BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

BOSE Bikarinn 2021: Breiðablik - Stjarnan

02.12.2021 image

Næsti leikur okkar manna í BOSE Bikarnum 2021 er i dag, laugardaginn 4. desember kl.13:00. Þá fáum við Stjörnumenn í heimsókn á Kópavogsvöll. Þetta er úrslitaleikur í riðlinum því bæði lið lögðu KR að velli í fyrri leik liðanna í A riðli. Gamli þjálfarinn okkar, og upphafsmaður BOSE Bikarsins, Ágúst Gylfason mætir með sína menn á Kópavogsvöll.

Leikurinn verður sýndur í beinni á YouTube rás BlikarTV. Smella hér.

BOSE Bikarinn 2021 - leikjaplan & úrslit:

A Riðill:
- Breiðablik
- KR
- Stjarnan

B Riðill:
- FH
- Valur
- Víkingur R.

Laugardagurinn 20. nóvember 2021:
Breiðablik 5 – KR 1 kl.13.00 (Kópavogsvöllur) A riðill. KR auðveld bráð fyrir léttleikandi Blika
FH 3 – Valur1 kl.11.00 (Skessan) B riðill. FH lagði Val í Skessunni

Laugardagurinn 27. nóvember 2021:
Stjarnan 2 – KR 1 kl.13.00 (Samsungvöllur) A riðill. Stjarnan og Víkingur á sigurbraut
Víkingur 2 – Valur 1 kl.13.00 (Víkingsvöllur) B riðill. Stjarnan og Víkingur á sigurbraut

Laugardagurinn 4.desember 2021:
Breiðablik - Stjarnan kl.13.00 (Kópavogsvöllur) A riðill
Víkingur – FH kl.14.00 (Víkingsvöllur) B riðill

Laugardagurinn 11.desember:
- Leikur um 1. – 2. sæti - Sigurvegari úr A riðli mætir sigurliðinu úr B riðli í úrslitaleik
- Leikur um 3. – 4. sæti - Lið í 2 sæti A og B riðils mætast
- Leikur um 5. – 6. sæti - Lið í 3ja sæti A og B riðils mætast

BOSE Bikarinn í 10 ár

Tíu ár eru síðan BOSE Bikarinn hóf göngu sína sem æfingamót - spilað í nóvember og desember.

Árið 2012. Fjölnir, Fylkir, Valur og Þróttur tóku þátt í fyrsta mótinu árið 2012. BOSE Meistari: Fylkir

Árið 2013. Breiðablik tók fyrst þátt í mótinu 2013. Önnurð lið það ár: KR, Fylkir og Fjölnir. BOSE Meistari: KR

Árið 2014. Þáttökulið: Stjarnan, KR, Víkingur R. og Fjölnir. BOSE Meistari: Víkingur R.

Árið 2015. Liðum fjölgað í 6. Sigurvegarar riðlanna spila til úrslita, liðin í 2. sæti spila um 3. sætið og liðin í 3 sæti spila um 5. sætið. Liðin: Víkingur R., Fjölnir, Stjarnan, FH, KR og Breiðablik. BOSE Meistari: Stjarnan

Árið 2016. Dregið í riðla í höfuðstöðvum Nýherja. Liðin: FH, KR, Stjarnan, Fjölnir, Víkingur R. og Breiðablik. BOSE Meistari: Fjölnir

Árið  2017. LIðin sem tóku þátt: FH, Fjölnir, KR, Stjarnan, Víkingur R. og Breiðablik. BOSE Meistari: Breiðablik

Árið 2018. HK tók þátt í fyrsta sinn. Liðin eru: FH, HK, KR, Víkingur R., Stjarnan og Breiðablik. BOSE Meistari: KR

Árið 2019. Átta lið tóku þátt. Og BOSE Bikar kvenna kynnt í fysta sinn með þátttöku Vals, FH, Keflavík og KR. Hjá körlunum bætust Valur og KA í hópinn. Liðin átta 2019: KA, Stjarnan, Valur, FH, Grótta, Víkingur R., KR og Breiðablik. BOSE Meistari: Valur

Árið 2020 er ár COVID-19

Árið 2021. Sex lið eru skráð til leiks: KR, Stjarnan, FH, Valur, Víkingur R. og Breiðablik. BOSE Meistari 2021: ?

Breiðablik - Stjarnan

Innbyrðis leikir Breiðabliks og Stjörnunnar í BOSE Bikarnum eru: 

2016

Blikar lögðu Stjörnuna í fjörugum úrslitaleik um 5.sæti í mótinu 2016. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3:3 og var því gripið til vítaspyrnukeppni sem Blikar unnu.

Nánar á blikar.is.

Mörkin úr leiknum í boði Sport TV:

2017

Blikar léku til úrslita í mótinu gegn Stjörnunni í mótinu. Leikið var í Fífunni.  Bæði lið búin að eiga gott mót og nú var barist um sigurlaunin, nýtt BOSE hljóðkerfi í klefann. 

Nánar á blikar.is  

Leikurinn í boði SportTV

image

2019

Blikar gerðu 2:2 léku lokaleik sínum í riðlakeppni BOSE mótsins gegn góðkunningjum úr Stjörnunni. Veður var hið blíðasta miðað við árstíma, hiti plúsmegin við frostmarkið í hægri golu og vetrarsól með fallegu skýjafari. Kópavogsvöllur rennandi blautur. Leikurinn fór fram á Kópavogsvelli og lauk með 2:2 jafntefli.

Nánar á blikar.is

Klippur og mörk úr leiknum í boði BlikarTV:

Dagskrá

Leikurinn verður flautaður á kl.13:00 í dag, laugardag. Leikið verður á Kópavogsvelli.

Dómarar: Elías Ingi, Guðmundur Ingi og Smári.

Veðurspáin er góð. Heiðskírt. Hitastig við frostmark.

Leikurinn verður sýndur í beinni á YouTube rás BlikarTV. Smella hér.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

image

Til baka