BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik - Grindavík í Fótbolta.net mótinu 2021

15.01.2021 image

Myndir frá viðureign liðanna í Pepsi MAX á Kópavogsvelli í júlí 2019.

Undirbúningstímabilið hjá meistaraflokki karla hjá Breiðabliki fer af stað á morgun (laugardag) á Kópavogsvelli kl.13:30!

Ekki er ólíklegt að við fáum að sjá nýju mennina okkar Finn Orra Margeirsson og Jason Daða Svanbjörnsson spreyta sig. Einnig er Guðjón Pétur kominn aftur eftir lánstíma hjá Stjörnunni. Meistaraflokkshópur Blika. 

Heildarfjöldi innbyrðis viðureigna liðanna í öllum mótum eru 48 mótsleikir. Jafnt er á öllum tölum. Bæði lið hafa unnið 18 leiki. Jafnteflin eru 12.

Leikurinn á laugardaginn verður því 49. mótsleikur liðanna frá upphafi og fimmta viðureign Breiðabliks og Grindavíkur í Fótbolta.net mótinu. Liðin mættust fyrst í mótinu á upphafsári Fótbolta.net mótsins árið 2011.

Innbyrðis leikir liðanna í .Net mótinu:

03.02 19:20
2017
Breiðablik
Grindavík
1:1
3
Fótbolti.net | Úrslit 5.sæti. Grindvíkingar vinna 4-3 í vítaspyrnukeppni.
Fífan | #

19.01 18:59
2014
Breiðablik
Grindavík
2:3
4
Fótbolti.net | riðill 2. leikur
Fífan | #

29.01 10:31
2011
Breiðablik
Grindavík
0:1
1
Fótbolti.net | 3. umferð
Kórinn | #

Sigurvegarar Fótbolta.net mótsins frá upphafi:

2011: Keflavík
2012: Breiðablik
2013: Breiðablik

2014: Stjarnan
2015: Breiðablik
2016: ÍBV
2017: FH
2018: Stjarnan
2019: Breiðablik
2020: ÍA

image

Leikurinn.

Því miður er áhorfendabann þannig að stuðningsmenn liðanna geta ekki fylgst með leiknum á Kópavogsvelli í raunheimum.

En en bein útsending verður frá leiknum, sem hefst kl.13:30 á morgun (laugardag), á YouTube rás BlikarTV

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka