BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Mjólkurbikarinn 2022. Undanúrslit! Breiðablik - Víkingur R. Miðvikudag kl.19:45!

29.08.2022 image

Grafík: Halldór Halldórsson

Þá er komið að einum mikilvægasta leik okkar manna í sumar  - undanúrslitaleikur í Mjólkurbikarnum gegn Reykjavíkur Víkingum á Kópavogsvelli á miðvikudaginn kl.19:45!

Græna stofan opnar 18:15, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. Sparkvellir verða á sínum stað fyrir krakkana. Hvetjum fólk til að mæta tímanlega en gera má ráð fyrir miklum fjölda. Miðasala á Stubbur app: Stubbur

Miðar í Betri stúku í boði:

     7500.kr miðinn.

     Aldurstakmark í Betri stúku 20 ár.

     Takmarkað magn miða í boði.

Mætum í grænu !!! Fyrir þá sem ekki eiga neitt grænt þá verður Blikaklúbburinn með sölu á Blikavarningi fyrir utan Kópavogsvöll. Þar verður hægt að kaupa húfur, trefla, peysur, flísteppi og annan varning í Blikalitunum! Þeir sem mæta í grænu geta unnið gjafabréf frá veitingastaðnum Mossley sem er staðsettur á Kársnesinu rétt hjá Kópavogslaug. Þar er hægt að fá geggjaðan bröns, einn besta borgara landsins ofl gómsætt á matseðli. Drögum út heppna græna Blika í hálfleik

Hefðbundin árskort, Afreksblikakort ofl gilda ekki á Bikarleiki. 16 ára og yngri fá frítt á völlinn. Leikurinn verður sýndur í beinni á RÚV fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Stutt er á milli heimsókna Víkinga á Kópavogsvöll. Aðeins tvær vikur eru síðan við spiluðum við Fossvogsliðið í Bestu deildinni á Kópavogsvelli:

Leikurinn á miðvikudaginn verður fjórði innbyrðis mótsleikur liðanna á þessu ári og ekki allt búið enn.

Í vor gerðu Blikar góða ferð í Fossvoginn og sóttu 3 stig í öruggum 0:3 sigri:

En Víkingar höfðu betur í Meistarakeppni KSÍ 2022 sem var sunnudaginn 10. apríl, þar sem mættust Íslands- og bikarmeistarar Víkings annars vegar og Breiðablik hins vegar. Í Meistarakeppni KSÍ mætast alla jafna Íslands- og bikarmeistarar fyrra árs, en sé sama félag í senn Íslandsmeistari og bikarmeistari skulu Íslandsmeistararnir leika gegn liði því sem varð í öðru sæti efstu deildar:

Leikurinn á Kópavogsvelli á miðvikudaginn

Þetta er ekki flókið - sigur okkar manna gegn Fossvogsliðinu á Kópavogsvelli á miðvikudag tryggir sæti í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli laugardaginn 1. október gegn FH eða KA. 

Leikurinn verður erfiður. Víkingar eru með fyrnasterkt lið. Það sást vel í 1:1 jafnteflisleiknum á Kópavogvelli um daginn. Fyrsta jafntefli Blika í deild síðan 1:1 jafnteflið gegn KA 1. október 2020. Fyrir leikinn gegn Víkingum hafði Breiðabliksliðið sigrað 17 deildaleiki í röð á Kópavogsvelli sem eru nú taplausir í deildinni í 19 leikjum í röð með markatöluna 62:10. 

Sagan

Blikar hafa þrisvar leikið til úrslita í bikarkepnni KSÍ: 19712009, 2018 og unnið titilinn einu sinni (2009)

Víkingar, ríkjandi bikarmeistarar, hafa fjórum sinnum leikið til úrslita: 1967, 1971, 2019 og 2021 og unnið þrisvar: 1971, 2019 og 2021. 

Bæði lið eiga að baki marga undanúrslitaleiki í bikarnum - Breiðablik 14 leikir og Víkingar 10 leikir, samtals 24 leikir en aðeins einu sinni innbyrðis í undanúrslitum (2019).

Breiðablik: 1971 Fram 1:0 / 1976 fyrri leikur Valur 0:0 seinni leikur Valur 0:3 / 1978 ÍA 0:1 / 1980 ÍBV 3:2 / 1983 ÍA 4:2 / 1998 ÍBV 2:0 / 1999 KR 3:0 / 2007 FH 3:1 / 2008 KR 1:1 (1:4 vító) / 2009 Keflavík 2:3 / 2013 Fram 2:1 / 2018 Víkingur Ó 2:2 (6:4 Vító). 2019 Víkingur R 1:3

Víkingur: 1967 ÍA 1:0 / 1971 ÍA 2:0 / 1974 fyrri leikur Valur 2:2 seinni lelikur 2:1 / 1982 ÍA 1:2 / 1988 Valur 0:1 / 1990 Valur 2:0 / 2006 Keflavík 4:0 / 2014 Keflavík 0:0 (4:2 vító). 2019 Breiðablik 3:1 / 2021 Vestri 3:0.

Um bikarkeppni KSÍ o.fl.

Bikarkeppnin var fyrst leikin á Íslandi árið 1960. Breiðablik hefur tekið þátt í bikarkeppni KSÍ óslitið frá upphafi keppninnar.

Breiðablik tekur fyrst þátt í knattspyrnumóti á vegum KSÍ árið 1957 - félagið sendir ekki lið til keppni í mótum árin 1958 og 1959 - órofin þáttaka Breiðabliks á knattspyrnumótum hefst því árið 1960.

Árið 1957 spilaði Breiðablik 4 mótsleiki í B-deildinni þar af einn leik gegn Víkingum – sem var jafnfram fyrsti innbyrðis keppnisleikur liðanna frá upphafi. Leikið var á Melavellinum 17. júlí.1957. Blikar töpuðu leiknum 6:2. Það var stíll yfir blaðaskrifum á þessum tíma. Tökum dæmi úr skrifum Þjóðviljans eftir leikinn 1957. Þar segir m.a. „Lið Kópavogs er sýnilega lítið æft og kann ekki mikið í listum knattspyrnunnar, en þeir eiga mikinn kraft og flýti en það er ekki einhlítt. Leiknin og skilningur á því hvað knattspyrna er, verður að vera með, annars fara menn í flýtinu framhjá knettinum og skilja hann eftir. Vafalaust geta þessir ungu Kópavogsmenn náð miklum árangri en það kemur ekki nema með mikilli vinnu og elju“.

Fyrsti stórleikur Breiðabliks og Víkings var úrslitaleikur bikarkeppni KSÍ á Laugardalsvelli í september 1971 – Víkingar unnu leikinn 1:0. Breiðablik var með fantalið árið 1971. Leiðin í úrslitaleikinn gegn Víkingum var ekki auðveld. Blikar unnu lið Keflvíkinga 1-2, Val 2-1 og Fram 1-0 en töpuðu úrslitaleiknum gegn Víkingum 1-0.

Árið 1971 er ekki síður merkilegt vegna þess að það ár spilaði Breiðablik í fyrsta sinn í efstu deild.

9 eða 11 bikarleikir

Samkvæmt talningu blikar.is eiga liðin 11 leiki að baki í Bikarkeppnni KSÍ. Skráning á vef KSÍ segir innbyrðis leiki liðanna vera 9. Munurinn liggur í því að KSÍ skráir ekki leiki B-liða Breiðabliks og Víkings í bikarkeppninni 1968 og 1969.

Innbyrðis bikar leikir liðanna

1962 – 1. umferð. Þrjá leiki þurfti til að knýja fram úrslit í þessari rimmu:

Leikur #1 - 2.8.1962: Fyrsti leikurinn var á Melavellinum, heimavelli Víkinga, en gefum blaðamanni Þjóðviljans orðið “…. leiknum lauk með jafntefli hvorugu liðinu tókst að skora mark, og með réttu lagi hefði átt að framlengja leiknum, þar sem um útsláttarkeppni er að ræða. En myrkur var skollið á og taldi dómarinn ekki ráðlegt að halda leiknum áfram, þessi lið verða því að keppa að nýju”:

12.08 22:40
1962
Víkingur
Breiðablik
0:0
3
Bikarkeppni KSÍ | 1. umferð leikur #1
Melavöllur | #

Leikur #2 - 29.8.1962: Annar leikurinn fór fram í Hafnarfirði - hlutlausum velli. Gefum blaðamanni Vísis orðið “Enn lauk leiknum með jafntefli og varð að hætta við svo búið, og verður að koma þriðja leiknum á til að fá úr því skorið hvort liðanna fær að halda áfram í keppninni. Víkingar skoruðu fyrsta markið í leiknum, en Kópavogspiltarnir jafna fljótlega og komast svo marki yfir. Í hálfleik var staðan 2.1 fyrir Breiðablik. Víkingar jöfnuðu í síðari hálfleik, en Breiðablik skorar 3:2 og Víkingur jöfnuðu aftur 3:3. Leikurinn var oft harður og glannalegur á báða bóga og undir lokin var harkan orðin svo mikil að eingu munaði að upp úr syði”:

29.08 20:50
1962
Breiðablik
Víkingur
3:3
2
1
Bikarkeppni KSÍ | 1. umferð leikur #2
Hvaleyrarholtsvöllur | #

Leikur #3 - 4.9.1962: Mjög lítið af upplýsingum er að finna um þriðja leik liðanna í rimmunni. Blikar vinna leikinn 3:0 og fara áfram í 2. umferð keppninnar og mæta þar liði Í.B.H (Íþróttabandalag Hafnarfjarðar). Breiðablik vinnur leikinn við Hafnfirðinga 4:5 á Hvaleyrarholtsvelli. Og aftur er skortur á flóðljósum að trufla. Hafnfirðingar höfðu í hyggju að kæra leikinn þar sem komið var næstum svarta myrkur í leikslok.  Nokkur kurr var í Hafnfirðingum einkum vegna þess að leikið var með dökkum knetti í myrkri! Nánar> Blikar detta svo út í þriðju umferð eftir stórt tap gegn Keflavík í brjáluðu veðri á Framvellinum “og var það furðuleg sjón að sjá leikmennina kappklædda með slæður bundnar yfir höfuð og sokka á höndum til að halda hita á sér, línuverði með glasaþurrkur o.s.frv. skrifar blaðamaður Vísis. Upphaflega átti leikurinn að fara fram á Melavellinum, en hann reyndist ekki í leikhæfu ástandi vegna polla:

04.09 00:01
1962
Víkingur
Breiðablik
0:3
1
Bikarkeppni KSÍ | 1. umferð leikur #3
Melavöllur | #

1967 – 2. umferð: Breiðabliksliðið tapar 3:2 í jöfnum og skemmtilegum leik. Víkingsliðið fór alla leið í keppninni árið 1967 en tapar úrslitaleiknum fyrir KR 3:0. Nánar>

1968 – 3. umferð: B-lið. Víkingur R vinnur leikinn 4:0.  

1969 – 3. umferð: B-lið. Víkingur R vinnur leikinn 4:1.  

1971 – Úrslitaleikur: Fyrsti stórleikur liðanna var svo auðvitað úrslitaleikurinn í Bikarkeppni KSÍ á Laugardalsvelli í 9. september 1971 sem Víkingar unnu 1:0. Blikar voru með fantalið það ár - á fyrsta ár liðsins í efstu deild. Leið liðsins í úrslitaleikinn gegn Víkingum var ekki auðveld. Blikar unnu Keflvíkinga 1:2, Valsmenn 2:1 og lið Fram 1-0:

09.11 00:48
1971
Víkingur
Breiðablik
1:0
5
4
Bikarkeppni KSÍ | Úrslitaleikur
Melavöllur | #

1983 – 8-liða úrslit: Blikar slá Íslandsmeistara Víkings út í 8-liða úrslitum með glæsilegu sigurmarki Sigurðar Grétarssonar í byrjun seinni hálfleiks. Meira>

1991 – 16-liða úrslit: Blikar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum með 2:0 sigri á Sandgrasvellinum í Kópavogi. Grétar Steindórsson skoraði strax á 8. mín og besti maður vallarins, Arnar Grétarsson, skoraði skemmtilegt mark eftir góða samvinnu við Rögnvald “Gogga” Rögnvaldsson. Meira>

2013 – 8-liða úrslit: 1:5 stórsigur á 1. deildarliði Víkings R á Víkingsvelli tryggði Blikum sæti í undanúrslitum Borgunarbikarsins árið 2013. Meira>

2019 - Undanúrslit: 3:1 tap gegn frískum Víkingum á þeirra heimavelli í Fossvoginum:

Dagskrá

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á miðvikudagskvöld kl.19:45!

Græna stofan opnar 18:15, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. Sparkvellir verða á sínum stað fyrir krakkana.

Hvetjum fólk til að mæta tímanlega en gera má ráð fyrir miklum fjölda.

Miðasala á Stubbur app: Stubbur

Miðar í Betri stúku í boði:

     7500.kr miðinn.

     Aldurstakmark í Betri stúku 20 ár.

     Takmarkað magn miða í boði.

Hefðbundin árskort, Afreksblikakort ofl gilda ekki á Bikarleiki.

16 ára og yngri fá frítt á völlinn.

Leikurinn verður sýndur í beinni á RÚV fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Mætum í grænu !!! Fyrir þá sem ekki eiga neitt grænt þá verður Blikaklúbburinn með sölu á Blikavarningi fyrir utan Kópavogsvöll. Þar verður hægt að kaupa húfur, trefla, peysur, flísteppi og annan varning í Blikalitunum! Þeir sem mæta í grænu geta unnið gjafabréf frá veitingastaðnum Mossley sem er staðsettur á Kársnesinu rétt hjá Kópavogslaug. Þar er hægt að fá geggjaðan bröns, einn besta borgara landsins ofl gómsætt á matseðli. Drögum út heppna græna Blika í hálfleik

Áfram Blikar! Alltaf, alls staðar!

image

Gefðu kost á þér í blikar.is liðið

Blikar.is er óháður stuðningsmannavefur meistaraflokka Breiðabliks og nú vantar okkur fleira fólk til að sjá um að setja inn efni og miðla því á samfélagsmiðlum blikar.is

Stuðningsmannavefurinn er mjög öflugur í allri fréttamiðlun á blikar.is vefnum og tengdum samfélagsmiðlum. Ef þú hefur áhuga á og tíma til að gefa kost á þér í þetta lið, þá sendu okkur endilega línu á blikar@blikar.is

Miðlarnir okkar eru:

www.blikar.is og www.blikar.is/kvk

Blikar.is á Facebook 

Blikar_is á Twitter

Blikar_is á Instagram

Blikahornið á Soundcloud

Nánar um Blikar.is hér og hér

Til baka