BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Danijel Dejan Djuric semur við dönsku meistarana

02.03.2019

Breiðablik og FC Midtjylland hafa komist að samkomulagi um að Danijel Dejan Djuric gangi til liðs við dönsku meistarana.

Danijel er fæddur árið 2003 í Serbíu en fluttist 2 ára gamall með fjölskyldu sinni til Íslands. Dejan faðir þeirra kom þá til Íslands og lék með Hvöt og Tindastól við góðan orðstír. Í Kópavog flytur svo fjölskyldan sumarið 2012 og gekk Danijel í 6.flokk Breiðabliks. Danijel vann sig svo inn í meistaraflokkshóp þegar hann var á sextánda aldursári.

Danijel hefur nú þegar leikið 19 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim 10 mörk.

Danijel lék sinn fyrsta opinbera leik síðastliðinn fimmtudag með U17 ára liði FC Midtjylland þar sem lið hans sigraði FC Kobenhavn 3-2.

Við óskum Danijel velfarnaðar á nýjum slóðum. Það verður gaman að fylgjast með þessum hæfileikaríka leikmanni halda áfram að vaxa í framtíðinni.

Til baka