BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Viktor Karl kemur heim!

30.12.2018

Miðjumaðurinn snjalli Viktor Karl Einarsson hefur ákveðið að snúa aftur heim í Kópavoginn eftir nokkur ár erlendis. Hann gerir 3 ára samning við uppeldisfélagið sitt.

Viktor Karl, sem er 21 árs gamall, er uppalinn í Breiðabliki, en hefur síðan 2013 spilað með varaliði AZ Alkmaar. Hann var 16 ára gamall þegar hann skipti frá Breiðabliki til hollenska liðsins haustið 2013. Viktor lék afar vel með unglinga- og varaliði AZ og á að baki um 70 leiki með U19 og U21 árs liði AZ Alkmaar.

Í sumar gekk Viktor Karl til liðs við sænska B-deildarliðið IFK Värnamo þar sem hann lék 16 leiki. Fyrsti leikur hans með IFK Värnamo var sigurleikur IK Brage og var Viktor valinn maður leiksins.

Viktor á að baki 30 leiki með U16, U17, U19 og U21 landsliðum Íslands og skoraði 5 mörk í þeim leikjum.

Viktor Karl er fljótur og leikinn spilari. Það verður gaman að sjá þennan snjalla leikmann aftur í græna búningnum.

Velkominn heim Viktor Karl Einarsson. 

Til baka