BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deildin 2024: Breiðablik – Vestri

11.04.2024 image

Breiðablik - Vestri

Annar heimaleikurinn í röð í Bestu 2024. Gestirnir okkar koma alla leið frá Ísafirði. 

Leikur Breiðabliks og Vestra verður flautaður á kl.14:00 á laugardaginn. 

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Breiðabliksliðið er skráð í efsta sæti eftir sterkan sigur á FH í 1. umferð:

image

Sagan & Tölfræði

Sagan

Íþróttafélagið Vestri er ungt félag - stofanð 16. janúar 2016 við sameiningu íþróttafélaganna BÍ88, KFÍ, Skellur og Sundfélagið Vestri, á Ísafirði. En upphaf Vestra má rekja til ársins 1986 þegar BÍ er stofnað. Þegar ÍBI er lagt niður árið 1987, og félagið fært undir Héraðssamband Vestur-Ísfirðinga, færðust flestir leikmenn ÍBÍ yfir til BÍ sem þá breytir nafni félagsins í BÍ 88 fyrir keppnistímabilið 1988. Átján árum síðar (2006) breytist nafn félagsins í BÍ/Bolungarvík og keppir undir því nafni til fjölgreinafélagið Vestri er stofnað árið 2016.

Tölfræði

Leikurinn á laugardaginn verður fyrsta innbyrðis viðureign liðanna í efstu deild. En gagnagrunnur blikar.is sýnir 6 innbyrðis viðureignir Breiðabliks og Vestra  – fyrst árið 2011 þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum Valitor-bikarsins á Torfnesvelli.

Heimaliðið, þá BÍ /Bolungarvík, sló okkar menn út með öruggum 4:1 sigri. Liðin mætast svo aftur ári síðar í bikarnum, þá Borgunarbikarinn, og vinna okkar menn öruggan 5:0 sigur í 32-liða úrslitum á Kópavosgvelli.

Síðasti leikur liðanna var hörku viðureign á Kópavosgvelli í Lengjubikarnum í lok marsmánaðar.

Samtals 8 spjöld í leiknum: 2 gul á Blikaliðið og 4 gul á Vestramenn og 2 rauð að auki.

Jafntefli var niðurstaðan en Blikliðið endaði samt riðilinn í efsta sæti. Spilaði undanúrslitaleik við Þór á Akureyri og vann leikinn 0:1 sem sæti í úrslitaleik gegn ÍA sem vannst 4:1. Breiðablik því Lengjubikarmeistarar árið 2024. 

image

Breiðablikshópurinn 2024

Í leikmannahópi gestanna er einn leikmaður sem hefur spilað með Breiðabliki. Benedikt V. Warén skipti yfir í raðir Vestra fyrir keppnistímabilið 2023. Benedikt var þa´ekki ekki alveg ókunnugur á þeim slóðum en hann lék sem lánsmaður frá okkur okkur Blikum sumarið 2021. Benedikt á að baki 34 leiki með Breiðabliki og skoraði í þeim 5 mörk. Hann lék sem lánsmaður hjá Skagamönnum í Bestu deildinni 2022 þar sem hann spilaði 21 leik og skoraði í þeim 2 mörk. 

Leikmenn sem eru komnir:

Kristinn Jónsson (KR) Kiddi Jóns kominn heim * Aron Bjarnason (Ungverjaland) Aron Bjarna mættur í grænt * Arnór Gauti Jónsson (Fylkir) Arnór Gauti mættur í Kópavoginn * Benjamin Stokke (Noregur) Norski framherjinn Benjamin Stokke til Breiðabliks * Daniel Obbekjær (Færeyjar) Daniel Obbekjær gerir 3 ára samning við Breiðablik * Ísak Snær Þorvaldsson á láni (Noregur) Ísak Snær aftur í Kópavoginn.

Leimenn Breiðabliks sem voru á láni hjá öðrum liðum 2023: Dagur Örn Fjeldsted (Grindavík) - Eyþór Aron Wöhler (HK) - Pétur Theódór Árnason (Gróttu). Í mars rifti Pétur samningi sínum við Breiðablik og íhugar að hætta í fótbolta, en meiðsli hafa sett risastórt strik í feril hans undanfarin 2-3 ár. - Tómas Orri Róbertsson (Grindavík) - Tumi Fannar Gunnarsson (Augnablik) - Viktor Elmar Gautason (Augnablik)

Leikmenn Breiðabliks á láni hjá öðrum liðum keppnistímabilið 2024: Ásgeir Helgi Orrason (Keflavík). Tómas Orri Róbertssson (Grótta). 

Farnir: Alex Freyr Elísson (Fram...var á láni hjá A) - Anton Logi Lúðviksson (Noregur) - Arnar Númi Gíslason (Fylkir...var á láni hjá Gróttu) - Ágúst Eðvald Hlynsson (Danmörk) - Davíð Ingvarsson (Danmörk) - Gísli Eyjólfsson (Svíþjóð) - Hilmar Þór Kjærnested Helgason (Fylkir) - Klæmint Olsen (Færeyjar ...var á láni frá NSÍ) - Oliver Stefánsson (ÍA). - Eyþór Aron Wöhler (KR)

Teymið: Halldór Árnason er aðalþjálfari Breiðabliksliðsins. Aðstoðarþjálfari er Eyjólfur Héðinsson. Eiður Eiríksson er transition þjálfari. Stryrktarþjálfari er Helgi Guðfinnsson. Haraldur Björnsson er markmannsþjálfari liðsins. Sjúkraþjálfari er Særún Jónsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Kristinn Orri Erlendsson er nuddari liðsins. LIðsstjóri er Marinó Önundarson. 

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki leiksins er ég fæddur og uppalinn Valsari. Flutti 1996 í Kópavog og um 2006 fóru tvö  af börnunum hans að æfa fótbolta með Breiðablik og má segja að þá hafi ekki verið aftur snúið. Fyrr en varir var blikinn kominn í stjórn Blikaklúbbsinns og fljótlega eftir það í meistaraflokkráð kvenna og hefur tvisvar sinnum verið í mfl ráði kvenna. Árið 2010 gerðist SpáBlikinn vallarþulur hjá kvennaliðinu og 2011 tekur hann karlaliðið að sér líka og er að hefja sitt 14. sumar sem vallarþulur.

Björgvin Rúnarsson - hvernig fer leikurinn?

Á laugardaginn kemur taka okkar menn á móti nýliðum Vestra. Ég er nokkuð viss um að maður leiksinns frá síðasta leik haldi aftur hreinu og spái ég 3-0 sigri Blika.

Áfram Breiðablik!

Stoltur SpáBliki með bikara meistaraflokks kvenna þegar þær unnu tvöfalt 2021.

Dagskrá

Miðasala á leikiinn er á Stubbur  Eins og margir urðu varir við þá voru smá hnökrar á sölu í númeruð sæti á síðasta leik. Stubbur er að vinna að endurbótum. Að þessu sinni er frjálst sætaval í svæði A og F. En það verður selt í númeruð sæti á önnur svæði.

Allt um - Árskort ungir - Árskort - Blikaklúbbskort og Afreksblikakort HÉR.

Græna stofan opin, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. 

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á laugardag kl.14:00! 

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

Mörk og atvik úr 1:1 leik Breiðabliks og Vestra á Kópavogsvelli í Lengjubikarnum 2024:

Til baka