BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi MAX 2020: KR - Breiðablik

11.07.2020 image

Pepsi MAX deild karla 2020. KR - Breiðablik á KR-vellinum mánudag kl.19:15!

Sjötta umferð Pepsi MAX karla 2020 verður leikin á sunnudag og mánudag. Á mánudag mæta Blikar röndóttum KR-ingum á þeirra heimavelli í vesturbæ Reykjavíkur.

Bæði lið hafa byrjað mótið vel. Blikaliðið er í efsta sæti með 11 stig - unnið 3 leiki af 5 og gert tvö jafntefli.

KR liðið er í 4. sæti með 9 stig - unnið 3 leiki og tapað 1 leik.

Staða efstu liða í Pepsi MAX fyrir leikinn. Blikar á toppnum með 11 stig en KR-ingar eiga leik til góða.

image

Sagan - Efsta deild

Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild frá upphafi eru 66. KR-ingar hafa vinninginn með 30 sigra gegn 15 sigrum Blika. Jafnteflin eru 21.

image

Fyrsti leikur Blika og KR í efstu deild var á Melavellinum árið 1971, sem var jafnframt fyrsta árið sem Breiðablik lék í efstu deild. Okkar menn gerðu sér lítið fyrir og  unnu leikinn með marki frá Haraldi Erlendssyni.

16.08 18:00
1971
KR
Breiðablik
0:0
1
1
A-deild | 11. umferð
Laugardalsvöllur | #

Leikið var á gamla Melavellinum sem var heimavöllur Breiðabliks í efstu deild frá 1971 þar til að Kópavogsvöllur var vígður 7. júní 1975

Síðustu 5 í Skjólinu

Blikar eru ekki óvanir að taka stig með sér heim í Kópavoginn þegar þeir mæta KR-ingum í Vesturbænum. Í 7 ár í röð (2012-2018) töpuðu Blikar ekki leik á Meistaravöllum, en í fyrra lutu okkar menn í gras fyrir heimaliðinu.

Blikar hjá KR

Nokkrir uppaldir Blikar leika núna með Vesturbæjarliðinu. Kristinn Jónsson gekk til liðs við KR eftir keppnistímabilið 2017. Arnór Sveinn Aðalsteinsson söðlaði um árið 2016. Finnur Orri Margeirsson gekk til liðs við KR eftir að hafa spilað í Noregi árið 2015. Og fyrrverandi leikmaður Blika, Akureyringurinn Atli Sigurjónsson, leikur nú aftur með KR en hann lék 49 mótsleiki með Breiðabliki á árunum 2015 til 2017.

KR-ingar hjá Blikum

Þrír úr þjálfarateymi Breiðabliks eru með tengingu við KR. Óskar Hrafn og Halldór Árnason auðvitað en einnig Gunnleifur Gunnleifsson sem lék með KR liðinu 1998 og 1999.

image

Leikmannahópur Breiðabliks 2020

image

Kopacabana

Kópacabana hópurinn hefur verið í miklu stuði. Þeir verða í stúkunni á mánudagskvöld til að hvetja sína menn og halda uppi stemmningunni. 

image

Dagskrá

Sjáumst á Meistaravöllum á mánudagskvöld kl. 19:15 og hvetjum Blikaliðið til sigurs í toppbaráttunni.

Búast má við fjölmenni á völlinn þannig að við hvetjum fólk til að tryggja sér miða í Stubbs appinu.

Muna að það er hólfaskipting.

Maggi Bö mun sjá til þess að völlurinn verði í topp standi.

Flautað verður til leiks kl.19:15!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka