BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi MAX 2020: Breiðablik - KA

28.09.2020 image

Pepsi MAX deild karla 2020. Breiðablik – KA á Kópavogsvelli fimmtudag kl.18:00

Það er þétt leikið í Pepsi MAX. Næsta verkefni Blikamanna er strax á fimmtudaginn þegar frískir KA-menn með Arnar Grétarsson, fyrrverandi leikmann og þjálfara okkar Blika, koma í heimsókn á Kópavogsvöll.

Blikaliðið er í 4 sæti með 27 stig eftir 1:1 jafntefli við Valsmenn á þeirra heimavelli að Hlíðarenda.

KA er í 8. sæti með 19 stig eftir góða ferð á Seltjarnarnesið á sunnudaginn þar sem þeir unnu unnu Gróttu í sex marka leik, 2:4.

image

Tölfræði

Tölfræðin fellur með okkur Blikum þegar úrslit allra mótsleiki liðanna er skoðuð. Mótsleikirnir eru samtals 41 frá fyrsta leik árið 1978. Blikar hafa yfirhöndina með 26 sigra gegn 10 sigrum KA manna og jafnteflin eru 5. Meira>

Efsta deild

Innbyrðis viðureignir liðanna í efstu deild eru 19. Blikar hafa yfirhöndina með 13 sigra gegn 3 sigrum KA. Jafnteflin er 3. Það er mikið skorað í þessum 19 leikjum eða 55 mörk.

Heilt yfir fellur tölfræðin með Blikum. KA kom upp í efstu deild árið 2017 eftir langa veru í næst efstu deild. Fyrsti leikur KA-manna í Pepsi-deildinni 2017 var á Kópavogsvelli 1. maí 2017. Norðanmenn gerðu sér lítið fyrir og skelltu Blikum 1:3 sem áttu lítið svar við kröftugu liði KA. Þjálfari Blika þá var Arnar Grétarsson.

Síðustu leikir í efstu deild á Kópavogsvelli

Leikmenn & þjálfari

Nokkrir leikmenn KA liðsins haf spilað í grænu Breiðablisktreyjunni. Steinþór Freyr Þorsteinsson lék 140 mótsleiki og skoraði 16 mörk með Breiðabliki á árunum 2002-2008.  Elfar Árni Aðalsteinsson lék 105 mótsleiki með Blikaliðinu og skoraði 29 mörk á árunum 2012-2015. Og Arnar Grétarsson, þjálfari KA manna, er þriðji leikjhæsti leikmaður félagsins frá upphafi með 289 mótsleiki og 61 skorðu mörk með Breiðabliki.

Blikar TV með Heisa Heison í farabroddi setti saman þessa upphitun. Sjón er sögu ríkari.

Leikmannahópur Breiðabliks

Allir leikmenn Blika ættu að vera klárir í slaginn nema Davíð Ingvarsson sem tekur út leikbann í leiknum. Svo er spurning hvort Kristinn Steindórsson og Andri Rafn Yeoman séu orðnir heilir. Eitthvað var að angra Gísla í upphafi seinni hálfleiks í síðasta leik. Vonandi verður hann búinn að ná sér fyrir leikinn á fimmtudaginn. 

image

Dagskrá

Mætum á Kópavogsvöll á fimmtudagskvöld og hvetjum okkar menn til sigurs!

Það verða tvö hólf í stúkunni og verður sér inngangur fyrir hvert hólf sem rúmar að hámarki 200 manns. A-hólf er frátekið fyrir Blikaklúbbskort/Ársmiðahafa á meðan laus sæti er að hafa. Félagið vill minna alla á að hafa í huga og fara eftir tilmælum yfirvalda um hreinlæti, handþvott og nálægð milli fólks.

Samkvæmt nýjustu sóttvarnarreglum telja börn fædd 2005 og síðar nú með í hámarksfjölda í hvert hólf. Börn fædd 2005 og síðar fá frítt á völlinn.

Því eru færri miðar í en venjulega í sölu og hvetjum við alla sem ætla sér á völlinn að verða sér úti um miða tímanalega á Stubbur. Miðar eingöngu seldir í gegnum STUBBUR-app. Smelltu hér til að ná í appið.

Leikurinn hefst kl.18:00 og verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki komast á leikinn.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Myndaveisla í boði BlikarTV frá leik liðanna á Akureyri 2. júlí í sumar.

BlikarTV klippur frá leiknum á Á akureyri í sumar.

Til baka