BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar lögðu Stjörnuna

08.12.2016

Blikar lögðu Stjörnuna í fjörugum úrslitaleik um 5.sæti í BOSE mótinu 2016. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3:3 og var því gripið til vítaspyrnukeppni.

Þar höfðu okkar drengir betur og nýttu allar spyrnurnar á meðan þeir bláklæddu klúðruðu einu víti.   

Við náðum því  5. sætinu og gefur leikurinn ágæt fyrirheit um komandi keppnistímabil.

Stjarnan byrjaði leikinn betur og pressaði okkur nokkuð fyrstu 5-10 mínúturnar. En smám saman náðum við tökin á leiknum og tvo góð mörk frá Arnóri Ara og Andri Rafni settu okkur í góða stöðu.

Við réðum í raun lögum og lofum á vellinum meirihluta hálfleiksins en smá einbeitingarleysi í vörninni í lok hálfleiksins færði gestunum líflinu.

Höskuldur byrjaði síðari hálfleikinn með góðu marki en Stjarnan jafnaði með tveimur mörkum skömmu fyrir leikslok. Þar við sat og því þurfti að framlengja.

Þar nýttum við allar okkar spyrnur en heimamenn skutu í slána í fjórðu spyrnunni.  Góður sigur okkar pilta því staðreynd og þetta er ágætt veganesti í framhaldið.

Við skoruðum góð mörk og oft sáust skemmtileg tilþrif frá okkar leikmönnum. Ungu piltarnir; Willum, Aron Kári, Óskar, Ólafur Hrafn, Ernir og Patrik í markinu fengu góða reynslu sem á eftir að nýtast þeim vel í framtíðinni.

Myndaveisla í boði Fótbolta.net

Öll mörkin í leiknum í boði SportTV

Til baka