BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

KR – Breiðablik í kvöld kl. 20:00 á Alvogen-vellinum

27.07.2015

Minnum á stórleik KR og Breiðabliks í Pepsí-deild karla í kvöld kl.20.00 á KR-vellinum. KR er efst í deildinni en Blikar eru í 4. sæti  nokkrum stigum á eftir.

Leikurinn skiptir gríðarlega miklu máli og því mikilvægt að stuðningsmenn Blika fjölmenni í Vesturbæinn í kvöld.

Smella hér til að sjá viðtöl við þjálfara og leikmenn á BlikarTV

Þau ánægjulegu tíðindi bárust síðan í gær að silfurmaðurinn frá Íslandsmótinu í fyrra Jonathan Glenn mun spila með Blikum út þetta tímabil. Blikar leigja hann frá ÍBV með möguleika að hann verði keyptur í lok leiktíðar. Þetta eru mjög góðar fréttir enda er Glenn mjög öflugur framherji.  Smella hér til að sjá frétt á blikar.is

Breiðablik og KR hafa mæst 80 sinnum í opinberum leikjum frá upphafi. KR hefur unnið 40 leiki á móti 18 sigrum Blika. Jafnteflin eru 22.

Úrslit liðanna í efstu deild frá árinu 2000 er frekar jöfn. Í 23 leikjum í efstu deild frá árinnu 2000 hafa Blikar sigrað 6 sinnum, KR 8 sinnum og 9 jafntefli. Mörkin eru 70 og skiptast jafnt. Hvort lið hefur skorað 35 mörk í þessum 23 leikjum, eða 3.0 mörk að meðaltali per leik.

Tölfræði úr viðureignum liðanna í Frostaskjólinu frá árinu 2000 er þessi. Árð 2000 vinnur KR 3-2. Ári síðar er niðurstaðan 1-1 jafntefli. Breiðablik fellur svo úr efstu deild en er komið aftur meðal þeirra bestu árið 2006. Úrslit leikja Breiðabliks og KR á KR-vellinum síðustu ár: 2006: 3-2, 2007: 1-1, 2008: 1-2, 2009: 3-2, 2010: 1-3, 2011: 0-4, 2012: 4-0, 2013: 1-1, 2014: 1-1. Sem sagt 9 leikir og jöfn skipti. Liðin vinna 3 leiki hvort og jafnteflin eru 3. Mörkin eru 31.

Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 2-2 jafntefli.

Áfram Breiðablik!

Til baka