BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Andrea Rán með nýjan samning

04.01.2017

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Andrea sem verður 21 árs á þessu ári var ein af lykilmanneskjum í meistaraflokksliði Blika síðasta sumar.  Þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki 118 leiki með meistaraflokknum og hefur skorað 21 mörk í þeim leikjum.  Þar að auki hefur Andrea Rán spilað 35 unglingalandsleiki og 3 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.   Hún stundar nú háskólanám í Bandaríkjunum en kemur fersk til leiks í vor með Blikaliðinu.

Blikar fagna þessum samningi enda er þessi snjalli miðjuleikmaður mikilvægur hlekkur í uppbyggingu Blikaliðsins á komandi árum

Til baka