BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

DREGIÐ Í EVRÓPUDEILDINNI

09.08.2020 image

Á morgun kemur í ljós hvaða mótherja Blikar fá í Evrópudeildinni 2020/2021. Dregið verður í Nyon í Sviss kl.13:00 CEST

Fyrsta umferð undankeppni Evrópudeildarinnar verður leikin 27. ágúst, önnur umferð undankeppni 17. september, þriðja umferð undankeppni 24. september og umspil um sæti í riðlakeppninni 1. október. Riðlakeppnin fer svo fram í október, nóvember og desember.

Vegna COVID-19 er margt á annan veg en við eigum að venjast. Leikin verður enföld umferð. Liðið sem kemur á undan uppúr glerskálinni fær heimaleik. Vegna ferðatakmarkanna og sóttvarna getur sú staða komið upp að flytja þurfi leiki á hlutlausa velli í öðru landi.

Liðum var skipt upp í 8 - 12 liða grúppur þar sem helmingurinn er seeded og hinn helmingurinn unseeded. Liðin sem Breiðablik getur mætt í fyrstu umferð undankeppninnar 27.ágúst eru: 

1 Aberdeen (SCO)
2 Rosenborg (NOR)
3 Motherwell (SCO) 

image

Komist liðið okkar áfram í 2. umferð 17. september fjölgar áhugaverðum liðum eins og t.d. AC MIlan, Tottenham, BATE Borisov og fleiri lið.

image

Evrópudeildin

Breiðablik hefur fjórum sinnum áður unnið sér inn þátttökurétt í Evrópudeild UEFA: árið 2010(Motherwell). 2013(Santa Coloma - Sturm Graz - Aktobe), 2016(Jelgava) og 2019(Vaduz):

2010

2013

2016

2019

Til baka