BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik mætir Grindavík í Fífunni á laugardaginn

23.01.2019

Breiðablik og Grindavík leika til úrslita um efsta sætið í riðli 2 í A deild Fótbolta.net mótsins 2019 í Fífunni á laugardaginn kl.12:00.

Bæði lið hafa sigrað einn leiki og gert eitt jafntefli. Bæði lið Grindavíkur og Blikaliðið gerðu 1-1 jafntefli við HK og bæði lið unnu lið ÍBV. Grindvíkingar unnu sinn leik gegn ÍBV 2-1. Blikar unnu ÍBV 4-0 og eru þ.a.l. með 4 mörk í plús gegn einu marki í plús Grindvíkinga. Nánar hér um leik Blika gegn ÍBV og gegn HK hér.

Heildarfjöldi innbyrðis viðureigna liðanna í öllum mótum eru 45 leikir. Leikirnir 45 skiptast þannig: A-deild(26), B-deild(4), Bikarkeppni KSÍ(4), Lengjubikar(7), Fótboli.net(3), Litli bikarinn(1). Meira

Leikurinn á laugardaginn verður 46. Innbyrðis mótsleikur liðanna frá upphafi og 4. viðureign liðanna í Fótbolta.net mótinu. Liðin mættust fyrst í mótinu árið 2011, sem var stofnár mótsins.

Innbyrðis leikir liðanna í .net mótinu til þessa eru:

2017: 1:1 Úrslit um 5.sæti. Grindvíkingar vinna 4-3 í vítaspyrnukeppni. Meira>
2012: 2:3 Grindavík vann Blika. Meira>
2011: 0:1 Grindvíkingar vinna Blika Meira>

Í 3 tilraunum hefur Blikaliðinu ekki tekist að vinna Grindvíkinga í Fótbolta.net mótinu. Við spilum til sigurs á laugardaginn, en jafntefli nægir okkur til sigurs í riðlinum.

Sigurvegarar Fótbolta.net mótsins frá upphafi:

2011: Keflavík
2012: Breiðablik
2013: Breiðablik
2014: Stjarnan
2015: Breiðablik
2016: ÍBV
2017: FH
2018: Stjarnan

Sjáumst í Fífunni á laugardaginn og hvetjum okkar menn til sigurs. Leikurinn verður í beinni á YouTube rás BlikarTV fyrir þá sem ekki geta mætt.

Leikur Breiðabliks og Grindavíkur í Fífunni hefst kl.12:00 - strax á eftir kvennaleik Breiðabliks og ÍBV í Faxaflóamótinu en sá leikur hefst kl.10:00.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka