BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Undankeppni Meistaradeildar UEFA 2023/24: Breiðablik - Shamrock Rovers

16.07.2023 image

Eftir 0:1 sigur í öflugri frammistöðu okkar gegn Shamrock Rovers í Dublin í síðustu viku er komið að síðari leik  liðanna í 1. umferð undankeppni Meistardeildar Evrópu 2023/24. Nú er síðari viðureignin eftir og Írarnir hyggja á hefndir. Nánar um fyrri leikinn hér.

Við minnum ykkur á miðasöluna á leikinn gegn Shamrock Rovers frá Írlandi á Kópavogsvelli á þriðjudag kl.19.15. Uppselt er á leikinn en miðar voru seldir á Stubbur

Stuðningur áhorfendur getur hinsvegar skipt sköpum! Við hvetjum alla til að mæta á völinn og styðja Blikaliðið til sigurs. Tökum þátt í þvi að skapa Blikasöguna!

Leiðin í undankeppnina

Þegar dregið var í forkeppni Meistaradeildar UEFA 2023/24 13. júní í Nyon kom liðið Tre Penne frá San Marínó upp úr pottinum sem andstæðingur Breiðabliks í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildarinnar sem leikin var á Kópavogsvelli 27. og 30. júní 2023. Hinn undanúrslitaleikur keppninnar var á milli Budućnost Podgorica og Atlètic Club d'Escaldes. Sigurvegarar leikjanna 27. júní, Breiðablik og Budućnost Podgorica, léku svo til úrslita 30. júní. Sigurvegari leiksins, Breiðablik, tryggði sér þar með inn í fyrstu umferð.

Leikir Breiðabliks í undanúrslitum og úrslitum forkeppni Meistaradeildar UEFA sem leikin var á Kópavogsvelli 27. og 30. júní:

Saga Blika í Evrópukeppnum

image

Karlalið Breiðabliks hefur tekið þátt í Evrópukeppni 5 ár í röð og í 9 ár af 13 mögulegum – fyrst 2010.

Leikurinn við Shamrock Rovers á þriðjudaginn verður því 31. Evrópuleikur Blikaliðsins frá upphafi. Þátttaka í Evrópumótum til þessa: Meistaradeild: 2023, 2011. Evrópudeild: 2020, 2019, 2016, 2013, 2010. Sambandsdeild: 2022, 2021.

Liðin sem Blikar hafa mætt í Evrópuleikjum:

2023 - Shamrock Rovers, Buducnost Podgorica, Tre Penne

2022 - Istanbul Basaksehir, Buducnost Podgorica, UE Santa Coloma

2021 - Aberdeen, Austria Wien, Racing Union

2020 - Rosenborg

2019 - Vaduz

2016 - Jelgava

2013 - Aktobe, Sturm Graz, FC Santa Coloma

2011 - Rosenborg

2010 - Motherwell

Samtals 30 leikir í 11 löndum - 13 sigrar, 5 jafntefli, 12 töp.

Flestir leikir í Evrópukeppnum:

2023: Í gangi. Meistaradeild UEFA. Forkeppni: Undanúrslit og úrslit. Undankeppni. 1.umf. Shamrock Rovers.

2022: Sambandsdeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. Istanbul Basaksehir - 2.umf. Buducnost Podgorica - 1.umf. UE Santa Coloma.

2021: Sambandsdeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. Aberdeen FC - 2.umf. Austria Wien - 1.umf. Racing Uion.

2013: Evrópudeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. FC Aktobe - 2.umf. Sturm Graz - 1.umf. FC Santa Coloma.

(mynd)

Um andstæðinginn

image

Félagið Shamrock Rovers er írskur atvinnumannaklúbbur með aðsetur í Tallaght, Suður-Dublin. Liðið keppir í úrvalsdeild Írlands og er sigursælasta félag írska lýðveldisins. Félagið hefur unnið Írlandsmeistaratitilinn 20 sinnum og FAI bikarinn 25 sinnum. Nánar um félagið. 

Shamrock Rovers var stofnað árið 1899. Þeir unnu deildarmeistaratitilinn í fyrstu tilraun tímabilið 1922/23 og festu sig í sessi sem sigursælasta félag Írlands árið 1949 en þá hafið félagið unnið 44 stóra titla. Félagið varð fyrsta írska liðið til að keppa í Evrópukeppni árið 1957. Félagið lék á Glenmalure Park frá 1926 til 1987 en þá var vallarsvæðið selt til fasteigna verktaka. Næstu 22 ár spilaði félagið heimaleiki á ýmsum stöðum í Dublin og víðar. 

Tallaght Stadium varð þeirra heimavöllur árið 2009 eftir margra ára tafir og lagaflækjur.

Þann 25. ágúst 2011 varð Rovers fyrsta írska liðið til að komast í riðlakeppni annarra tveggja efstu deilda í Evrópu.

Evrópukeppnir

Félagið á sér langa sögu í Evrópukeppnum. Þeir voru fyrsta írska liðið til að taka þátt í Evrópukeppni árið 1957. Félagið hefur náð mjög góðum árangri í Intertoto keppninni og Evrópudeildinni. Fyrsti sigur þeirra í Meistaradeildinni var 1:0 sigur í undankeppninni 2011/12 gegn FC Flora frá Tallinn á Tallaght Stadium í Dublin. Stærsti sigur þeirra i Evrópukeppni var samanlagður 7:0 sigur á Fram í fyrstu umferð UEFA-bikarsins í september 1982. Í ágúst 2011 varð Shamrock Rovers fyrsta írska liðið til að komast í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA þegar þeir sigruðu Partizan Belgrad 2:1 í framlengdum leik í Serbíu og unnu samanlagt 3:2. Í fyrra komust Shamrok Rovers í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA 2022/23.

Ferill Shamrock Rovers í Evrópu 2022/23:

- Meistaradeildin: Sigruðu Hibernians í fyrstu umferð undankeppni samanlagt 3:0. Féllu út í annarri umferð undankeppni fyrir Ludogorets samanlagt 2:4.

- Evrópudeildin: Höfðu betur gegn Shkupi í þriðju umferð undankeppni samanlagt 5:2. Fellu út fyrir  Ferencváros í umspili samanlagt 1:4.

- Sambandsdeildin. Í F-riðli með Gent, Molde og Djurgården. Enda í 4. sæti eftir 2 jafntefli og 4 töp.

Ferill Shamrock Rovers í Evrópukeppnum frá upphafi:

image

Dagskrá

Breiðablik og Shamrock Rovers mætast á Kópavogsvelli í undankeppni Meistaradeildar UEFA 2023/24 þriðjudaginn 18. júlí kl.19:15!

Uppselt er á leikinn en miðar voru seldir á Stubbur Af gefnu tilefni bendum við á að árskort og aðrir miðar gildi ekki.

Græna stofan verður opin fyrir leik, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. Blikaklúbburinn kynnir og selur Breiðabliksvarning.

Hlið vallarins opna kl.18:00! Minnum á að mæta tímanlega því skanna þarf alla miða við hliðin.

Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein textalýsing UEFA hér. 

Dómarar eru frá Svíþjóð. Dómari: Adam Ladebäck. Aðstoðardómarar: Mehmet Culum og Daniel Yng. Fjórði dómari: Granit Maqedonci. Myndbandsherbergi: Jochem Kamphuis og Edwin Van De Graaf frá Hollandi.

Það verður sannkallað Blikakvöld á Kópavogsvelli á þriðjudaginn!

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

Allt um fyrri leik liðanna í Dublin í síðustu viku

image

Til baka