BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi MAX deildin 2019: Grindavík – Breiðablik 14:00 á laugardaginn

25.04.2019

Fyrsti leikur strákanna í Pepsi MAX deildinni 2019 verður gegn Grindvíkingum í Grindavík á laugardaginn kl. 14:00.

Eins og alltaf í upphafi móts er eftirvæntingin og tilhlökkun mikil. Vefmiðlar spá liðunum nokkuð ólíku gengi í sumar. Heimaliðinu er spáð níunda sæti en okkur Blikum því fjórða. Hinsvegar stefna Blikamenn á að halda toppsætinu – nákvæmlega sem þeir eru skráðir í fyrir mót.


Eftir frekar rýrar heimtur í æfingaleikjum undafarið eru strákarnir ákveðnir að sýna sitt rétta andlit í Grindavík á laugardaginn og trygga sér útisigur og 3 stig strax í fyrstu umferð Pepsi MAX 2019 enda er Blikum loksins að takast að safna stigum í Grindavík. Fjórir sigrar, tvö töp og tvö jafntefli í síðustu átta leikjum í Grindavík. Meira>

“Grindavíkurgrýlan”

Frá 1985 til 1993 gekk Breiðabliksliðinu bölvanlega að safna stigum gegn Grindavík – sérstaklega á þeirra heimavelli í Grindavík. Eftir marga tapleiki í Grindavík á árunum 1985-1993 var loksins komið að sigurleik. Haustið 1993 unnu Blikar góðan 0:3 sigur í Grindavík.. Þar með var álögunum - sem liðið taldi sig vera undir (les. Grindavíkurgrýlan) - loksins aflétt. Ingi Björn Albertson, þáverandi þjálfari Breiðabliks, sagði þetta á töfluæfingu fyrir leikinn: “Ég hef aldrei tapað fyrir Grindavík” og að því sögðu var brunað til Grindavíkur þar sem Ingi Björn barði liðið sitt áfram. Sigurmörkin skoruðu Jón “Bonni” Jónsson, Willum Þór Þórsson og Sigurjón Kristjánsson. Meira> 

Reyndar kom svo annað tímabil á árunum 1999 til 2006 þar Blikar náðu ekki hagstæðum úrslitum gegn Grindavíkurliðinu í Grindavík. Meira> 

Sagan

Innbyrðis mótsleikir liðanna frá upphafi eru 46 leikir. Grindvíkingar hafa sigrað 18 leiki, Blikar 17 og 11 leikjum hefur Jafnteflin eru 11. Meira>

Fyrsti innbyrðis leikur liðanna í efstu deild (þá Sjóvá-Almennra deildin) í Grindavík fór fram á Grindavíkurvelli 23. September 1995. Leiknum lauk með stór sigri heimamanna 6:3. Sjá mörkin ....

Efsta Deild

Innbyrðis viðureignir liðanna í efstu deild eru alls 26. Breiðablik hefur sigrað 8 viðureignir, Grindvíkingar 11 og 7 leikir hafa endað með jafntefli. Sagan er því heilt yfir með Grindvíkingum. Meira>

Síðustu 5 í efstu deild í Grindavík

2018: Fyrir leikinn í fyrra voru Grindvíkingar í efsta sæti með 14 stig eftir 7 umferðir. Blikar voru í 4. sæti með 11 stig. Með sigri gátu Blikar jafnað Grindvíkinga að stigum og komist upp fyrir þá í töflunni á markatölu. Það gekk eftir. Blikar vinna góðan 0:2 sigur. Meira>

2017: Blikar töpuðu í miklum rigningarleik í orðsins fyllstu merkingu – markaregn og blaut rigning. Liðin skoruðu 7 mörk 4:3 sigri Grindvíkinga. Meira> 

2012: Blikastrákarnir gerðu góða ferð suður með sjó og lögðu heimapilta í Grindavík 2:4. Þeir grænklæddu léku á alls oddi í fyrri hálfleik og sundurspiluðu heimapilta gersamlega. Meira>

2011: Grindvíkingar eiga góðan leik og ná 1:1 jafntefli gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks. Meira> 

2010: Breiðablik vann mjög sterkan 2:4 sigur gegn Grindavík. Meira> 

Markaregn!

Liðin hafa skorað 97 mörk í 26 innbyrðis leikjum í efstu deild. Leikir liðanna árin 1995 og 1996 enduðu með markalausu jafntefli. Hér eru nokkur dæmi um leiki þar sem liðin skora 3 eða fl mörk í leik: 2017: 4:3 - 2012: 2:4 - 2011: 2:1 - 2010: 2:3 - 2009: 3:0 - 2008: 3:6 - 2006: 2:3 - 2001: 2:1 - 2000: 3:4 - 1999: 4:1 - 1995: 6:3.

Önnur viðureign liðanna á þessu ári
Blikar unnu öruggan 5:0 sigur á Grindvíkingum í Fótbolta.net mótinu í lok janúar á þessu ári. Eins og tölurnar gefa til kynna vorum við miklu sterkari í leiknum og spiluðum því til úrslita á mótinu gegn Stjörnunni í leik sem Blikar unnu. Mörkin í leiknum skoruðu Aron Bjarnason, Brynjólfur Darri Willumsson(2), Kwame Quee og Viktor Karl Einarsson. Blikar TV var á staðnum. Sjá má öll mörkin úr leiknum hér. 

Leikmannahópurinn 2019

Leikmannahópur Blika hefur breyst töluvert milli ára. Í desember var Ólafur Íshólm lánaður til Fram. Gísli Eyjólfsson var lánaður til Mjallby til loka árs 2019. Í janúar gerðu Breiðablik og HK samkomulagi um vistaskipti Arnþórs Ara Atlasonar. Aron Kári Aðalsteinsson mun einnig spila með HK í sumar sem lánsmaður en Aron stefnir á nám í Bandaríkjunum seinnipartinn í sumar. Í janúar var Andri Fannar Baldursson lánaður til Bologna. Í febrúar var Arnór Gauti Ragnarsson seldur til Fylkismana. Um miðjan febrúar skrifuðu svo tveir leikmenn undir samninga við erlend lið: Willum Þór Willumsson gerði samning hjá BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi og Davíð Kristján Ólafsson skrifaði undir samning við norska liðið Álasund.

Við fáum til okkar Viktor Karl Einarsson sem kemur heim frá Varnamo í Svíðþjóð þar sem hann var á láni frá AZ Alkmaar. Þórir Guðjónsson kemur frá Fjölnismönnum. Kwame Quee lék síðast með Ólafsvíkur Víkingum. Guðjón Pétur Lýðsson kemur til okkar frá KA en hann lék með Íslandsmeisturum Vals í fyrra. Einnig er Thomas Mikkelsen með frá fyrsta leik núna en hann kom til liðs við okkur í júlí-glugganum í fyrra.

Þegar þetta er ritað er tíðindamaður blikar.is að lesa á vefmiðlum óstaðfestar fréttir um að Breiðablik hafi fengið Höskuld Gunnlaugsson lánaðan frá Halmstads BK í Svíþjóð og einnig að Breiðablik hafi komist að samkomulagi við Val um kaup á Arnari Sveini Geirssyni.

Uppfært 24.4.19: Arnar Sveinn Geirsson gerir tveggja ára samning við Breiðablik. 

Uppfært 25.4.19: Höskuldur heim!

Leikurinn

Liðið okkar ætlar að sækja stig til Grindavíkur á laugardaginn. Ef við vinnum þá gulklæddu erum við áfram á þeim stað í stigatöflunni sem við viljum vera. Við hvetjum því alla til að leggja leið sína suður með sjó og sjá þennan hörkuleik.

Flautað verður til leiks í Grindavík kl.14:00 á laugardaginn.

Blikar TV verður með beina útvpslýsingu frá leiknum. Nánar......

Áfram Breiðablik, alltaf, alls staðar!

Til baka