BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tölfræði og yfirlit 2023 - samantekt

18.10.2023 image

Leikmenn meistaraflokks Breiðabliks 2023 ásamt þjálfarateymi, sjúkraþjálfurum, liðsstjórn og stjórnarmönnum (nafnalisti hér)

Óskar Hrafn Þorvaldsson var aðalþjálfari liðsins fram yfir lokaleik Bestu deildarinnar 2023. Halldór Árnason var aðstoðarþjálfari liðsins, en tók við sem aðalþjálfari af Óskari. Valdimar Valdimarsson er markmannsþjálfari liðsins. Aron Már Björnsson er styrktarþjálfari liðsins. Eyjólfur Héðinsson var afreksþjálfari og þátttakandi í þjálfarateymi meistaraflokks þar sem hann hélt utan um aðlögun yngri leikmanna inn í meistaraflokkshópinn. Eyjólfur var svo ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins. Í sjúkraþjálfarateyminu eru þær Særún Jónsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson eru liðsstjórar.

Samantekt 2023

Keppnistímabilið 2023 hófst með leikjum í nýja æfingamótinu - Þungaviktarbikarinn. Samantekt ársins er ekki endanleg því enn er 4 leikjum ólokið í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA, en riðlakeppninni lýkur um miðjan desember 2023.

Röðun efnis:

  • Evrópukeppnir 2023

  • Tölfræði 2023

  • Breytingar á þjálfarateymi

  • Leikjafjöldi - Mörk - Viðurkenningar

  • Leikmannasamningar & Félagaskipti

  • Samantektir & Markasyrpur fyrri ára

  • Um blikar.is vefinn

  • SpáBlikar 2023

EVRÓPUKEPPNIR 2023

Forkeppni & Undankeppni  - Meistaradeild

Í júní þegar dregið var í forkeppni Meistaradeildarinnar kom liðið Tre Penne frá San Marínó upp úr pottinum sem fyrsti andstæðingur Breiðabliks í forkeppni Meistaradeildarinnar. Forkeppnin fór fram á Kópavogsvelli dagana 27. & 30. júní 2023. Leikurinn við San Marínó liðið var í undanúrslitum. Breiðablik vann leikinn við San Marínó liðið 7:1 og spilaði því úrslitaleikinn gegn Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Blikar unnu leikinn gegn þeim 5:0 og tryggðu sér þar með sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik mætti svo írsku meisturunum Shamrock Rovers í 1.umf í undankeppninni og strákarnir gerðu sér lítið fyrir og slógu þá írsku út með 0:1 sigri í Dublin og 2:1 sigri á Kópavogsvelli. Blikar mættu dönsku meisturunum FC Copenhagen í 2. umferð. FCK vann báða leikina: 0:2 á Kópavogsvelli og 6:3 á Paken í Kaupmannahöfn.

Undankeppni - Evrópudeild

Blikaliðið tók þátt í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar og mætti þar Zrinjski frá Mostar í Bosníu-Hersegóvínu. Fyrri leikurinn í Mostar lauk með stórsigri heimamanna 6:2. Seinni leikurinn var á Kópavogsvelli og lauk með 1:0 sigri okkar manna. Zrinjiski vann einvígið samanlagt 6:3 en Breiðabliksliðið komið í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. 

 

Umspil (play-offs) - Sambandsdeild

Blikamenn mættu FC Struga frá N. Makedóníu í tveimur umspilsleikjum um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu tímabilið 2023/24. Fyrri leikinn gegn Struga, sem leikinn var á Biljanini Izvori vellinum Í Ohrid í N. Makedóníu 24. ágúst, unnum við  0:1. Seinni leikurinn fór fram á Kópavogsvelli viku síðar. Sá leikur vannst einnig 1:0 og Breiðablik þar með búið að trygga sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu keppnistímabilið 2023/24.

 

Riðlakeppni - Sambandsdeild

Breiðablik var ásamt 7 öðrum liðum í 4 styrkleikaflokki þegar dregið var í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA 2023/24 í Mónakó 1. september. Breiðabliksliðið er í B-riðli með KAA Gent, MaccabiTel Aviv og Zorya Luhansk.

Tveir leikir af sex eru þegar búnir.

Leikurinn við Maccabi Tel Aviv fór fram í Ísrael 21. september. Heimamenn unnu leikinn 3:2 eftir að hafa verið yfir 3:1 í hálfleik. 

Heimaleikur okkar við Zorya Luhansk fór fram á Laugardalsvelli 5. október. Gestirnir unnu leikinn með einu marki gegn engu. 

Næsti leikur okkar er gegn KAA Gent á þeirra heimavelli í Belgíu fimmtudaginn 26. október kl.16:45. 

Saga Blika í Evrópukeppnum

Karlalið Breiðabliks lék fyrsta Evrópuleikinn 15. júlí 2010. Síðan þá hafa Breiðabliksmenn tekið þátt í Evrópukeppnum í 9 ár af 13 mögulegum - þar af 5 síðustu ár í röð.

 Þátttaka í Evrópumótum til þessa:

 - Meistaradeild: 2023, 2011.

 - Evrópudeild: 2023, 2020, 2019, 2016, 2013, 2010.

 - Sambandsdeild: 2023, 2022, 2021.

 Samtals 39 leikir í 14 löndum - 17 sigrar, 5 jafntefli, 17 töp.

TÖLFRÆÐI 2023

Óskar var ráðinn til Breiðabliks 5. október 2019 og vakti ráðningin talsverða athygli, ekki síst fyrir þá sök að hann var þá nýbúinn að stýra meistaraflokki Gróttu upp í efstu deild, í fyrsta sinn. Enn fremur töldu margir sparkspekingar Blika taka talsverða áhættu með að ráða til þess að gera óreyndan þjálfara til að taka næsta skref með okkar lið.

Óskar var ekkert að tvínóna við hlutina og hélt fund með stuðningsmönnum þar sem hann lýsti í grófum dráttum hvernig fótbolta hann og Halldór ætluðu að láta liðið spila, til að þróa það áfram. Og hann bað fólk sýna því skilning þó spilamennskan myndi kosta nokkur mörk, því það myndi hún óhjákvæmilega gera á meðan verið væri að slípa þetta til og sníða af mestu hnökrana.

Óhætt er að segja að spilamennskan hafi verið nýstárleg og sannarlega reynt á taugar og langlundargeð áhangenda jafnt sem leikmanna, því nóg var af gjafamörkum, og sérstaklega framan af. En til að gera langa sögu stutta má segja að með þessu uppleggi hafi Óskari tekist að lyfta Blikaliðinu upp á þann stall sem honum varð tíðrætt um með því að ná lengra í Evrópukeppni en áður hafði tekist, og jafnframt að krækja í Íslandsmeistaratitilinn 2022 á sannfærandi hátt. 

Nánar: Kaflaskil þegar Óskar Þorvaldsson kveður Breiðablik.

BREYTINGAR Á ÞJÁLFARATEYMI

Stjórn Knattspyrnudeildar Breiðabliks tilkynnti eftir síðasta leik Bestu deildar karla 2023 að Óskar Þorvaldsson hefði látið af störfum sem þjálfari liðsins og Halldór Árnason verið ráðinn í hans stað.

Halldór Árnason hefur verið ráðinn sem þjálfari meistaraflokk karla hjá Breiðabliki til næstu þriggja ára. Halldór hefur starfað sem aðstoðarþjálfari meistaraflokksins síðan 2019 og verið mikilvægur hluti af teyminu í kringum meistaraflokk karla og þeim árangri sem liðið hefur náð.

"Ég er afar stoltur af traustinu sem Breiðablik sýnir mér til að stýra meistaraflokki karla og halda áfram að byggja upp það frábæra starf sem hér er í gangi. Ég tek við mjög góðu búi og frábæru liði af Óskari og hlakka til að takast á við þau spennandi og krefjandi verkefni sem okkar bíða" segir Halldór Árnason nýráðinn þjálfari Breiðabliks.

Í vikunni var svo tilkynnt um að Eyjólfur Héðinsson, hafi verið verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Eyjólfur hefur starfað hjá Breiðabliki síðan 2022 sem þjálfari með sérstaka áherslu á unga leikmenn sem eru að byrja að æfa með meistaraflokki og verið mikilvægur hluti af þjálfarateymi meistaraflokks.

image

Aðstoðar- og aðalþjálfari karlaliðs Breiðabliks frá október 2023.

LEIKJAFJÖLDI - MÖRK - VIÐURKENNINGAR

Leikjafjöldi 2023

Breiðabliksliðið hefur spilað 52 mótsleiki til þessa á árnu. Þegar þessi samantekt er gerð er enn fjórum leikjum ólokið í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA. Síðasti leikur ársins hjá Breiðabliki er gegn Zorya í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og verður spilaður í Póllandi fimmtudaginn 14. desember. 

Skipting mótsleikja 2023 er þessi: Besta deild karla 27 leikir, Evrópukeppnir 12 leikir, Bikarkeppni KSÍ 4 leikir, Lengjubikarinn 5 leikir, æfingamót 3 leikir og Meistarakeppni KSÍ 1 leikur. Samtals 52 lekir. Til viðbótar spilaði liðið nokkra æfingaleiki á árinu þ.m.t. við Brentford B í æfingaferð liðsins til Portúgal í mars "Sanngjarn sigur á býflugunum frá Brentford" og einnig gegn úrvalsdeildarliðinu Elfsborg "Frábær fótbolti þrátt fyrir tap!"

Efsta deild

Í fyrsta sinn í nokkur ár nær enginn leikmaður að taka þátt í öllum leikjum liðsins í efstu deild. Þannig stendur Brynjar Atli markvörður vaktina í 2 leikjum í Bestu. Og leikjahæstu leikmenn síðustu ára, þeir Höskuldur Gunnlaugsson, Damir Muminovic, Gísli Eyjólfsson, Viktor Örn Margeirsson og Viktor Karl Einarsson, fengu allir verðskuldaða hvíld í nokkrum leikjum í Bestu.

Markaskorun

Annað árið í röð skora Blika 109 mörk í mótsleikjum ársins. Mörkin skiptast svona milli móta: Besta deildin 52 mörk, Mjólkurbikarinn 10 mörk, Evrópukeppnir UEFA 25* mörk, Lengjubikar 10 mörk, Æfingamót 9 mörk, Meistarakeppni 3 mörk. 

*enn er 4 Evrópuleikjum ólokið.

Sex markahæstu sem spiluðu allt mótið:

image

Markahæsti leikmaður Blikaliðsins á tímabilinu, með 17 mörk í öllum keppnismótum 2023 - þar af 10 í Bestu, er markahrókurinn Stefán Ingi Sigurðarson. 

Leikjaáfangar & Viðurkenningar

Hjá Blikum er sú hefð að veita leikmönnum viðurkenningar fyrir spilaða mótsleiki. Í kjölfar 100 mótsleikja fær leikmaður viðurkenningarskjal og er hann þar með kominn í "100 leikja klúbbinn" svokallaða. Í dag telur 100 leikja klúbbur karla tæplega 90 leikmenn. Þegar leikmaður hefur náð að spila 200 mótsleiki í Bliktreyjunni fær hann í viðurkenningarskyni áritaðan platta. Einnig er að myndast hefð fyrir viðurkenningu fyrir 150 mótsleiki. Eftir 250 leiki fær leikmaður blóm og gjafabréf. Við 300 mótsleikja áfangann er aftur áritaður platti og gjafabréf. Handhafar 300 leikja viðurkenningar til þessa eru 5: Olgeir Sigurgeirsson, Andri Rafn Yeoman, Elfar Freyr Helgason og Damir Muminovic.

Leikjaáfangar á árinu 2023 m.v. 15. október:

100 leikir: Jason Daði Svanþórsson og Alexander Helgi Sigurðarson

150 leikir: Davíðs Ingvarsson, Anton Ari Einarsson og Viktor Karl Einarsson

200 leikir: Oliver Sigurjónsson og Viktor Örn Margeirsson

250 leikir: Gísli Eyjólfsson og Kristinn Steindórsson

image

Á myndum með leikmönnum eru stjórnarmennirnir Flosi Eiríksson formaður og Erna Björk Sigurðardóttir ritari knattspyrnudeildar Breiðabliks.

image

Það voru stjórnarmennirnir þau Flosi Eiríksson formaður og Birna Hlín Káradóttir varaformaður knattspyrnudeildar Breiðabliks sem afhentu leikmönnunum viðurkenningu fyrir leikinn gegn Víkingum 25. september.

LEIKMANNASAMNINGAR & FÉLAGASKIPTI

Leikmenn sem gengu til liðs við Breiðablik fyrir og á keppnistímabilinu 2023:

31.10.2022: Eyþór Aron Wöhler gengur til liðs við Breiðablik

31.10.2022Alex Freyr Elísson gengur til liðs við Breiðablik

23.11.2022Patrik Johannesen í Breiðablik

25.11.2022Arnór Sveinn kominn heim

07.12.2022Ágúst Eðvald kominn heim!

13.12.2022: Klæmint Andrasson Olsen til Breiðabliks

06.01.2023Ágúst Orri aftur í Breiðablik

17.02.2023: Oliver Stefánsson skrifar undir hjá Breiðabliki

24.02.2023: Alexander Helgi mættur til landsins og semur við Blika

04.08.2023: Kristófer Ingi með Blikum út árið 2023

Leikmenn sem skrifuðu undir eða endurnýjuðu samning á árinu:

25.02.2023: Kristinn Steindórsson

22.03.2023: Tumi Fannar Gunnarsson

30.09.2023: Viktor Örn framlengir

02.02.2023: Dagur Örn Fjeldsted - Ásgeir Helgi Orrason - Viktor Elmar Gautason - Tómas Orri Róbertsson - Arnar Númi Gíslason

Samningsbundnir leikmenn Breiðabliks á láni hjá öðrum liðum:

Eyþór Aron Wöhler var lánaður til HK - kallaður til baka í júlíglugganum

Alex Freyr Elísson lánaður til KA í júlíglugganum. 

Arnar Númi Gíslason og Pétur Theódór Árnason voru lánaðir til Gróttu.

Dagur Örn Félsted var lánaður til Grindavíkur - kallaður til baka í júlíglugganum.

Tómas Orri Róbertsson var lánaður til Grindavíkur.

Tumi Fannar Gunnarsson og Viktor Elmar Gautason spiluðu með Augnabliki í sumar.

Leikmenn sem söðluðu um til annarra liða innanlands:

Elfar Freyr Helgason gerði samning við Valsmenn - Adam Örn Arnarson gerði samning við Fram - Benedikt V. Warén samdi við Vestra - Lúkas Magni Magnússon samdi við KR.

Leikmenn sem fóru erlendis á árinu:

30.08.2023: Ágúst Orri seldur til Genoa á Ítalíu

02.07.2023: Stefán Ingi Sigurðarson kvaddur

31.01.2023: Takk Dagur Dan

SAMANTEKTIR & MARKASYRPUR FYRRI ÁRA

Samantektir:  2023    2022     2021    2020     2019      2018      2017      2016      2015

Mörk/markasyrpur: 2023    2022     2021     2020      2019      2018      2017 

UM BLIKAR.IS

Suðningsmannavefurinn er mjög öflugur í fréttamiðlun á eigin heimasíðu og tengdum samfélagsmiðlum. 

Google Analytics gerði breytingu á árinu sem tók gildi 1. júlí. Talning frá 1. júlí til 15. október 2023 sýnir þessar fréttir sem 5 mest lesnu: 

   1.   Við erum ekki í nógu stórum fötum - 09.09.2023

   2.   Kaflaskil þegar Óskar Þorvaldsson kveður Breiðablik – 10.10.2023

   3.   Maccabi Tel Aviv - Breiðablik – 21.09.2023

   4.   Hvað varð um liðið? – 18.09.2023

   5.   Þeir gættu brúarinnar – 10.08.2023

Talning frá 1. október 2022 til 30. júní 2023 sýnir þessar fréttir sem 5 mest lesnu: 

   1.   Eyþór opnaði markareikninginn  - 03.12.2022

   2.   Þungavigtin byrjar með 1:5 sigri! - 08.01.2023

   3.  Forkeppni: Tre Penne - Breiðablik  - 24.06.2023

   4.   Sanngjarn sigur á býflugunum frá Brentford - 04.03.2023

   5.  Er ekki kominn tími til að tengja - 08.10.2023

Í efnisflokkunum Leikmenn - Leikir – MyndirTV SaganEnglishFélög er English síðan með yfirgnæfandi fjölda fléttinga sem er alveg eðlilegt miðað við velgengni Breiðabliks í Evrópukeppnum á yfirstandandi keppnistímabili.  

SpáBlikinn

Keppnistímabilið 2023 er þriðja tímabilið í röð þar sem "SpáBlikinn" er fastur liður í upphitunarpistlum blikar.is fyrir leiki í Bestu deild karla. Alls tóku 27 SpáBlikar þátt: Gunnar Gylfason, Valdimar Valdimarsson, Hekla Pálmadóttir, Bjarni Bergs, Sandra Sif Magnúsdóttir, Hákon Sverrisson, Guðmundur Jóhann Jónsson, Raggi Rögg, Rögnvaldur "Goggi" Rögnvaldsson, Ágúst Þór Ágústsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson, Ásta María Reynisdóttir, Guðmundur Jóhannesson, Snorri Arnar Viðarsson, Ragna Björg Einarsdóttir, Eysteinn Pétur Lárusson, Sigurjón Jónsson, Rósa Hugosdóttir, Erna Björk Sigurðardóttir, Gissur Pétursson, Eiríkur Hjálmarsson, Pétur Andrésson, Þórólfur Árnason, Þorvaldur Flemming Jensen, Vilmar Pétursson, Andrés Jón Davíðsson og Ísleifur Gissurarson.

SpáBlikar ársins 2023:

image

SpáBlikar frá upphafi eru nú 73. Ekki liggur fyrir samantekt á spávisku stuðningsmannanna en nú er meira vitað um þessa frábæru stuðningsmenn en áður - sem er jú aðal tilgangurinn. Takk öll fyrir þáttökuna!

Um vefinn - Blikar.is

Blikar.is er sjálfstætt starfandi stuðningsmannavefur meistaraflokks Breiðabliks í knattspyrnu. Vefurinn heyrir ekki undir stjórn félagsins. Skoðanir sem hér koma fram túlka eingöngu stefnu og skoðanir stjórnenda vefjarins. Þannig túlka pistlar sem birtir eru sýn pistlahöfunda hverju sinni. Vefurinn opnaði 15. maí 2006. Nýtt útlit var sett á vefinn 20. mars 2007. Núverandi útlit er síðan í september 2012.

Efni: Fréttir, pistlar, tölfræði, sagan, dagblöð, myndir og myndbönd.

Pennar: Andrés Pétursson - Ólafur Björnsson - Hákon Gunnarsson - Pétur Már Ólafsson - Kristján Ingi Gunnarsson - Eiríkur Hjálmarsson - Pétur Ómar Ágústsson - Freyr Snorrason - Valgarður Guðjónsson.

Uppsetning efnis: Pétur Ómar Ágústsson - Pétur Andrésson.

Myndbönd: Heiðar B. Heiðarsson - Helgi Viðar Hilmarsson.

Myndir: Helgi Viðar Hilmarsson.

Tölfræði: Pétur Ómar Ágústsson.

Twitter - @blikar_is: Pétur Ómar Ágústsson  -  Freyr Snorrason.

Instagram - blikaris: Freyr Snorrason.

Admin og hönnun: Gylfi Steinn Gunnarsson.

Ábendingar sendist á blikar@blikar.is 

www.blikar.is

Blikar_is á Twitter

Blikaris á Instagram

Blikahornið á Soundcloud

BlikarTV 

image

PÓÁ

Til baka