BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Lengjubikarinn 2022: Þór - Breiðablik

04.03.2022 image

Þriðji leikur Blikamanna í Lengjubikarnum 2022 er gegn Þórsurum. Leikurinn er 3 leikur Blika í mótinu á 9 dögum.

Leikið veður í Boganum á Akureyri á sunnudaginn kl.16:00.

Stöð 2 Sport sýnir leikinn í beinni.

Líð Þórs hefur þegar spilað 3 leiki í mótinu. Töpuðu 3:1 fyrir ÍA á útivelli í fyrsta leik en gerðu svo tvö jafntefli á heimavelli: 1:1 jafntefli við Stjörnuna og 3:3 jafntefli við KV.

Okkar menn hafa unnið báða fyrstu leikina í mótinu til þessa
 

Fyrri viðureignir

Innbyrðis viðureignir Þórs og Breiðabliks frá upphafi er 44 í öllum keppnum. Blikar leiða með 44 sigra gegn 6. 

Lengjubikarinn:

Viðureignir Þórs og Blika í Lengjubikarnum eru fimm. Fyrsti leikurinn var 9 marka leikur sem Blikar unni 5:4. Þetta var í apríl árið 2002 og fór leikurinn fram í Reykjaneshöllinni. Árið 2005 er leikið í Boganum á Akureyri og skorðu Blikar 4 mörk gegn 1 marki heimamanna. Árið 2009 er leikið í Boganum og niðurstaðan 1:1 jafntefli. Árið 2011 er leikið í Akraneshöllinni og aftur eru skoruð 5 mörk - Blikar settu 4 mörk gegn 1 marki Þórsara. Kristinn Steindórsson gerði eitt marka Blika í leiknum. Síðustu innbyrðis mótsleikir liðanna, alls 4, voru árið 2014. Liðin hafa sem sagt ekki keppt innbyrðis síðan 2014 - í 8 ár. Skoðum þetta aðeins nánar.

8 ár frá síðasta leik gegn Þór

Breiðablik og Þór hafa ekki mæst í mótsleik síðan 2014 en það ár léku liðin 4 mótsleiki.

2014 var ár mikilla breytinga í þjálfarmálum hjá Breiðabliki. Ólafur H. Kristjánsson, sem stýrt hafði mfl karla síðan 2006, söðlaði um og tók 2. júní við sem þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Nordsjælland. Guðmundur Benediktsson tók við starfi Ólafs. Willum Þór Þórsson var Guðmundi til aðstoðar.

Staðan hjá þessum meisturum nú er aðeins breytt. Ólafur H. Kristjánsson er nýráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki. Guðmundur Benediktsson strafar nú sem einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. Og Willum Þór Þórsson er nú Heilbrigðisráðherra. 

Liðin skiptum stigum í Pepsi-deildinni bróðurlega á milli sín: 

28.09 14:00
2014
Þór
Breiðablik
2:0
5
A-deild | 21. umferð
Þórsvöllur | #

Tíðindamenn blikar.is skelltu sér norður yfir heiðar til að fylgjast með þessum mikilvæga leik því sigur gegn Þór hefði farið langleiðina með að tryggja okkur Evrópusæti 2015. 

19.06 20:00
2014
Breiðablik
Þór
3:1
7
Bikarkeppni KSÍ | 16-liða úrslit
Kópavogsvöllur | #

Blikar unnu sterkan sigur á Þór á Kópavogsvelli í 16-lið úrslitum Bikarkeppni KSÍ.

21.04 16:00
2014
Þór
Breiðablik
1:2
9
Deildabikar KSÍ | Undanúrslit
Boginn | #

En aftur að Lengjubikarnum. 

Af blikar.is 2014 " Blikar héldu norður yfir heiðar og lögðu Þórsara 1:2 í undanúrslitum Lengjubikarsins í meistaraflokki karla í dag.  Það voru þeir Guðjón Pétur Lýðsson og Árni Vilhjálmsson sem skoruðu mörkin mikilvægu sem fleyttu okkur áfram í keppninni. Við spilum til úrslita gegn FH á Stjörnuvellinum á fimmtudaginn (Sumardaginn fyrsta) kl.19.00."

Því er svo við að bæta að þrír leikmenn sem tóku þátt í leiknum gegn Þór 2014 eru enn að með Blikaliðinu. Þetta eru þeir Andri Rafn Yeoman, Elfar Freyr Helgason og Damir Muminovic.

Guðmundur Benediktsson, þá aðstoðarþjálfri Ólafs, kom í viðtal hjá Fótbolta.net eftir leik: 

image

Leikurinn

Við höldum þá norður yfir heiðar á sunnudaginn og mætum þrumuguðunum úr Þór í Boganum.

Flautað verður til leiks kl.16:00!

Stöð 2 Sport sýnir leikinn í beinni fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.

Áfram, Blikar, alltaf, alls staðar!

image

Til baka