BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi MAX 2020: Breiðablik - Fylkir

07.08.2020 image

Pepsi MAX deild karla 2020. Breiðablik - Fylkir á Kópavogsvelli mánudagskvöld kl.19:15!

Eftir stutt COVID-19 hlé rúllar boltinn af stað í Pepsi MAX karla af um helgina. Öllum leikjum í 10. Umferða var frestað em 11. Umferð hefst á sunnudaginn með 5 leikjum. Umferðinni lýkur svo með leik Breiðabliks og Fylkis á Kópavogsvelli kl.19:15 á Mánudagskvöls.

Texi………….

Bæði lið hafa leikið 9 leiki í Pepsi MAX. Fylkismenn eru með 15 stig eftir 5 sigurleki. Okkar menn eru með 14 stig eftir 4 sigurleiki og 2 jafntefli.

image

Það stefndi í núll-núll jafntefli á Würth vellinum í fyrri leik liðanna í sumar þegar Damir stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu Olivers.  

Sagan

Í fyrra skiptu liðin bæði stigum og mörkum bróðurlega á milli sín í Pepsi MAX. Báðir leikir enduðu 4:3 fyrir heimaliðið. Aftur er mikið skorað í leik liðanna í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 2019. Sá leikur fór í framlengingu. Leikið var á Kóðavogsvelli. Staðan var 2:2 eftir venjulegan leiktíma, en blikar sigldu sigrinum í höfn með 2 mörkum Höskuldar í framlengingu. Lokastaða 4:2.

Og það var ekki fyrir taugaveiklaða né hjartveika að fylgjast með lokamínútum leiks Blika og Fylkis í Pepsi MAX deild karla á Kópavogsvelli í fyrra. Eftir að okkar drengir höfðu yfirspilað Árbæjarliðið nánast allan leikinn og komist í 4:0 hikstaði Blikavélin heldur betur og við fengum á okkur 3 mörk.

Efsta deild

Félögin hafa mæst í 33 skipti í efstu deild frá fyrsta leik árið 1996. Blikar hafa unnið 15 leiki, og Fylkir 10 leiki. Jafnteflin er 8. Markaskorun er 97 mörk sem skiptist jafnt: Breiðablik 49 mörk. Fylkir 48 mörk.

Það er athyglisvert að sjá hvað heimavöllur hefur gert lítið fyrir liðin í innbyrðis viðureignum. Tölfræði síðustu 20+ ára segir að Fylkismenn séu líklegri til að ná hagstæðum úrslitum gegn okkur á Kópavogsvelli en á eigin heimavelli og öfugt. Árin 2011 til 2017 náðum við ekki að leggja Fylkismenn í mótsleik á Kópavogsvelli. Hann var því kærkominn 2:0 sigurinn gegn Fylki á Kópavogsvelli í 9.umf 2018. Sá sigur gaf tóninn því að í fyrra vinna Blikar Fylkismenn í bæði deild og bikar. 

Síðustu 5 á Kópavogsvelli í efstu deild:

Dagskrá

Rétt í þessu gaf KSÍ út tilkynningu þess efnis að engir áhorfendur verða leyfðir á leikjum kvöldsins. Við viljum hinsvegar minna á að BlikarTV munu streyma beint frá leiknum.

Leikurinn verður flautaður á kl.19:15!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka