: FH, KR, Stjarnan, Fjölnir, Víkingur R. og Breiðablik. BOSE Meistari: Fjölnir

Árið  2017. LIðin sem tóku þátt: FH, Fjölnir, KR, Stjarnan, Víkingur R. og Breiðablik. BOSE Meistari: Breiðablik

Árið 2018. HK tók þátt í fyrsta sinn. Liðin eru: FH, HK, KR, Víkingur R., Stjarnan og Breiðablik. BOSE Meistari: KR

Árið 2019. Átta lið tóku þátt. Og BOSE Bikar kvenna kynnt í fysta sinn með þátttöku Vals, FH, Keflavík og KR. Hjá körlunum bætust Valur og KA í hópinn. Liðin átta 2019: KA, Stjarnan, Valur, FH, Grótta, Víkingur R., KR og Breiðablik. BOSE Meistari: Valur

Árið 2020 er ár COVID-19

Árið 2021. Sex lið eru skráð til leiks: KR, Stjarnan, FH, Valur, Víkingur R. og Breiðablik. BOSE Meistari: ?

Breiðablik - KR

Fyrsti leikur okkar manna í BOSE BIkarnum 2021 verður gegn KR-ingum á Kópavogsvelli á morgun, laugardag kl.13:00! Leikurinn verður sýndur í beinni á YouTube rás BlikarTV. Hér er slóð í útsendinguna.

Innbyrðis leikir Blika og KR í BOSE Bikarnum: 

2018: Breiðablik - KR. Úrslitaleikur í Fífunni 8. des 2018. Jafnt var 2:2 eftir venjulegan leiktíma og því farið beint í vító. Það þurfti samtals 20 spyrnur til að fá úrslit. Leikar fóru svo þannig að KR-ingar unnu leikinn 10:11 og því sigurvegarar BOSE Bikarsins 2018. Meira um leikinn á Fótbolta.net.

2017: KR - Breiðablik í Egilshöll 4. desember 2017. Blikum nægði jafntefli til tryggja sig áfram úrslitaleik BOSE Bikarsins 2017. 

2015: KR - Breiðablik í Egilshöll 27. nóvember 2015. Það var róleg stemmning i mönnum og ekki mikið um átök. Það vantaði oft herslumuninn upp á að koma sér í þokkaleg færi en því miður var lítið um þau í kvöld hjá Blikum. Það var hinsvegar 16 ára gamall KR ingur sem að stal senunni þegar að hann skoraði sigurmarkið fyrir KR. Fínt mark hjá Ástbirni Þórðarsyni sem á framtíðina fyrir sér. Nánar.

2013: KR - Breiðablik. Úrslitaleikur í Egilshöll 7. desember 2013. Íslandsmeistarar KR unnu 6:2 sigur á okkar mönnum. Nánar um leikinn á Fótbolti.net

Dagskrá

Leikurinn verður flautaður á kl.13:00 á morgun, laugardag. Leikið verður á Kópavogsvelli. Veðurspáin er góð. Norðanátt og heiðskírt. Hitastig við frostmark.

image

Til baka