BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

KR auðveld bráð fyrir léttleikandi Blika

20.11.2021 image

Blikar áttu ekki í erfiðleikum með þunga KR-inga í fyrsta leik BOSE Bikarsins 2021. Lokatölur voru 5:1 eftir að þeir grænklæddu höfðu verið 3:0 yfir þegar flautað var til leikhlés.

Margir ungir og efnilegir Blikar fengu að spreyta sig í leiknum og lofar þessi leikur góðu fyrir framhaldið. Yfirburðir okkar manna komu nokkuð á óvart því liðið hefur verið á stífum æfingum undanfarnar vikur.

Byrjunarliðið & skiptingar

Anton Ari (Brynjar Atli 45), Davíð Örn (Anton Logi 55), Damir (Arnar Númi 65), Arnar Daníel (Finnur Orri 45), Davíð Ingvars, Oliver (Dagur Dan 45), Viktor Karl, Höskuldur, Sölvi Snær (Viktor Elmar 75), Kristinn (Ásgeir Galdur 65), Gísli Eyjólfs.

Gangur mála

Gísli Eyjólfsson braut ísinn strax á þrettándu mínútu þegar hann skoraði eftir snilldarsendingu frá Kristni Steindórssyni. Bakvörðurinn snjalli Davíð Ingvarsson bætti við marki á tuttugustu mínútu þegar hann setti fastann jarðarbolta með vinstri í hornið fjær. Skömmu fyrir leikhlé hamraði Viktor Karl Einarsson knettinum í markið eftir hornspyrnu með frábæru skoti. Í síðari hálfleik bætti Viktor Karl við sínu öðru marki eftir frábæra stoðsendingu Gísla Eyjólfs sem braust upp vinstri kantinn að vítateig KR og fann þar Viktor Karl einan og óvaldaðann inn í teig. Svo skoraði Dagur Dan Þórhallsson fallegt mark eftir frábært samspil við Gísla en hann hafði komið inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Þetta var fyrsti leikur og fyrsta mark Dags í grænu treyjunni.

Blikar hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk en við getum nú verið sátt við þessi úrslit.

Næsti leikur í BOSE Bikarnum er gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli laugardaginn 4. desember kl.13.00!

-AP

image

Til baka