BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

KR – Breiðablik í PEPSI á Alvogenvellinum sunnudagskvöld kl 18.00

19.08.2016

Breiðablik og KR hafa mæst 81 sinnum í opinberri keppni. Fyrsta viðureign liðanna í efstu deild var á Melavellinum árið 1971 í leik sem Blikar unnu 1-0 með marki frá Haraldi Erlendssyni. Leikið var á Melavellinum í Reykjavík sem var heimavöllur Breiðabliks frá 1971 þar til að Kópavogsvöllur var vígður 7. júní 1975

Breiðablik og KR hafa mæst 81 sinnum í opinberum leikjum frá upphafi. KR hefur vinninginn með 40 sigra gegn 19 sigrum Blika. Jafnteflin eru 23. Skoruð mörk í þessum leikjum eru 207 eða 2.6 mark per leik. 

Deilarleikir liðanan eru 59- allir í efstu deild. KR hefur vinninginn í um helming leikjanna gegn 14 sigrum Blika og jafnteflin eru 18. Árangur Blika í deildarkeppni gegn KR frá 1971 til 2005 er frekar rýr eða (S7-J11-T20).

En í 21 leik í efstu deild frá 2006 eru úrslitin jöfn (S7-J7-T7) sem skiptist svona: 11 leikir á Kópavogsvelli (S4-J3-T4) gegn 10 leikjum í Frostaskjólinu (S3-J4-T3).

Breiðablik vann fyrri leik liðanna í sumar 1-0 með flottu skallamarki Höskuldar Gunnlaugssonar á 35. mín. Jafntefli var niðurstaðan í þremur deildarleikjum liðanna þar á undan; 1-1 í Frostaskjólinu 2014, 0-0 í Vesturbænum og 2-2 í Kópavoginum í 2015.

5 ár eru liðin síðan Blikar töpuðu síðast leik fyrir KR í efstu deild á þeirra heimavelli. Þá vann KR öruggan 4-0 sigur í 12. umferð í júlí 2011. En Blikar kvittuðu fyrir tapið í sögufrægum 0-4 sigri í 19. umferð í september árið eftir.

Leikurinn á sunnudaginn er 11. leikur okkar manna í efstu deild við KR í Frostaskjólinu síðan 2006. Niðurstaðan í síðustu 10 leikjum í Skjólinu er 3 sigar, 4 jafntefli og 3 töp.

Sjáumst öll á Alvogenvellinum á sunnudagskvöld og hvetjum okkar menn til sigurs. Kópacabana stuðningshópur Blika fjölmennir auðvitað.

Búast má við fjölmenni á völlinn kvöld þannig að við hvetjum fólk til að mæta tímanlega. Veðurspáin er fín.

BlikarTV: Upphitun og viðtöl

Leikurinn hefst 18:00!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka